Pistill

Frá Lord Byron til Fimmtíu grárra skugga: Hvernig ein bústaðarferð varð að BDSM-bókaseríu 200 árum síðar

Í byrjun 19. aldar dvöldu fimm vinir saman í sumarbústað í Sviss. Þessi bústaðarferð varð til þess að Dr. John William Polidori skrifaði og gaf út The Vampyre árið 1819, en hún er af mörgum talin hafa lagt grunninn að vampírubókmenntagreininni eins og við þekkjum hana í dag.

Frá Lord Byron til Fimmtíu grárra skugga: Hvernig ein bústaðarferð varð að BDSM-bókaseríu 200 árum síðar Read More »

Dauðastjarnan: Um Clarice Lispector og Stund stjörnunnar

Rétt áður en hin goðsagnarkennda Clarice Lispector kvaddi þessa jörð gaf hún út sína tíundu skáldsögu, Stund stjörnunnar (1977). Í þessari skáldsögu Lispector mætast hæfileikar hennar og sérviska á þann hátt sem er lýsandi fyrir ritferil hennar, kvíðinn sem fylgir því að skrifa en á sama tíma þörfin sem knýr hana áfram.

Dauðastjarnan: Um Clarice Lispector og Stund stjörnunnar Read More »

Duchenne og ég

Nýtt fræðirit um Duchenne sjúkdóminn. Bókin Duchenne og ég var gefin út á dögunum í þýðingu Huldu Bjarkar Svansdóttur. Útgáfuhóf var 7. september sl. í tilefni af alþjóðlega Duchenne deginum sem haldinn var hátíðlegur í fyrsta sinn á Íslandi.

Duchenne og ég Read More »

moss, rock, iceland

Náttúran og mannöldin

Með hugtakinu mannöld, er verið að vísa í tímabil í jarðsögunni þar sem áhrif athafna mannsins eru greinileg og er þá nærtækast að tala um hlýnun jarðar. Fólk greinir á um hvenær mannöldin byrjar. Í bókmenntum er hugtakið mannöld notað mest í sambandi við vistrýni þar sem mannkynið og náttúran er sem ein heild og íróníuna, ljótleikann og fegurðina sem getur falist í því.

Náttúran og mannöldin Read More »

Enola Holmes

Kvikmyndin byggir á fyrstu bók hennar af sex í seríu um hina 16 ára gömlu Enolu Holmes (Millie Bobby Brown), yngri systur hins fræga einkaspæjara Sherlock Holmes (Henry Cavill). Í upprunalegu bókum rithöfundarins Sir Arthur Conan Doyle um Sherlock Holmes er þó ekki minnst á neina systur, aðeins eldri bróður hans Mycroft en Enola Holmes er þó að engu að síður skemmtileg viðbót við Holmes fjölskylduna.

Enola Holmes Read More »

Skógareldar: dystópísk nútíð sem enginn vill upplifa

Síðastliðið ár hafa skógareldar verið tíðir í heiminum. Amason regnskógurinn var í ljósum logum frá janúar og fram í október árið 2019 og sama ár hófst eitt versta skógarelda tímabil í Ástralíu sem varði frá júní 2019 til maí 2020. Regnskógar í Brasilíu brenna þegar þetta er skrifað og það sem af er liðið ári hafa 209.000 km2 af landi brunnið í Síberíu í Rússlandi, sem samsvarar meira en tvöfaldri stærð Íslands. Skógareldar geisa í Bandaríkjunum, sem er ekki fátítt, en stærð eldanna er óvenjulega mikil.

Skógareldar: dystópísk nútíð sem enginn vill upplifa Read More »

Drekkið mér tvisvar!

Tæpum þrjú hundruð árum eftir dauða sinn fær Sunnefa Jónsdóttir (fædd 1723) loks að segja sögu sína með aðstoð leikskáldsins Árna Friðrikssonar. Þetta er saga konu sem tvívegis var dæmd til drekkingar fyrir það eitt að ala börn í heiminn. „Ég er þakklát fyrir að fá að ljá henni rödd mína“ segir Tinna Sverrisdóttir leikkona.

Drekkið mér tvisvar! Read More »

landscape, change, climate

Hrakspár og loftslagsklám

Hrakspár og yfirvofandi heimsendir hafa lengi þótt spennandi umfjöllunarefni innan bókmennta- og kvikmyndaheimsins. En á síðustu þrjátíu árum hefur bókmenntagreinin ,,climate fiction“ eða ,,cli-fi“ orðið sívinsælli í ljósi aukinnar umræðu um loftslagsbreytingar. En hafa slík verk jákvæð áhrif á baráttuna við hamfarahlýnun?

Hrakspár og loftslagsklám Read More »