Tvö ljóð eftir barnið í mér

svo vaknaði hún (endir)

 

sögur eru draumar

og svo vaknar maður

 

í sögum eru draugar

en svo vaknar maður

 

dagurinn er draumur

og svo sofnar maður

 

maðurinn er saga:

 

einu sinni var

en síðan aldrei meir

því það var bara draumur

 

og svo vaknar maður

(draugur)

hún elskar mig / hún elskar mig ekki

 

blómið okkar:

biðukolla í snjóstormi