Viðtal

„Ég vinn hvar sem er, nema í algjörri kyrrð“ Viðtal við Kristínu Eiríksdóttur, rithöfund

Kristín Eiríksdóttir er fædd árið 1981 í Reykjavík. Hún ólst upp í Austurbænum og síðar í Hólahverfinu í Breiðholtinu. Hún stundaði nám í Listháskóla Íslands þar sem hún lauk BA-gráðu í myndlist árið 2005 og síðar fór hún í mastersnám til Montréal í Kanada. Fyrsta ljóðabók Kristínar, Kjötbærinn, kom út árið 2004 en síðan þá hefur Kristín skrifað ljóðabækur, skáldsögur og leikhúsverk. Elena Kristín Pétursdóttir spurði þennan áhugaverða listamann, rithöfund og skáld um ritstörfin og hvað sé framundan á ritvellinum.

„Ég vinn hvar sem er, nema í algjörri kyrrð“ Viðtal við Kristínu Eiríksdóttur, rithöfund Read More »

„Stúdía í tíðaranda, smá svört kómedía en fyrst og fremst heiðarlegur farsi“

Vegna heimsfaraldursins sem nú geisar er frekar erfitt að hitta fólk og spjalla. Viðtalsvinnan er því aðeins möguleg í gegnum netið; Facebook, Zoom eða Skype. Ég settist fyrir framan tölvuna og sá að rithöfundurinn Auður Jónsdóttir var að gefa út nýtt verk, bók sem hún skrifaði ásamt Birnu Önnu Björnsdóttur sem ber heitið 107 Reykjavík. Skáldsagan er að þeirra sögn skemmtisaga fyrir lengra komna. Mér þótti forvitnilegt að spyrja Auði, eða Auju eins og hún er kölluð, hvernig bókin varð til? Við töluðum einnig um fyrri verk Auju, samstarf við ritstjóra og annað forvitnilegt.

„Stúdía í tíðaranda, smá svört kómedía en fyrst og fremst heiðarlegur farsi“ Read More »

„Maður lærir ekkert nema með því að gera hlutina”

Fannar Örn Karlsson hefur um árabil verið áberandi í íslensku paunk-senunni. Um þessar mundir spilar hann á trommur í Dauðyflunum, Börn og D7Y. Áður var hann í hljómsveitunum The Death Metal Supersquad, The Best Hardcore Band in the World og Spy Kids 3D og þá er listinn samt langt frá því að vera tæmdur. Auk tónlistar hefur Fannar mikið fengist við að teikna og hefur teiknað mörg plötuumslög og auglýsingaplaköt fyrir tónleika og Roller Derby keppnir. Á síðustu árum hefur hann beint athygli sinni að því að gera teiknimyndir og hefur hann birt þær á YouTube-rásinni sinni og á Instagram. Ég átti gott spjall við Fannar þar sem við ræddum beyglaðar teiknimyndir og DIY (Do It Yourself) viðhorf til listsköpunar.

„Maður lærir ekkert nema með því að gera hlutina” Read More »

Sál mín varð eftir í Havana

„Draumarnir entust yfirleitt ekki lengi fyrr en ég áttaði mig á því að á milli þess sem ég lét mig dreyma um að verða fatahönnuður, arkitekt, söngkona eða dansari var ég alltaf skrifandi.“ María Ramos er tuttugu og tveggja ára og stundar BA-nám í íslensku við Háskóla Íslands. María er fædd og uppalin í Vesturbænum í Reykjavík en á ættir sínar að rekja til Kúbu. Föðurafi hennar var Kúbani en amma hennar íslensk. Hún heimsótti Kúbu árið 2016 og hefur alla tíð síðan langað til að snúa aftur og eyða lengri tíma þar til að kynnast menningararfi sínum betur. María var að gefa út sína fyrstu ljóðabók í fullri lengd, bókin ber nafnið Havana en titillinn á þessu viðtali vísar einmitt í eitt ljóða hennar í bókinni.

Sál mín varð eftir í Havana Read More »

Hið ósýnilega sköpunarferli dagskrárgerðar

Hið ósýnilega sköpunarferli sem fer fram áður en verk fær að líta dagsins ljós hefur ávallt heillað mig. Því vakna ávallt endalausar spurningar upp hjá mér á borð við: Á hvaða kafla byrjaði rithöfundurinn? Hvort kom á undan, bakgrunnurinn eða smáatriðin? Hversu langan tíma tók verkið og hverju var sleppt. Þetta hulda ferli býr í öllum hlutum og þá ekki síst í menningarlegum verkum á borð við sjónvarps- og útvarpsþætti.

Hið ósýnilega sköpunarferli dagskrárgerðar Read More »

Þriðji póllinn

Opnunarmyndin á RIFF 2020 var heimildarmyndin Þriðji póllinn, sem sýnd er í þremur kvikmyndahúsum. Myndin er að mestu tekin í fjarlægu landi þar sem fílarnir ganga í takt en þetta land er Nepal í Suður Asíu. Tveir sögumenn fjalla um lífshlaup sitt, það eru þau Anna Tara Edwards og Högni Egilsson, sem eiga það sameiginlegt að vera greind með geðhvarfasýki.

Þriðji póllinn Read More »

Gugga Lísa

Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir með listamanns nafnið Gugga Lísa, er tónlistarmaður sem fangar hlustandann með undurfagurri rödd sinni og tónlist sem snertir sálina. Ég kynntist Guðbjörgu á nýnemadegi stjórnmálafræðideildar HÍ, haustið 2017. Það var strax augljóst að þar væri á ferðinni stór persónuleiki með mikla útgeislun og sterka nærveru.

Gugga Lísa Read More »