February 2022

Frönsk tilvistarspeki, frelsi og ábyrgð

Franski heimspekingurinn og rithöfundurinn Jean-Paul Sartre (1905-1980) var einn af forgöngumönnum tilvistarspekinnar á 20. öldinni, ásamt þeim Albert Camus, Simone de Beauvoir og Maurice Merleau-Ponty. Upp úr seinni heimstyrjöld óx þessari heimspekistefnu fiskur um hrygg, raunar svo að það mátti tala um tískufyrirbrigði – og það var ekki síst vegna Sartre. Árið 1945 hélt Sartre fyrirlestur um þessa stefnu, sem hann var í forsvari fyrir, á Club Maintenant í París, þar sem hann skýrði kenningar sínar og svaraði gagnrýni. Ári síðar var efni þessa fyrirlesturs gefið út undir heitinu Tilvistarstefnan er mannhyggja (fr. L’Existentialisme est un Humanisme).

Af sýndarheimum, NFT og bálkakeðjum

Stundum fylgja fríðindi með því að kaupa NFT, þú getur orðið hluti af félagi sem á verk úr ákveðnu myndasafni t.d. Bored Ape Yacht Club þar sem ef þú átt mynd af leiðum apa þá hefur þú aðgang að vefsíðu og samfélagi.

Kaffidrykkja, já eða nei?

Kaffi er drykkur sem líklegast þarf ekki að kynna ítarlega þar sem fjöldinn allur af fólki byrjar, og jafnvel endar daga sína á honum. Kaffi á rætur sínar að rekja til Afríku og er í dag í hópi vinsælustu drykkja heims, ásamt tei og vatni. Þegar horft er sérstaklega til háskólanema og löngun þeirra í bollann góða, hafa rannsóknir víðsvegar um heim einnig leitt eitt og annað í ljós. Meðal annars sýndu niðurstöður rannsóknar sem birtist í National Library of Medicine að um 92% háskólanema sötri á kaffi á einhverjum tímapunkti og jafnframt sögðust 79% þeirra nýta sér koffín í þeim tilgangi að halda sér vakandi.