October 2020

Lestarferðin

Ég vil fá að vera í friði, því hugurinn leitar stöðugt til Prebens, kennara míns og fyrrum elskhuga. Þegar ég hitti hann í fyrsta sinn, þá gerðist eitthvað sem varla er hægt að útskýra. Það var svo ótrúlega sterk upplifun. Preben var nýskipaður prófessor við Konunglega konservatoríið í Kaupmannahöfn, þar sem ég var í framhaldsnámi. Ég get þakkað ömmu minni sálugu það. Hún hvatti mig ótrauð áfram og gaf mér einnig heilræði sem ég hef alltaf varðveitt. „Mundu að láta hjartað ráða för“ voru hennar síðustu orð til mín.

Lestarferðin Read More »

Martin Puchner. Bókmenntir í fjögur þúsund ár. Hugleiðingar bókmenntafræðinema

„Stundum reyni ég að ímynda mér veröldina án bókmennta. Ég myndi sakna bóka þegar ég ferðast með flugvél. Bókabúðir og bókasöfn myndu hafa nóg af lausu hilluplássi og bókahillurnar mínar væru ekki lengur yfirfullar af bókum. Útgefendur væru ekki til eða Amazon og það væri ekkert á náttborðinu mínu þegar ég get ekki sofið á nóttunni“
-Martin Puchner.

Ég skráði mig á námskeið sem heitir „Ancient Masterpieces of World Litarature“ eða forn meistaraverk heimsbókmenntanna. Þetta var mjög áhugavert og skemmtilegt námskeið og ég lærði bæði um bókmenntir sem ég hafði ekki heyrt um áður ásamt fleiri þekktum verkum.

Martin Puchner. Bókmenntir í fjögur þúsund ár. Hugleiðingar bókmenntafræðinema Read More »

Sláturhús fimm, eða krossför barnanna. Um myndasögu sem byggir á samnefndri skáldsögu Kurt Vonnegut

Myndasagan Slaughterhouse-five, or the Children‘s Crusade kom út á dögunum við góðar undirtektir lesenda og gagnrýnenda. Hún er skrifuð af Ryan North, sem er m.a. þekktur fyrir að vera höfundur myndasagnanna Adventure Time og The Unbeatable Squirrel Girl, og myndskreytt af spænska listamanninum Albert Monteys. Myndasagan er byggð á samnefndri skáldsögu Kurt Vonnegut frá árinu 1969. Skáldsaga Vonnegut er að hluta til sjálfsævisöguleg, þar sem hún byggir á upplifun hans í seinni heimsstyrjöldinni, en hún flokkast einnig sem vísindaskáldsaga þar sem hún fjallar um geimverur og tímaflakk.

Sláturhús fimm, eða krossför barnanna. Um myndasögu sem byggir á samnefndri skáldsögu Kurt Vonnegut Read More »

Homo Sapína. Grænlenskur sprengikraftur

Homo Sapína sem er fyrsta skáldsaga grænlenska rithöfundarins Niviaq Korneliussen er í senn afar óþægileg og falleg. Skáldkonan hefur einstakt lag á því að skapa áhrifamikil hughrif, meira að segja kápa bókarinnar öskrar á mann. Það er því ekki að undra að bókin hafi vakið mikla athygli þegar hún kom út en hún seldist eins og heitar lummur á Grænlandi og var fljótlega gefin út í Danmörku. Skáldsagan kom út hér á landi árið 2018 í íslenskri þýðingu Heiðrúnar Ólafsdóttur og vakti talsverða athygli. Bókin hefur einnig verið þýdd á að minnsta kosti átta önnur tungumál. Allmikið hefur verið fjallað um Homo Sapína en í viðtali við The New Yorker, segir sjónvarpskonan Nina Paninnguaq Skydsbjerg Jacobsen, að fyrir útkomu bókarinnar hafi grænlenskar bókmenntir gert allt út á hefðina.

Homo Sapína. Grænlenskur sprengikraftur Read More »

„Stúdía í tíðaranda, smá svört kómedía en fyrst og fremst heiðarlegur farsi“

Vegna heimsfaraldursins sem nú geisar er frekar erfitt að hitta fólk og spjalla. Viðtalsvinnan er því aðeins möguleg í gegnum netið; Facebook, Zoom eða Skype. Ég settist fyrir framan tölvuna og sá að rithöfundurinn Auður Jónsdóttir var að gefa út nýtt verk, bók sem hún skrifaði ásamt Birnu Önnu Björnsdóttur sem ber heitið 107 Reykjavík. Skáldsagan er að þeirra sögn skemmtisaga fyrir lengra komna. Mér þótti forvitnilegt að spyrja Auði, eða Auju eins og hún er kölluð, hvernig bókin varð til? Við töluðum einnig um fyrri verk Auju, samstarf við ritstjóra og annað forvitnilegt.

„Stúdía í tíðaranda, smá svört kómedía en fyrst og fremst heiðarlegur farsi“ Read More »

Skáldið í Vonarstræti

Ég horfði á Edduna í sjónvarpinu þriðjudagskvöldið 6. október. Kvikmyndirnar sem fengu flestar tilnefningar voru Hvítur hvítur dagur og Agnes Joy. Af einhverjum ástæðum fór ég að hugsa um kvikmyndina Vonarstræti frá árinu 2013 sem mér fannst eftirminnilegri en hinar tvær áðurnefndu sem voru samt alveg ágætar. Vonarstræti er áhrifamikil kvikmynd en eins og góð bók situr hún eftir í minninu. Hvernig er hægt að skrifa handrit og leikstýra kvikmynd sem gleymist seint? Hvað þarf til? Þarf leikstjórinn að hafa upplifað eitthvað sambærilegt í nærumhverfinu eða jafnvel á eigin skinni?

Skáldið í Vonarstræti Read More »

Bilaður magnari breytti tónlistarsögunni

Þann 12. júlí 1960 fóru fram hljóðversupptökur sem áttu eftir að breyta tónlistarsögunni til frambúðar. Kántrípopparinn Marty Robbins og hljómsveitarmeðlimir hans voru samankomnir, ásamt upptökustjóranum Don Law, til þess að taka upp nýjustu smáskífu Robbins, lagið „Don‘t Worry“. Grunaði þá ekki að bilaður magnari í hljóðverinu ætti eftir að breyta tónlistarsögunni til frambúðar.

Bilaður magnari breytti tónlistarsögunni Read More »

„Maður lærir ekkert nema með því að gera hlutina”

Fannar Örn Karlsson hefur um árabil verið áberandi í íslensku paunk-senunni. Um þessar mundir spilar hann á trommur í Dauðyflunum, Börn og D7Y. Áður var hann í hljómsveitunum The Death Metal Supersquad, The Best Hardcore Band in the World og Spy Kids 3D og þá er listinn samt langt frá því að vera tæmdur. Auk tónlistar hefur Fannar mikið fengist við að teikna og hefur teiknað mörg plötuumslög og auglýsingaplaköt fyrir tónleika og Roller Derby keppnir. Á síðustu árum hefur hann beint athygli sinni að því að gera teiknimyndir og hefur hann birt þær á YouTube-rásinni sinni og á Instagram. Ég átti gott spjall við Fannar þar sem við ræddum beyglaðar teiknimyndir og DIY (Do It Yourself) viðhorf til listsköpunar.

„Maður lærir ekkert nema með því að gera hlutina” Read More »

Sál mín varð eftir í Havana

„Draumarnir entust yfirleitt ekki lengi fyrr en ég áttaði mig á því að á milli þess sem ég lét mig dreyma um að verða fatahönnuður, arkitekt, söngkona eða dansari var ég alltaf skrifandi.“ María Ramos er tuttugu og tveggja ára og stundar BA-nám í íslensku við Háskóla Íslands. María er fædd og uppalin í Vesturbænum í Reykjavík en á ættir sínar að rekja til Kúbu. Föðurafi hennar var Kúbani en amma hennar íslensk. Hún heimsótti Kúbu árið 2016 og hefur alla tíð síðan langað til að snúa aftur og eyða lengri tíma þar til að kynnast menningararfi sínum betur. María var að gefa út sína fyrstu ljóðabók í fullri lengd, bókin ber nafnið Havana en titillinn á þessu viðtali vísar einmitt í eitt ljóða hennar í bókinni.

Sál mín varð eftir í Havana Read More »

Strákarnir í bandinu

Hin svokölluðu Stonewall mótmæli voru einn mikilvægasti hlekkur í mannréttindabaráttu samkynhneigðra en atburðurinn markaði þáttaskil í réttindabaráttu þeirra. Þegar leikritið The Boys in the Band (1968) var frumsýnt á fjölum Broadway ári fyrir Stonewall mótmælin var það í fyrsta sinn sem daglegt líf samkynhneigðra var sýnt opinberlega. Meðbyr var með leikritinu sem varð vinsælt þótt það hafi sært blygðunarkennd margra. Verkið segir frá hópi samkynhneigðra vina sem ákveða að halda afmælisveislu fyrir félaga sinn. Afmælið er haldið í íbúð við Upper East Side á Manhattan í New York. Gamall skólafélagi frá háskólaárunum kemur óvænt í afmælið sem veldur ákveðinni togstreitu á milli vinanna.

Strákarnir í bandinu Read More »