October 2020

Viðtal við Gerði Kristnýju: Fellur aldrei verk úr hendi

Árið 1994 kom út ljóðabókin Ísfrétt eftir Gerði Kristnýju. Henni var stillt út í glugga Máls- og menningar á Laugavegi 18, lítilli ljóðabók eftir unga konu sem síðar átti eftir að verða eitt fremsta nútímaskáld íslensku þjóðarinnar. Það vissi það enginn þá en þessi bók með sínum tuttugu ljóðum kom Gerði Kristnýju af stað í heimi bókmenntanna.

Viðtal við Gerði Kristnýju: Fellur aldrei verk úr hendi Read More »

Rithöfundafordómar

Heima hjá mér eru til að minnsta kosti hundrað bækur eftir Stephen King. Maðurinn minn hefur lesið þær allar, sumar oftar en einu sinni. Allt þetta bókaflóð eftir sama höfundinn fór í taugarnar á mér því bækur eru plássfrekar. Þetta átti eftir að versna, því stundum hurfu á dularfullan hátt bækur úr bókahillunni og í staðinn læddist ein og ein skrudda eftir Stephen King í auða plássið.

Rithöfundafordómar Read More »

Frá Lord Byron til Fimmtíu grárra skugga: Hvernig ein bústaðarferð varð að BDSM-bókaseríu 200 árum síðar

Í byrjun 19. aldar dvöldu fimm vinir saman í sumarbústað í Sviss. Þessi bústaðarferð varð til þess að Dr. John William Polidori skrifaði og gaf út The Vampyre árið 1819, en hún er af mörgum talin hafa lagt grunninn að vampírubókmenntagreininni eins og við þekkjum hana í dag.

Frá Lord Byron til Fimmtíu grárra skugga: Hvernig ein bústaðarferð varð að BDSM-bókaseríu 200 árum síðar Read More »

Dauðastjarnan: Um Clarice Lispector og Stund stjörnunnar

Rétt áður en hin goðsagnarkennda Clarice Lispector kvaddi þessa jörð gaf hún út sína tíundu skáldsögu, Stund stjörnunnar (1977). Í þessari skáldsögu Lispector mætast hæfileikar hennar og sérviska á þann hátt sem er lýsandi fyrir ritferil hennar, kvíðinn sem fylgir því að skrifa en á sama tíma þörfin sem knýr hana áfram.

Dauðastjarnan: Um Clarice Lispector og Stund stjörnunnar Read More »

Duchenne og ég

Nýtt fræðirit um Duchenne sjúkdóminn. Bókin Duchenne og ég var gefin út á dögunum í þýðingu Huldu Bjarkar Svansdóttur. Útgáfuhóf var 7. september sl. í tilefni af alþjóðlega Duchenne deginum sem haldinn var hátíðlegur í fyrsta sinn á Íslandi.

Duchenne og ég Read More »

moss, rock, iceland

Náttúran og mannöldin

Með hugtakinu mannöld, er verið að vísa í tímabil í jarðsögunni þar sem áhrif athafna mannsins eru greinileg og er þá nærtækast að tala um hlýnun jarðar. Fólk greinir á um hvenær mannöldin byrjar. Í bókmenntum er hugtakið mannöld notað mest í sambandi við vistrýni þar sem mannkynið og náttúran er sem ein heild og íróníuna, ljótleikann og fegurðina sem getur falist í því.

Náttúran og mannöldin Read More »

Enola Holmes

Kvikmyndin byggir á fyrstu bók hennar af sex í seríu um hina 16 ára gömlu Enolu Holmes (Millie Bobby Brown), yngri systur hins fræga einkaspæjara Sherlock Holmes (Henry Cavill). Í upprunalegu bókum rithöfundarins Sir Arthur Conan Doyle um Sherlock Holmes er þó ekki minnst á neina systur, aðeins eldri bróður hans Mycroft en Enola Holmes er þó að engu að síður skemmtileg viðbót við Holmes fjölskylduna.

Enola Holmes Read More »

Pottaplöntur og Lao Tse

Þegar faraldurinn skall á okkur síðasta vetur, neyddust mörg okkar til þess að breyta lífsstílnum. Við fórum að vinna meira heima, elda meira heima og dvelja meira heima. Það má segja að veröldin sjálf hafi hægt á sér. Allt varð rólegra, fáir voru á ferðinni og nánast engir á ferðalögum. Bakstur varð vinsæll og pottaplöntuæði greip landann. Margir þustu í blómabúðir og hinar og þessar pottaplöntum seldust í bílförmum því nú átti að skreyta nærumhverfið.

Pottaplöntur og Lao Tse Read More »

Bókatitillinn kom á ísrúnti

Kristinn Rúnar Kristinsson er fæddur og uppalinn í Kópavogi og býr þar enn 31 árs að aldri. Kristinn greindist með geðhvörf árið 2009 þegar hann var tvítugur en fjallaði fyrst opinskátt um veikindin sín árið 2014. Síðan þá hefur hann barist fyrir réttindum fólks með geðsjúkdóma og opnað umræðuna með það að leiðarljósi að fræða almenning og uppræta fordóma.

Bókatitillinn kom á ísrúnti Read More »