Þrjár hækur

Þrjár hækur

 

sú þórðargleði

er ruddalegur maður

missir af strætó

 

sleppi blöðrunni

leyfi henni að njóta

himintunglanna

 

sólin og tunglið

hverfa en þó haggast ei

plastpoki í tré

 

 

Hæka (japanska: haiku) er japanskur bragarháttur sem má rekja aftur til 16. aldar. Hæka hefur þrjár ljóðlínur og samtals 17 atkvæði sem skiptast þannig að fyrsta og þriðja lína innihalda fimm atkvæði hvor en miðlínan hefur sjö atkvæði. Hækur hafa almennt hvorki rím né stuðla og eru iðulega án titils. Hefðbundnar hækur eru náttúruljóð sem innihalda vísun í eina af fjórum árstíðum en mjög mismunandi er hversu náið nútímahækur fylgja því.