October 2020

Syndaflóðið: Uppáhaldssaga mannkynsins

Við þekkjum flest söguna af syndaflóðinu, þegar Guð lét stórflóð ganga yfir jörðina í refsingarskyni og gjöreyddi lífi á jörðinni vegna synda mannkyns og nýtt, betra mannkyn spratt síðan upp. Þjóðsagnafræðingurinn Alan Dundes sagði í bók sinni The Flood Myth (1988) að af öllum goðsögum í heiminum hafi engin önnur fengið jafn mikla athygli í gegnum aldirnar og sagan af syndaflóðinu. Goðsögnin er ein sú útbreiddasta sem þekkist í heiminum en hana má finna í öllum heimshlutum, jafnvel þar sem ólíklegt eða ómögulegt er að flóð eigi sér stað. Enn þann dag í dag höldum við áfram að segja þessa sögu, en hvers vegna?

Syndaflóðið: Uppáhaldssaga mannkynsins Read More »

Dagbækur í tónlistarformi: Veröld Frankie Cosmos

Þrátt fyrir ungan aldur á hin 26 ára bandaríska indí-popp tónlistarkonan Greta Kline, betur þekkt undir sviðsnafninu Frankie Cosmos, að baki sér á fimmta tug netstuttskífa sem flestar eru að finna á tónlistarveitunni Bandcamp. Í seinni tíð hefur hún einnig gefið út fjögur stúdíó albúm og tvær smáskífur sem finna má á Spotify og hafa notið töluverðra vinsælda.

Dagbækur í tónlistarformi: Veröld Frankie Cosmos Read More »

Áhrif Covid á menninguna

Menning Íslendinga er mikilvægur partur af samfélaginu. Flestir sem „gefa okkur“ þessa menningu eru verktakar. Helsta tónlistarfólkið, kvikmyndagerðarfólk, rithöfundar og listafólk eru hvergi á föstum launum. Leikhús, tónleikar og listasýningar hafa stöðvast alveg vegna þess heimsfaraldurs sem nú geisar. Hins vegar er kvikmyndagerðin enn að störfum með ýmsum breytingum.

Áhrif Covid á menninguna Read More »

Hið ósýnilega sköpunarferli dagskrárgerðar

Hið ósýnilega sköpunarferli sem fer fram áður en verk fær að líta dagsins ljós hefur ávallt heillað mig. Því vakna ávallt endalausar spurningar upp hjá mér á borð við: Á hvaða kafla byrjaði rithöfundurinn? Hvort kom á undan, bakgrunnurinn eða smáatriðin? Hversu langan tíma tók verkið og hverju var sleppt. Þetta hulda ferli býr í öllum hlutum og þá ekki síst í menningarlegum verkum á borð við sjónvarps- og útvarpsþætti.

Hið ósýnilega sköpunarferli dagskrárgerðar Read More »

Þriðji póllinn

Opnunarmyndin á RIFF 2020 var heimildarmyndin Þriðji póllinn, sem sýnd er í þremur kvikmyndahúsum. Myndin er að mestu tekin í fjarlægu landi þar sem fílarnir ganga í takt en þetta land er Nepal í Suður Asíu. Tveir sögumenn fjalla um lífshlaup sitt, það eru þau Anna Tara Edwards og Högni Egilsson, sem eiga það sameiginlegt að vera greind með geðhvarfasýki.

Þriðji póllinn Read More »

Gugga Lísa

Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir með listamanns nafnið Gugga Lísa, er tónlistarmaður sem fangar hlustandann með undurfagurri rödd sinni og tónlist sem snertir sálina. Ég kynntist Guðbjörgu á nýnemadegi stjórnmálafræðideildar HÍ, haustið 2017. Það var strax augljóst að þar væri á ferðinni stór persónuleiki með mikla útgeislun og sterka nærveru.

Gugga Lísa Read More »