Viðtöl

Kristín Eiríksdóttir er fædd árið 1981 í Reykjavík. Hún ólst upp í Austurbænum og síðar í Hólahverfinu í Breiðholtinu. Hún stundaði nám í Listháskóla Íslands þar sem hún lauk BA-gráðu í myndlist árið 2005 og síðar fór hún í mastersnám til Montréal í Kanada. Fyrsta ljóðabók Kristínar, Kjötbærinn, kom út árið 2004 en síðan þá hefur Kristín skrifað ljóðabækur, skáldsögur og leikhúsverk. Elena Kristín Pétursdóttir spurði þennan áhugaverða listamann, rithöfund og skáld um ritstörfin og hvað sé framundan á ritvellinum.

Vegna heimsfaraldursins sem nú geisar er frekar erfitt að hitta fólk og spjalla. Viðtalsvinnan er því aðeins möguleg í gegnum netið; Facebook, Zoom eða Skype. Ég settist fyrir framan tölvuna og sá að rithöfundurinn Auður Jónsdóttir var að gefa út nýtt verk, bók sem hún skrifaði ásamt Birnu Önnu Björnsdóttur sem ber heitið 107 Reykjavík. Skáldsagan er að þeirra sögn skemmtisaga fyrir lengra komna. Mér þótti forvitnilegt að spyrja Auði, eða Auju eins og hún er kölluð, hvernig bókin varð til? Við töluðum einnig um fyrri verk Auju, samstarf við ritstjóra og annað forvitnilegt.

Fannar Örn Karlsson hefur um árabil verið áberandi í íslensku paunk-senunni. Um þessar mundir spilar hann á trommur í Dauðyflunum, Börn og D7Y. Áður var hann í hljómsveitunum The Death Metal Supersquad, The Best Hardcore Band in the World og Spy Kids 3D og þá er listinn samt langt frá því að vera tæmdur. Auk tónlistar hefur Fannar mikið fengist við að teikna og hefur teiknað mörg plötuumslög og auglýsingaplaköt fyrir tónleika og Roller Derby keppnir. Á síðustu árum hefur hann beint athygli sinni að því að gera teiknimyndir og hefur hann birt þær áYouTube-rásinni sinni og á Instagram. Ég átti gott spjall við Fannar þar sem við ræddum beyglaðar teiknimyndir og DIY (Do It Yourself) viðhorf til listsköpunar.

„Draumarnir entust yfirleitt ekki lengi fyrr en ég áttaði mig á því að á milli þess sem ég lét mig dreyma um að verða fatahönnuður, arkitekt, söngkona eða dansari var ég alltaf skrifandi.“

María Ramos er tuttugu og tveggja ára og stundar BA-nám í íslensku við Háskóla Íslands. María er fædd og uppalin í Vesturbænum í Reykjavík en á ættir sínar að rekja til Kúbu. Föðurafi hennar var Kúbani en amma hennar íslensk. Hún heimsótti Kúbu árið 2016 og hefur alla tíð síðan langað til að snúa aftur og eyða lengri tíma þar til að kynnast menningararfi sínum betur. María var að gefa út sína fyrstu ljóðabók í fullri lengd, bókin ber nafnið Havana en titillinn á þessu viðtali vísar einmitt í eitt ljóða hennar í bókinni.

Flest það er tilheyrir lífsskeiði manneskjunnar hefur verið sett í upphafið samhengi. Það má sjá tilgang í öllu. Fegurðina í sorginni, viskuna í ellinni, lausnina í dauðanum. Eitthvað lítið hefur þó farið fyrir slíkri upphafningu þegar kemur að breytingaskeiði kvenna, þessu þó táknræna ferli í lífi hverar konu.

Dansarinn Lovísa Ósk Gunnarsdóttir fann sig knúna til að skoða þetta mikla umbreytingaskeið í meistaranámi sínu við Listaháskóla Íslands þar sem hún í lokaverkefninu setti á svið myndskeið af fjölda íslenskra kvenna dansandi heima í stofu.

Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir með listamanns nafnið Gugga Lísa, er tónlistarmaður sem fangar hlustandann með undurfagurri rödd sinni og tónlist sem snertir sálina.

Ég kynntist Guðbjörgu á nýnemadegi stjórnmálafræðideildar HÍ, haustið 2017. Það var strax augljóst að þar væri á ferðinni stór persónuleiki með mikla útgeislun og sterka nærveru. Fljótlega komst ég að því að þessi stjórnmálafræðinemi er einnig hæfileikaríkur tónlistarmaður og lagahöfundur með undurfagra rödd sem unun er að hlusta á.

Opnunarmyndin á RIFF 2020 var heimildarmyndin Þriðji póllinn, sem sýnd er í þremur kvikmyndahúsum. Myndin er að mestu tekin í fjarlægu landi þar sem fílarnir ganga í takt en þetta land er Nepal í Suður Asíu.

Tveir sögumenn fjalla um lífshlaup sitt, það eru þau Anna Tara Edwards og Högni Egilsson, sem eiga það sameiginlegt að vera greind með geðhvarfasýki (manio depressívan sjúkdóm). Sögur þeirra og bakgrunnur er ólíkur en báðar snerta þær viðkvæma strengi.

Mér fannst forvitnilegt að vita meira um leikstjórann, Anní Ólafsdóttur, sem er yngri en Andri Snær og ekki eins þekkt.  Ég var svo heppin að Anní var til í að svara nokkrum spurningum.

Viðtalið er brot úr viðtalsröðinni „Bókahillan“ sem mun birtast í heild sinni í öðru tölublaði Leirburðar, tímariti bókmenntafræðinema, í nóvember 2020.

Bókahillur eru ómissandi húsgagn í flestum híbýlum. Í þær er hægt að raða á óteljandi vegu með mismunandi áherslu á efnisflokkun, fagurfræði og svo framvegis. Margir, sér í lagi bókaunnendur, leggja mikið upp úr uppröðun bóka sinna og eru jafnvel með margþætt, persónulegt flokkunarkerfi á meðan aðrir leggja minna upp úr skipulaginu. Þó eru engar tvær bókahillur eins og rétt eins og innihald þeirra getur gefið vísbendingar um persónuleika og áhugamál eigandans þá mætti segja að uppröðunin segi einnig sína sögu.
Ófeigur Sigurðsson segir frá sinni bókhillu.

Óskari Þór Ámundasyni er margt til lista lagt, enda listamaður með eindæmum.

Í þessu viðtali veitir hann okkur innsýn í hugarheim hæfileikamanns og segir okkur frá sjálfum sér, lífinu, og hvaða þýðingu listin hefur fyrir hann.

Hið ósýnilega sköpunarferli sem fer fram áður en verk fær að líta dagsins ljós hefur ávallt heillað mig. Því vakna ávallt endalausar spurningar upp hjá mér á borð við: Á hvaða kafla byrjaði rithöfundurinn? Hvort kom á undan, bakgrunnurinn eða smáatriðin? Hversu langan tíma tók verkið og hverju var sleppt. Þetta hulda ferli býr í öllum hlutum og þá ekki síst í menningarlegum verkum á borð við sjónvarps- og útvarpsþætti.

Ég ræddi því við Jórunni Sigurðardóttur, dagskrárgerðarkonu á Rás 1, varðandi hennar upplifun á ferlinu.

Árið 1994 kom út ljóðabókin Ísfrétt eftir Gerði Kristnýju. Henni var stillt út í glugga Máls- og menningar á Laugavegi 18, lítilli ljóðabók eftir unga konu sem síðar átti eftir að verða eitt fremsta nútímaskáld íslensku þjóðarinnar. Það vissi það enginn þá en þessi bók með sínum tuttugu ljóðum kom Gerði Kristnýju af stað í heimi bókmenntanna.

Í dag starfar Gerður Kristný sem rithöfundur og skáld. Hún lauk BA-prófi í frönsku og bókmenntafræði árið 1992 frá Háskóla Íslands.

Ég keyrði á fallegum haustdegi inn Mosfellsdalinn. Leið mín lá upp brekku að Hraðastöðum þar sem sagnfræðingurinn Dalrún J. Eygerðardóttir tók á móti mér með heitri súpu og heimabökuðu brauði.

Ég var mætt til að taka stutt viðtal við hana um bók hennar Jaðarkvennasaga: Förukonur og einsetukonur á Íslandi, sem kom út fyrr á þessu ári.

Þegar faraldurinn skall á okkur síðasta vetur, neyddust mörg okkar til þess að breyta lífsstílnum. Við fórum að vinna meira heima, elda meira heima og dvelja meira heima. Það má segja að veröldin sjálf hafi hægt á sér. Allt varð rólegra, fáir voru á ferðinni og nánast engir á ferðalögum. Bakstur varð vinsæll og pottaplöntuæði greip landann. Margir þustu í blómabúðir og hinar og þessar pottaplöntum seldust í bílförmum því nú átti að skreyta nærumhverfið.

En til þess að pottaplöntur geti haldið fegurð sinni og dafnað vel, þurfa þær gott atlæti, passlega vökvun og viss birtuskilyrði. En þær eru misjafnar eins og þær eru margar. Smátt og smátt fóru sumar að láta á sjá og þá voru góð ráð dýr. En þegar neyðin er stærst, er hjálpin næst og fréttir bárust af því að þessa fína fésbókarsíða væri með öll svörin, nefnilega Stofublóm inniblóm pottablóm hópurinn. Þar er spurningum svarað um hæl og er það stofnandi síðunnar, Hafsteinn Hafliðason garðyrkjumeistari sem yfirleitt tekur það að sér.

Kristinn Rúnar Kristinsson er fæddur og uppalinn í Kópavogi og býr þar enn 31 árs að aldri. Kristinn greindist með geðhvörf árið 2009 þegar hann var tvítugur en fjallaði fyrst opinskátt um veikindin sín árið 2014. Síðan þá hefur hann barist fyrir réttindum fólks með geðsjúkdóma og opnað umræðuna með það að leiðarljósi að fræða almenning og uppræta fordóma. Kristinn hefur ferðast um landið með fyrirlestur sinn um geðhvörf, Rússíbanalífið mitt og í lok árs 2018 gaf hann út sína fyrstu bók Maníuraunir: Reynslusaga strípalingsins á Austurvelli. 

Maníuraunir er eins konar ævisaga mín, fyrstu 29 árin, en u.þ.b. 80% af innihaldi hennar eru um raunir mínar í maníu,“ segir Kristinn og bætir við að hann hafi tekið eftir því á fyrirlestrum sínum að langflestir vita ekki hvað manía er og hvað það ástand felur í sér. „Ég spyr alltaf í upphafi fyrirlestursins hvort að einhver vitneskja sé um maníu og það sló mig gríðarlega hvað enginn vissi í raun neitt. Hin hliðin af geðhvörfum er síðan þunglyndi sem nánast allir þekkja með einum eða öðrum hætti.“ 

Janúar 2020 - Kristín Arna

„Ég var í bæði skiptin einni önn lengur að klára lokaritgerðirnar“, segir Elísa. „Ég leit á þær sem einhvers konar meistaraverk sem yrðu að standast tímans tönn. Reyndar fannst mér sjúklega gaman að vinna í þessum ritgerðum og langaði ekkert rosalega að klára þær og þar með námið.“

Janúar 2020 - Kristín Arna

Uppskriftir geta verið jafn misjafnar og þær eru margar. Þá ekki einungis vegna mismunandi innihaldsefna heldur geta leiðbeiningarnar verið misnákvæmar og misgóðar. Það segir sig sjálft að ónákvæmar leiðbeiningar geta spillt bakstrinum og því þarf að vanda til verka þegar gera á góða uppskriftabók. Kristín Arna prófaði uppskriftir og sýnir myndir af afrakstrinum.

Janúar 2020 - Kristín Arna

Ljóðabókin Edda hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2019, höfundur hennar er bókmenntafræðingurinn Harpa Rún Kristjánsdóttir. ​

Janúar 2020 - kristín ARna

Prentsmiðja Guðjóns Ó er vistvæn prentsmiðja sem hlaut umhverfisvottun Svansins fyrir 20 árum síðan. Á þessum tíma voru ekki margir í prentgeiranum að huga að þessum málum hér á landi og má því segja að prentsmiðja Guðjóns Ó hafi rutt veginn fyrir hina sem á eftir komu. 

Janúar 2020 - Sunneva kristín

Arnar Gunnarsson er kynningarstjóri Forlagsins. Sunneva Kristín tók viðtal við hann og fræddist um starfið hjá bókaútgáfunni og jólabækurnar í ár (2019).

Janúar 2020 - kristín arna

Kristín Arna tók viðtal við Bryndísi Loftsdóttur hjá Félagi bókaútgefenda og fékk m.a. svar við spurningunni hvort prentaðar bækur séu orðnar úreltar