Fréttabréf formanns – Af nemendafélagsstörfum Torfhildar í heimsfaraldri

Nóvember 2020. Skammdegið er að leggjast á með fullum þunga, Zoom þokan liggur yfir öllu og Uglu tilkynningarnar eru farnar að renna saman. Það er áhugavert að reka nemendafélag á tímum sem þessum. Að sumu leyti auðveldara en að mörgu leyti miklu erfiðara. Ég á að minnsta kosti nóg efni í sjálfshjálparbókina 100 leiðir til að aflýsa viðburðum (og bið útgefendur hér með um að mynda einfalda röð). Við í stjórn Torfhildar, nemendafélags bókmenntafræðinema, náðum að halda einn viðburð og einn nefndarfund í persónu áður en smitum fór að fjölga í samfélaginu og líf okkar allra færðist yfir í samanþjappaða mynd á Internetið.

Fréttabréf formanns – Af nemendafélagsstörfum Torfhildar í heimsfaraldri Read More »