Gula veggfóðrið er víða
Smásagan Gula veggfóðrið (The Yellow Wallpaper) eftir Charlotte Perkins Gilman kom út árið 1892 og olli vissu fjaðrafoki þegar hún kom út. Sagan er fyrstu persónu frásögn af konu sem virðist vera að upplifa taugaáfall eftir barnsburð. Hún er öllum stundum lokuð inni í herbergi með byrgðum gluggum, annað hvort á hæli eða í heimahúsi. Það skiptir þó ekki öllu máli, enda er raunverulegt sögusviðið í huga aðalsöguhetjunnar. Hún gerir sér grein fyrir því að hún skynjar raunveruleikann öðruvísi en til dæmis eiginmaður hennar, sem jafnframt er læknir hennar. Samkvæmt honum þjáist hún af tímabundinni móðursýki. Í dag myndi það ástand sem hún upplifir í sögunni líklega kallast fæðingarþunglyndi – eða geðrof.
Gula veggfóðrið er víða Read More »