Pistlar

Utan úr heljarmyrkri framtíðarinnar

„Höfundur í algjörum sérflokki sendir hérna frá sér sína bestu bók,“ segir Björn Þór Vilhjálmsson, gagnrýnandi, um nýjustu bók Steinars Braga, Truflunina.

And-karllægni, kvenhetjur og róttæk góðvild

Í nýrri ljóðabók Kristínar Svövu Tómasdóttur, skálds og sagnfræðings, má greina áhrif og viðveru beggja athafnasviða hennar, segir Björn Þór Vilhjálmsson gagnrýnandi. „Raunar má segja að sagnfræðingurinn stigi hér fram alls ófeiminn, öruggur um samlegðaráhrifin sem skapa má með ljóðskáldinu.“

Langbrókarskvísa í Vesturbænum

Margir eru eflaust æstir í skemmtisögu nú í svartasta skammdeginu og lokahnykknum á leiðinlegu ári. Bókarýnir Víðsjár segir 107 Reykjavík eftir Auði Jónsdóttur og Birnu Önnu Björnsdóttur ætlað að fullnægja þessari löngun en takist því miður ekki ætlunarverk sitt.

Andstyggilegur dónakall og siðblindur botnfiskur

Bókarýnir Víðsjár, Björn Þór Vilhjálmsson, segir fyrri hluta æviminningabókar Woody Allens illa skrifaðan og samhengislausan. Í síðari hlutanum komi svo í ljós að Allen sé ekkert nema lágkúrulegur botnfiskur, stundum ráði hann ekki við sig og flaggi siðblindu sinni skammlaust.

Framtíðarfræði gærdagsins

Björn Þór Vilhjálmsson, ritdómari Víðsjár skoðar vísindaskáldsöguna Astounding eftir Alec Nevala-Lee. Bókin sem varð til þess að vísindaskáldskapur varð að hálfgildings bandarískri bókmenntagrein. Sögusvið bókarinnar er það sem höfundurinn kallar „gullöld vísindaskáldskaparins,“ frá 1930-1960, og vísindaskáldskaparhöfundurinn og síðar leiðtogi Vísindakirkjunnar L. Ron Hubbard kemur eftirminnilega við sögu.

Bókmenntarýnirinn sem áhrifavaldur

„Það er endurnýjandi að skoða bókmenntaskrif Soffíu og hver veit, kannski er ekki öll von úti,“ segir Björn Þór Vilhjálmsson um bókina Maddama, kerling, fröken, frú: Konur í íslenskum nútímabókmenntum, en þar er á ferðinni safn ritdóma Soffíu Auðar Birgisdóttur.

Ferðavísir puttalingsins um mannkynssöguna

„Það var bókstaflega erfitt að leggja Sapiens frá sér, þetta reyndist vera spurning um tón bókarinnar, höfundarröddina, og skipulagið á framvindunni, sjálf efnistökin,“ segir bókarýnir Víðsjár, Björn Þór Vilhjálmsson um mannkynssögu ísraelska sagnfræðingsins Yuval Noah Harari sem hefur farið sigurför um heiminn.

Breiðgata brostinna drauma

Í The Big Goodbye: Chinatown and the Last Years of Hollywood segir Sam Watson söguna af því hvernig bölsýna meistaraverkið Chinatown rataði á hvíta tjaldið, fjallar um arfleið hennar og afdrif helstu leikmanna, auk þess að setja í breiðara samhengi við draumamaskínuna Hollywood.

Meistaraverk #metoo bókmenntanna

My Dark Vanessa eftir Kate Elizabeth Russell kom út í síðasta mánuði og hefur þegar vakið mikla athygli fyrir umfjöllun um kynferðisofbeldi og margflókna stöðu fórnarlambsins.

Holdtekja menningarinnar

Sontag eftir Benjamin Moser er ríflega 800 síðna þverhandarþykkur hlemmur sem fjallar um ævi og störf rithöfundarins og heimspekingsins Susan Sontag. Bókin gerir viðfangsefni sínu skil með afar tæmandi hætti að mati gagnrýnanda Víðsjár, Björns Þórs Vilhjálmssonar.

Veröld ný og góð

Björn Þór Vilhjálmsson fjallar um bókina Human Compatible, eða Mannsamræmanleiki, eftir enska rithöfundinn og tölvufræðinginn Stuart Russell, en bókin er í senn yfirlit um stöðu þekkingar um þróun gervigreindar, og hætturnar sem slíkri uppfinningu fylgja.

Nautnin í tímaleysi Nabokov

Bókarýnir Víðsjár, Björn Þór Vilhjálmsson rýnir í Áferð tímans, draumadagbók sem rússneski stílsnillingurinn Vladimir Nabokov hélt um þriggja mánaða skeið um miðjan sjöunda áratuginn.

Gott yfirlit yfir íslenska kvikmyndasögu

„Prýðilegt kynningarrit fyrir erlenda lesendur sem áhugasamir eru um íslenska kvikmyndagerð,“ segir bókarýnir Víðsjár, Björn Þór Vilhjálmsson um yfirlitsritið A History of Icelandic film eftir Kanadamanninn Steve Gravestock.

Samfélagið í skuggsjá

„Hefur heimurinn ekki alltaf verið að farast? Hefur ekki ný tækni ávallt verið kvíðavekjandi fyrir rótgrónar sálir? Jú mikil ósköp, og Tolentino er fullkomlega meðvituð um það,“ segir Björn Þór Vilhjálmsson um Skynvilluspegillinn: Hugleiðingar um sjálfsblekkingu, nýlegt greinasafn eftir Jiu Tolentino, nýmiðla- og skjámenningarrýni bandaríska vikublaðsins New Yorker.

Kúgandi valdakerfi kynferðislega rándýrsins í Hollywood

Björn Þór Vilhjálmsson rýnir í tvær nýjar blaðamennskubækur um kynferðislega Hollywood-rándýrið Harvey Weinstein sem var dæmt í 23 fangelsi í dag, She Said eftir Jodi Kantor og Megan Twohey og Catch and Kill eftir Ronan Farrow.

Bréf til fjarverandi foreldris

Mikael Torfason býður upp á grunna sjálfskoðun í bókinni Bréf til mömmu þar sem meginstoðir frásagnarinnar reynast klisjur og væmni, segir Björn Þór Vilhjálmsson gagnrýnandi.

Bjargráð, skaðráð og lóukvak í sálinni

Það er vongóður bjarmi yfir æviminningabókinni Systa: Bernskunnar vegna, eftir Vigdísi Grímsdóttur, segir Björn Þór Vilhjálmsson gagnrýnandi. Bókin sé umlukin gleðileika og hann efast ekki um að hún rati til sinna – þó hann sé ekki einn af þeim.

Ástin á tímum aðgerðarleysis

Brúin yfir Tangagötuna er afskaplega forvitin skáldsaga eftir djarfan og frumlegan rithöfund, segir Björn Þór Vilhjálmsson gagnrýnandi. „[Eiríkur Örn Norðdahl] hefur alveg einstaklega mögnuð tök á tungumálinu, þessu lykilverkfæri rithöfundarins.“

Þreytandi frumraun McEwans í vísindaskáldskap

Er Vélar eins og ég eftir Ian McEwan góð skáldsaga? „Nei, að mínu mati er Vélar eins og ég dálítið vond skáldsaga,“ segir Björn Þór Vilhjálmsson gagnrýnandi, „en ætti maður að lesa hana? Já, fjandakornið.“

Minnisvarði um hverfult listform

Lesendur eru í öruggri handleiðslu Jóns Viðars Jónssonar í bókinni Stjörnur og stórveldi á leiksviðum Reykjavíkur 1925-1965, að mati Björns Þórs Vilhjálmssonar. „Textinn er fágaður og rennur vel, bókin er áhugasömum afskaplega skemmtileg aflestrar og Jón Viðar leitar víða fanga.“

Brot úr sögu sem ekki var skrifuð

Fortíðin vaknar og lifnar við frammi fyrir lesendum bókar Dóru S. Bjarnason, Brot – konur sem þorðu, þar sem hún rekur lífshlaup þriggja kvenna sem syntu á móti straumnum. „Brotin sem Dóra S. Bjarnason safnar hér saman til að segja sögu þeirra Adeline, Ingibjargar og Veru eru í senn upplýsandi og afskaplega skemmtileg og forvitnileg aflestrar,“ segir Björn Þór Vilhjálmsson gagnrýnandi.

Líf handan vellíðunarlögmálsins

Bók Sæunnar Kjartansdóttur um móður sína sem ákvað hálfníræð að svelta sig til dauða er þaulhugsað verk að mati Björns Þórs Vilhjálmssonar, „Textinn hvort tveggja djúpur og skemmtilegur aflestrar og vinnan sem lögð hefur verið í ritunina og sköpunina skín í gegn.“

 

Fljótandi að feigðarósi í hamfarakenndri framvindu

Íslandssagan aftur á bak liggur undir í fyrstu skáldsögu Braga Páls Sigurðarsonar sem rekur katastrófískar hrakfarir þrítuga dugleysingjans Eyvindar. Bókin er bráðfyndin og haldið er utan um martraðakennda framvinduna af miklu öryggi í yfirveguðum stíl og kraftmiklum texta. Björn Þór Vilhjálmsson skrifar.

Kaldhæðinn og berskjaldaður lífskúnstner

Þórdís Gísladóttir neitar að upphefja ljóðformið í Mislægum gatnamótum og setur fram skýra sýn á veruleikann, sýn lífskúnstners sem er kaldhæðinn og berskjaldaður í senn, að mati Björns Þórs Vilhjálmssonar.

Glímt við inngöngu íslensku þjóðarinnar inn í nútímann

Delluferðin eftir Sigrúnu Pálsdóttur er æsileg og viðburðarík söguleg skáldsaga segir Björn Þór Vilhjálmsson gagnrýnandi. „Það hvernig Sigrún vefur þræði sem þessa inn í spennandi og grípandi frásögn skáldverksins er aðdáunarvert.“

Þrotabúskapur ástarinnar

Björn Þór Vilhjálmsson segir að sjálfsævisöguleg nálgun Tilfinningabyltingarinnar eftir Auði Jónsdóttur sníði verkinu of þröngan stakk, til að særa ekki hlutaðeigandi eða stuða of mikið. Það leiði til þess að eyður séu í frásögninni og hún ekki nógu hreinskilin.

Mörk hinnar mjúku karlmennsku

„Ekki verður Dagur sakaður um metnaðarleysi í skáldsögunni. Gerð er atlaga að fjölmörgum forvitnilegum viðfangsefnum og sumum hverjum býsna flóknum,“ segir Björn Þór Vilhjálmsson um skáldsöguna Við erum ekki morðingjar eftir Dag Hjartarson.