Kvikmyndaumfjöllun

Kjánaleg fantasía fyrir gagnkynhneigða unglingspilta orðin að feminískri költ mynd. Jennifer’s Body (2009)

Þegar kvikmyndin Jennifer’s Body var frumsýnd í kvikmyndahúsum árið 2009 var hún ákveðið flopp. Hún fékk slæma útreið gagnrýnenda og skilaði litlu í kassann. En nú rúmlega tíu árum seinna hefur hún öðlast nýtt líf. Internetið geymir fullt af góðum dómum, margir lofa hana sem gleymda klassík. Er Jennifer’s Body allt í einu orðin góð? Eða var hún kannski bara góð allan tímann?

Fórnarlamb sjálfsævisögu sinnar: Rocketman.

Flest okkar hafa heyrt að minnsta kosti eitt lag með poppstjörnunni Elton John. Enda er hann einn af frægustu tónlistarmönnum okkar tíma. En við höfum ekki öll heyrt ævisöguna og hvað liggur að baki vinsælustu dægurlögum hans. Segja má því að kvikmyndin Rocketman sé eins konar ævisaga. Það má varla hugsa sér betri leið til að kynna okkur sögu hans en með söngvamynd, þar sem hvert lag segir sína sögu um hans líf.

„Notuðu hálfétin burrito til að fela hjúskaparbrot sín“. Játningar alræmdra rokkhunda

Í rokkbókinni The Dirt: Confessions of the World’s Most Notorious Rock Band (2001) má finna æviminningar þeirra Tommy Lee, Mick Mars, Nikki Sixx og Vince Neil. Saman skipa þeir félagar hljómsveitina Mötley Crue sem réði ríkjum í rokkheimum á níunda áratug síðustu aldar, en hljómsveitin hefur til að mynda selt yfir 41 milljón platna frá árinu 1981. Ævisagan er rituð í slagtogi við blaðamanninn og rithöfundinn Neil Strauss, sem áður hafði gefið út The Long Hard Road Out of Hell (1998) í samstarfi við tónlistarmanninn Marylin Manson. The Dirt vakti gríðarlega athygli þegar hún kom út fyrst árið 2001 og sat til dæmis á toppi New York Times Bestsellers listanum fjórar vikur í röð. Árið 2019 kom síðan út kvikmynd sem byggð er á bókinni á streymisveitunni Netflix.

Skáldið í Vonarstræti

Ég horfði á Edduna í sjónvarpinu þriðjudagskvöldið 6. október. Kvikmyndirnar sem fengu flestar tilnefningar voru Hvítur hvítur dagur og Agnes Joy. Af einhverjum ástæðum fór ég að hugsa um kvikmyndina Vonarstræti frá árinu 2013 sem mér fannst eftirminnilegri en hinar tvær áðurnefndu sem voru samt alveg ágætar. Vonarstræti er áhrifamikil kvikmynd en eins og góð bók situr hún eftir í minninu. Hvernig er hægt að skrifa handrit og leikstýra kvikmynd sem gleymist seint? Hvað þarf til? Þarf leikstjórinn að hafa upplifað eitthvað sambærilegt í nærumhverfinu eða jafnvel á eigin skinni?

Strákarnir í bandinu

Hin svokölluðu Stonewall mótmæli voru einn mikilvægasti hlekkur í mannréttindabaráttu samkynhneigðra en atburðurinn markaði þáttaskil í réttindabaráttu þeirra. Þegar leikritið The Boys in the Band (1968) var frumsýnt á fjölum Broadway ári fyrir Stonewall mótmælin var það í fyrsta sinn sem daglegt líf samkynhneigðra var sýnt opinberlega. Meðbyr var með leikritinu sem varð vinsælt þótt það hafi sært blygðunarkennd margra. Verkið segir frá hópi samkynhneigðra vina sem ákveða að halda afmælisveislu fyrir félaga sinn. Afmælið er haldið í íbúð við Upper East Side á Manhattan í New York. Gamall skólafélagi frá háskólaárunum kemur óvænt í afmælið sem veldur ákveðinni togstreitu á milli vinanna.

Enola Holmes

Kvikmyndin byggir á fyrstu bók hennar af sex í seríu um hina 16 ára gömlu Enolu Holmes (Millie Bobby Brown), yngri systur hins fræga einkaspæjara Sherlock Holmes (Henry Cavill). Í upprunalegu bókum rithöfundarins Sir Arthur Conan Doyle um Sherlock Holmes er þó ekki minnst á neina systur, aðeins eldri bróður hans Mycroft en Enola Holmes er þó að engu að síður skemmtileg viðbót við Holmes fjölskylduna.

Antebellum

Kvikmyndin Antebellum (2020) kemur út á samfélagslegum umbótartímum, þegar Black Lives Matter hreyfingin er í hávegum höfð og augu heimsins beinast að kerfisbundnum rasisma. Líkt og kvikmyndirnar Get Out (2017) og Us (2019) í leikstjórn Jordan‘s Peel, er kvikmyndin Antebellum í leikstjórn Gerard Bush og Christopher Renz, einnig ádeila á innbyggðan samfélagslegan rasisma í Bandaríkjunum.