Ljóð

Ljóð

í vetrardvala undir þykku ullarteppi

fela naktar greinarnar sig

í vegarkantinum liggja frosin fötin

gul og svört

kæruleysislega flýgur fugl á grein

og reynir að líma þau á trén

en brotna í þúsund mola

norðurljósin flissa hæðnislega

þegar sólin reynir að brjótast fram

eins og vorboði

Skuggi

Köngurvofur skriðu inn um hálsmálið 

 

Þær tóku sér bólfestu

þær eiga heima þar

Þær komast ekki út

 

Skuggi vefaranna þekur líkamann

 

hann er gegnsær og kaldur

eins og holdlaust hjarta

hamskipti

Fok

Lítil sál fýkur framhjá

Þú reynir að grípa hana

en guð vill eiga hana

fyrir sjálfan sig

 

Andartak

við skulum semja

 

hjarta fyrir hjarta

auga fyrir auga

nef fyrir nef

munn fyrir munn