December 2020

Arftaki hefðbundinna bókmennta?

Vefbókmenntir (e. web fiction) er bókmenntagrein þar sem verkin eru oftast eða alltaf aðgengileg á veraldarvefnum. Algeng tegund vefbókmennta eru framhalds sögur (e. web serial). Ólíkt klassískum bókmenntum eru framhaldssögur á vefnum sjaldan birtar í heild sinni. Heldur eru hlutar af verkinu birtir í senn, en það svipar til sagnasería sem komu oft út í nokkrum hlutum í dagblöðum. Vefbókmenntir komu fljótlega til sögunar eftir að Internetið ruddi sér til rúms. Spot serían, sem kom út á árunum 1995 og 1997, átti eftir að ryðja brautina fyrir fleiri vefbókmenntaverk. Í Spot var sagan sögð með dagbókarfærslum sögupersóna og gagnvirkni við lesendur. Síðan árið 2008 hafa vinsældir vefbókmennta aukist til muna. Aðdáendur skrifa oft sínar eigin sögur sem ýta en þá meira undir vinsældir greinarinnar. Sumar vefseríur notfæra sér frumlegar og gagnvirkar leiðir, eins og myndbönd eða tögg, til þess að miðla sögunum. Eitthvað sem hefðbundið bókarform býður ekki upp á (nema kannski sögur eins og „Þín eigin goðsaga“ eða „Make Your Own Story“ bókaflokkar).

Arftaki hefðbundinna bókmennta? Read More »

Játning bókaorms

Ég hef alltaf verið mikill lestrarhestur, alveg síðan ég man eftir mér. Bókasafnið var minn griðastaður sem barn. Ég vildi heldur eyða tíma mínum þar og gleyma mér í ævintýraheimum bókanna heldur en til dæmis að reyna að kynnast öðrum krökkum á leikvellinum. Ég var aldrei neitt sérstaklega góð í mannlegum samskiptum hvort eð er og persónurnar í bókunum sem ég las kröfðust þess jafnframt ekki af mér. Þegar ég var 11 ára gömul var ég búin að lesa allar barna- og unglingabækurnar á bókasafninu og snéri mér þá að fullorðins bókmenntum og urðu erótískar ástarsögur Barböru Cartland fyrstar fyrir valinu og opnuðu þær bækur mér innsýn inn í nýjan heim, heim hinna fullorðnu. Í kjölfarið las ég svo allar bækur Isabel Allende og þá var ekki aftur snúið. Ég fór að lesa allar týpur bókmennta sem ég kom höndum yfir og heimur bókanna stækkaði ört fyrir mér, enda er ég og verð alltaf alæta á bókmenntir. Ég elska einfaldlega að lesa.

Játning bókaorms Read More »

Sagan á bakvið Myers Briggs persónuleikaprófið

Öll erum við í stöðugri leit að okkur sjálfum. Sem er í raun kannski hugsunarskekkja að því leytinu til að hún gerir ráð fyrir að til sé eitthvað eitt óbreytanlegt Sjálf sem hægt sé að finna. Í það minnsta viljum við flest öll að minnsta kosti læra að þekkja okkur sjálf og til eru ýmis (misgóð) hjálpartæki og tól til að aðstoða okkur í þeirri þekkingarleit. Eitt þeirra eru persónuleikapróf en þau eru vinsæl meðal bæði fyrirtækja, háskóla og einstaklinga til að leggja mat á persónuleika fólks og sem sjálfshjálpartól. Eitt frægasta persónuleikapróf í heiminum er Myers-Briggs prófið sem byggir á kenningum sálfræðingsins Carl Jung. Prófið leggur upp með að hægt sé að skipta mannkyninu í sextán persónuleikatýpur sem hver hefur sína fjögurra bókstafa skammstöfum. Sjálf hef ég tekið Myers-Briggs prófið, eða eina af ókeypis netútgáfunum sem byggja á því, nokkrum sinnum en hef fengið tvær mismunandi niðurstöður á víxl.

Sagan á bakvið Myers Briggs persónuleikaprófið Read More »

Gula veggfóðrið er víða

Smásagan Gula veggfóðrið (The Yellow Wallpaper) eftir Charlotte Perkins Gilman kom út árið 1892 og olli vissu fjaðrafoki þegar hún kom út. Sagan er fyrstu persónu frásögn af konu sem virðist vera að upplifa taugaáfall eftir barnsburð. Hún er öllum stundum lokuð inni í herbergi með byrgðum gluggum, annað hvort á hæli eða í heimahúsi. Það skiptir þó ekki öllu máli, enda er raunverulegt sögusviðið í huga aðalsöguhetjunnar. Hún gerir sér grein fyrir því að hún skynjar raunveruleikann öðruvísi en til dæmis eiginmaður hennar, sem jafnframt er læknir hennar. Samkvæmt honum þjáist hún af tímabundinni móðursýki. Í dag myndi það ástand sem hún upplifir í sögunni líklega kallast fæðingarþunglyndi – eða geðrof.

Gula veggfóðrið er víða Read More »

Æska Kamölu Harris og áhrifavaldurinn Shyamala Gopalan

Móðir Kamölu Harris, Shyamala Gopalan sagði einhverju sinni við dóttur sína: „Vertu fyrst til að gera góða hluti, þú hefur allt sem til þarf“. Orð móður hennar höfðu sterk áhrif á Kamölu, sem nú verður fyrst kvenna til að gegna embætti varaforseta Bandaríkjanna þegar hún verður sett í embætti þann 20. janúar 2021. Árið 2019 gaf Kamala Harris út bókina „The Truths We Hold – An American Journey” en þar helgar hún móður sinni drjúgan hluta frásagnarinnar. Mikið hefur verið ritað um Kamölu sjálfa en athyglisvert er að skoða hvar rætur hennar liggja. Shyamala Gopalan-Harris, móðir Kamölu, var merkileg kona fyrir margra hluta sakir og dóttirin lítur á hana sem sína stærstu fyrirmynd.

Æska Kamölu Harris og áhrifavaldurinn Shyamala Gopalan Read More »

Christine de Pizan: „Mesta óhamingja að hafa verið sett á jörðina í líkama konu“

Christine situr á bókasafninu sínu. Hún grípur bók að lesa sér til yndisauka, en yndi hennar og gleði minnka heldur við lesturinn. Henni þykir leiðinlegt hversu konur fá slæma útreið í bókinni og hún leiðir hugann að því hvers vegna flestir rithöfundar og karlmenn yfirhöfuð, skrifa niðrandi um konur. Ekki bara einn eða tveir, heldur virðist ekki skipta máli hvort það eru heimspekingar, skáld eða ræðumenn. Orðræðan er öll af svipuðum meiði og þeir komast að þeirri niðurstöðu að konan sé lastafull vera. Hún fellur í þunga þanka og veltir fyrir sér hvort þetta geti verið rétt, að allar konurnar sem hún þekki fyrir gott eitt, séu í rauninni svona meingallaðar? Svo hljóti að vera fyrst svona margir gáfaðir, menntaðir og frægir menn tali með slíkum hætti um konur. Varla fara þeir með rangt mál?

Christine de Pizan: „Mesta óhamingja að hafa verið sett á jörðina í líkama konu“ Read More »