Admin

Gula veggfóðrið er víða

Smásagan Gula veggfóðrið (The Yellow Wallpaper) eftir Charlotte Perkins Gilman kom út árið 1892 og olli vissu fjaðrafoki þegar hún kom út. Sagan er fyrstu persónu frásögn af konu sem virðist vera að upplifa taugaáfall eftir barnsburð. Hún er öllum stundum lokuð inni í herbergi með byrgðum gluggum, annað hvort á hæli eða í heimahúsi. Það skiptir þó ekki öllu máli, enda er raunverulegt sögusviðið í huga aðalsöguhetjunnar. Hún gerir sér grein fyrir því að hún skynjar raunveruleikann öðruvísi en til dæmis eiginmaður hennar, sem jafnframt er læknir hennar. Samkvæmt honum þjáist hún af tímabundinni móðursýki. Í dag myndi það ástand sem hún upplifir í sögunni líklega kallast fæðingarþunglyndi – eða geðrof.

Gula veggfóðrið er víða Read More »

Æska Kamölu Harris og áhrifavaldurinn Shyamala Gopalan

Móðir Kamölu Harris, Shyamala Gopalan sagði einhverju sinni við dóttur sína: „Vertu fyrst til að gera góða hluti, þú hefur allt sem til þarf“. Orð móður hennar höfðu sterk áhrif á Kamölu, sem nú verður fyrst kvenna til að gegna embætti varaforseta Bandaríkjanna þegar hún verður sett í embætti þann 20. janúar 2021. Árið 2019 gaf Kamala Harris út bókina „The Truths We Hold – An American Journey” en þar helgar hún móður sinni drjúgan hluta frásagnarinnar. Mikið hefur verið ritað um Kamölu sjálfa en athyglisvert er að skoða hvar rætur hennar liggja. Shyamala Gopalan-Harris, móðir Kamölu, var merkileg kona fyrir margra hluta sakir og dóttirin lítur á hana sem sína stærstu fyrirmynd.

Æska Kamölu Harris og áhrifavaldurinn Shyamala Gopalan Read More »

Christine de Pizan: „Mesta óhamingja að hafa verið sett á jörðina í líkama konu“

Christine situr á bókasafninu sínu. Hún grípur bók að lesa sér til yndisauka, en yndi hennar og gleði minnka heldur við lesturinn. Henni þykir leiðinlegt hversu konur fá slæma útreið í bókinni og hún leiðir hugann að því hvers vegna flestir rithöfundar og karlmenn yfirhöfuð, skrifa niðrandi um konur. Ekki bara einn eða tveir, heldur virðist ekki skipta máli hvort það eru heimspekingar, skáld eða ræðumenn. Orðræðan er öll af svipuðum meiði og þeir komast að þeirri niðurstöðu að konan sé lastafull vera. Hún fellur í þunga þanka og veltir fyrir sér hvort þetta geti verið rétt, að allar konurnar sem hún þekki fyrir gott eitt, séu í rauninni svona meingallaðar? Svo hljóti að vera fyrst svona margir gáfaðir, menntaðir og frægir menn tali með slíkum hætti um konur. Varla fara þeir með rangt mál?

Christine de Pizan: „Mesta óhamingja að hafa verið sett á jörðina í líkama konu“ Read More »

concert, crowd, audience

T. S. Eliot og lágmálsbrot íslenskrar dægurtónlistar

„Skáldskapur er lifandi heild alls þess skáldskapar sem ortur hefur verið“ sagði T. S. Eliot í kenningum sínum um hefðarhugtakið. Hann sagði enn fremur að til þess að tryggja sér sess í þessu heildarsafni ritaðra texta verði verk að vera tímalaust. Hvað þýðir það? Jú, skáldinu ber að miðla í verkum sínum tímalausum sannindum, umbreyta sammannlegum gildum og átökum yfir í myndir og orð og slíta þar með sína eigin persónu, líf og umhverfi frá verkinu. Skáldið skal iðka sífellda sjálfstjórn og útþurrkun á eigin persónuleika. Þannig og aðeins þannig hljóti verk sess sinn í þessu heildarsafni skáldskapar og lifir af allar mannlegar og samfélagslegar hræringar. Forsenda þessarar ópersónulegu tjáningar skáldsins er svo sú að skáldskapur sé ekki tilfinningaleg útrás höfundar heldur beri skáldinu að miðla raunum sínum og upplifunum á tilvistinni á vitrænan hátt og höfða þar með til skilnings lesandans, alls ekki tilfinninga.

T. S. Eliot og lágmálsbrot íslenskrar dægurtónlistar Read More »

5 hlutir sem krabbameinið kenndi mér

Ég greindist með krabbamein í byrjun árs, 2016, þegar 33 ára. Þrátt fyrir að hafa verið lengi veik og legið inn á spítala þar á undan kom þessi greining eins og þruma úr heiðskíru lofti. Eins og margir aðrir taldi ég mig nánast ódauðlega. Áður en ég veiktist var ég óstöðvandi og fannst ég alltaf þurfa að standa mig fullkomlega í öllu sem ég tók mér fyrir hendur. Ég var metnaðarfull og lifði hratt en taldi mig lifa heilbrigðu lífi. Hreyfði mig mikið og borðaði fjölbreytta fæðu. En ég held að það hafi verið þessar óraunhæfu kröfur sem ég gerði hafi orðið mér að falli að ég hafi brunnið út áður en ég veiktist af lífshættulegum sjúkdómi. Að auki var ég með undirliggjandi áfallastreituröskun sem ég reyndi að horfa fram hjá með því að hafa alltaf nóg fyrir stafni. Ég var greind með krabbamein á lokastigi og ætti tæknilega séð ekki að vera á lífi miðað við þær lífslíkur sem mér voru gefnar. En hvað kenndi þessi reynsla mér og hvaða bækur reyndust vel?

5 hlutir sem krabbameinið kenndi mér Read More »

Brynja úr blómum: Um Hayley Williams og hljómplötuna Petals for Armor

Hayley Nichole Williams fæddist þann 27. desember árið 1988 í Mississippifylki í Bandaríkjunum en flutti með móður sinni til Tennesse árið 2002 og býr þar enn í dag. Williams er best þekkt fyrir að vera söngkona og textahöfundur hljómsveitarinnar Paramore, sem hún stofnaði aðeins 15 ára að aldri. Hún hefur þó einnig ljáð öðrum listamönnum rödd sína á ferlinum. Til að mynda söng hún inn á smellinn Airplaines (2010) með rapparanum B.o.B., Stay the Night (2013) með Zedd og Bury It (2016) með hljómsveitinni Chvrches. Það var þó ekki fyrr en í byrjun þessa árs sem Williams gaf út sína fyrstu sólóplötu, Petals for Armor. Platan samanstendur af 15 lögum sem hún gaf út í þremur hlutum, 5 lögum í senn. Titilinn segir Williams vera vísun í það að besta leiðin fyrir hana til þess að vernda sig er að vera viðkvæm og er hann einnig í samræmi við eitt af helstu þemum plötunnar sem er kvenleiki en Williams tengir hann mikið við blóm.

Brynja úr blómum: Um Hayley Williams og hljómplötuna Petals for Armor Read More »

aurora borealis, dark, night

Ljóð

Lítil sál fýkur framhjá
Þú reynir að grípa hana
en guð vill eiga hana
fyrir sjálfan sig

Andartak
við skulum semja

hjarta fyrir hjarta
auga fyrir auga
nef fyrir nef
munn fyrir munn

Ljóð Read More »

Hálfhrunið blámálað timburhús; Um Lendar elskhugans eftir Vigdísi Grímsdóttur

Þegar það kemur að ljóðverkum þá á ég mér eina uppáhalds bók, en það er ljóðabálkurinn Lendar elskhugans eftir Vigdísi Grímsdóttur sem kom fyrst út árið 1991. Verkið var hennar seinni ljóðabók en Vigdís hafði áður sent frá sér tvær skáldsögur og tvö smásagnasöfn. Ljóðabók þessi var fyrsta verkið sem ég las eftir Vigdísi í heild sinni og komst skáldið fljótt ofarlega á lista minn yfir uppáhaldshöfunda. Ástæða þess er sú að á bak við yfirborðsmyndina sem Vigdís málar má greina eins konar örvæntingu og djúpa náttúrudýrkun, sem heillar mig ávallt hvað mest við bókmenntir.

Hálfhrunið blámálað timburhús; Um Lendar elskhugans eftir Vigdísi Grímsdóttur Read More »