Melkorka Gunborg Briansdóttir
BA-nemi
Nám í almennri bókmenntafræði sameinar mörg svið, til dæmis mannkynssögu, fagurfræði, listfræði og heimspeki. Í náminu fáum við tækifæri til að greina marga ólíka miðla, kvikmyndir skáldsögur, ljóð, leikrit og alls kyns fræðitexta. Það er ómetanlegt að þekkja þann menningargrunn sem svo oft er vísað í.