Admin

Þrjár hækur

Hæka (japanska: haiku) er japanskur bragarháttur sem má rekja aftur til 16. aldar. Hæka hefur þrjár ljóðlínur og samtals 17 atkvæði sem skiptast þannig að fyrsta og þriðja lína innihalda fimm atkvæði hvor en miðlínan hefur sjö atkvæði. Hækur hafa almennt hvorki rím né stuðla og eru iðulega án titils. Hefðbundnar hækur eru náttúruljóð sem innihalda vísun í eina af fjórum árstíðum en mjög mismunandi er hversu náið nútímahækur fylgja því.

Þrjár hækur Read More »

Fáðu mér hníf! Endurfæðing Charlyar í The Long Kiss Goodnight (1996)

Kvikmyndin The Long Kiss Goodnight eftir leikstjórann Renny Harlin kom út árið 1996. Í aðalhlutverkum eru þau Geena Davis í hlutverki Samönthu/Charly og Samuel L. Jackson í hlutverki einkaspæjarans Mitch Henessey. Í fljótu bragði er myndin aðeins góð spennumynd en ef betur er að gáð er hún yfirfull af myndrænu táknmáli sem athyglisvert er að rýna í.

Fáðu mér hníf! Endurfæðing Charlyar í The Long Kiss Goodnight (1996) Read More »

„Þetta er vitnisburður minn“. Um heimildarmynd David Attenborough: A Life on Our Planet

Sir David Attenborough fæddist þann 8. maí, 1926 í bænum Isleworth í Middlesex á Englandi. Hann var ungur að aldri þegar hann fékk áhuga á náttúrunni og varði miklum tíma í að kanna umhverfið í kringum sig og safna steingervingum og öðrum sýnum af náttúrufræðilegum toga. Hann stundaði náttúruvísindanám með áherslu á jarð- og dýrafræði við Háskólann í Cambridge og útskrifaðist þaðan árið 1947. Á lífsleiðinni hefur Attenborough hlotið samtals 32 heiðursgráður frá ýmsum háskólum í Bretlandi fyrir framlag sitt til náttúruvísinda. Þekktastur er hann fyrir sjónvarpsferil sinn þar sem hann hefur verið þáttastjórnandi fjölda náttúru- og dýralífsþátta allt frá árinu 1951. Þar má nefna þættina Life on Earth (1979), State of the Planet (2000), The Blue Planet (2001) og Blue Planet II (2017), Planet Earth (2006) og Planet Earth II (2016), Life (2009) og Our Planet (2019).

„Þetta er vitnisburður minn“. Um heimildarmynd David Attenborough: A Life on Our Planet Read More »

Vængjaþytur

Bankið á þakskegginu hélt fyrir henni vöku alla nóttina, aðra nóttina í röð. Miskunnarlaus hávaðinn í þakinu var yfirþyrmandi, þegar veðuröflin börðust um í styrjöld þar sem engum var þyrmt. Austur hittir vestur og járntjaldinu var komið fyrir á þakinu á fallega bláa húsinu hennar. Kalda stríðið geisaði úti og hún gat ekkert gert nema legið í volgu rúminu dauðþreytt. Hún var svo veðurhrædd. Það var eitthvað djúpt innra með henni, hræðslan byrjaði í krepptum fingrunum og tánum og breiddist út um allan líkamann eins og pest. „Hvað ef eitthvað kemur fljúgandi eins og trampólín eða þakplata beint inn um gluggann, lendir á henni og drepur hana óvart, sker hana á háls eða í tvennt svo að hvítu rúmfötin verða blóðrauð og öll búslóðin fýkur út í svartholið? Það er enginn sem stjórnar umferðinni á hlutum sem fjúka í óveðrinu.

Vængjaþytur Read More »

„Þegar þér finnst veröldin þrengja að þér skaltu sprengja hana utan af þér“

Geðveiki, handanlíf, neysla, ofbeldi, áföll, ást, frelsi, list, þess- og hinseginleiki. Þetta eru allt dæmi um þemu og átakapunkta í bókinni Drottningin á Júpíter – absúrdleikhús Lilla Löve eftir Júlíu Margréti Einarsdóttur. Um er að ræða fyrstu skáldsögu höfundar sem kom út árið 2018 en áður hefur Júlía gefið út ljóðabókina Jarðaberjatungl og smásöguna Grandagallerí. Drottningin á Júpíter minnir mig einna helst á Yosoy Guðrúnar Evu Mínervudóttur. Báðar sögurnar innihalda martraðakennda fjöllistahópa sem draga fram ýmsa þætti í mannlegu eðli.

„Þegar þér finnst veröldin þrengja að þér skaltu sprengja hana utan af þér“ Read More »

Fréttabréf formanns – Af nemendafélagsstörfum Torfhildar í heimsfaraldri

Nóvember 2020. Skammdegið er að leggjast á með fullum þunga, Zoom þokan liggur yfir öllu og Uglu tilkynningarnar eru farnar að renna saman. Það er áhugavert að reka nemendafélag á tímum sem þessum. Að sumu leyti auðveldara en að mörgu leyti miklu erfiðara. Ég á að minnsta kosti nóg efni í sjálfshjálparbókina 100 leiðir til að aflýsa viðburðum (og bið útgefendur hér með um að mynda einfalda röð). Við í stjórn Torfhildar, nemendafélags bókmenntafræðinema, náðum að halda einn viðburð og einn nefndarfund í persónu áður en smitum fór að fjölga í samfélaginu og líf okkar allra færðist yfir í samanþjappaða mynd á Internetið.

Fréttabréf formanns – Af nemendafélagsstörfum Torfhildar í heimsfaraldri Read More »

Kjánaleg fantasía fyrir gagnkynhneigða unglingspilta orðin að feminískri költ mynd. Jennifer’s Body (2009)

Þegar kvikmyndin Jennifer’s Body var frumsýnd í kvikmyndahúsum árið 2009 var hún ákveðið flopp. Hún fékk slæma útreið gagnrýnenda og skilaði litlu í kassann. En nú rúmlega tíu árum seinna hefur hún öðlast nýtt líf. Internetið geymir fullt af góðum dómum, margir lofa hana sem gleymda klassík. Er Jennifer’s Body allt í einu orðin góð? Eða var hún kannski bara góð allan tímann?

Kjánaleg fantasía fyrir gagnkynhneigða unglingspilta orðin að feminískri költ mynd. Jennifer’s Body (2009) Read More »

mask, couple, kiss

Kófið

Nú þrengir að samfélagi svo varla sést í næstu stiku á veginum í átt að því sem verður. Nú þrengir að sviðslistastofnunum, þessum musterum listanna svo heilu leikhúsin sitja nú út í vegkanti og bíða eftir því að rofi til. Tjöldin eru dregin fyrir. Ljósin eru slökkt. Í fyrsta þokumistri kófsins var fólginn mikill kraftur. Þjóðin var slegin niður, listastofnunum skellt í lás. Hinn alræmdi sameiningarandi smáþjóðar sætti sig við tekjumissi, verkefnaniðurföll og frestanir. Kláraði þetta í einni átakslotu og rauk svo út í sumarið sem kálfur að vori. Með haustinu var þjóðin slegin niður aftur og þegar það gerist getur verið þrautinni þyngri að taka því, bera sig vel og að koma sér aftur á lappir. Sameiningarandinn fer nú huldu höfði og í hans stað ber á vonleysi og þreytu. Þetta er nefnilega ekkert grettistak heldur langtímaverkefni.

Kófið Read More »