AnnaMaria

Hálfhrunið blámálað timburhús; Um Lendar elskhugans eftir Vigdísi Grímsdóttur

Þegar það kemur að ljóðverkum þá á ég mér eina uppáhalds bók, en það er ljóðabálkurinn Lendar elskhugans eftir Vigdísi Grímsdóttur sem kom fyrst út árið 1991. Verkið var hennar seinni ljóðabók en Vigdís hafði áður sent frá sér tvær skáldsögur og tvö smásagnasöfn. Ljóðabók þessi var fyrsta verkið sem ég las eftir Vigdísi í heild sinni og komst skáldið fljótt ofarlega á lista minn yfir uppáhaldshöfunda. Ástæða þess er sú að á bak við yfirborðsmyndina sem Vigdís málar má greina eins konar örvæntingu og djúpa náttúrudýrkun, sem heillar mig ávallt hvað mest við bókmenntir.

Hálfhrunið blámálað timburhús; Um Lendar elskhugans eftir Vigdísi Grímsdóttur Read More »

Lúpína; yfirgnæfandi náttúra

Hugmyndin um lúpínuna sem nýlenduherra vaknaði fyrst þegar ég sat námskeiðið Náttúrulandfræði haustið 2018. Þar sat ég alla önnina og hlýddi á ýmsa fyrirlestra um íslenskan jarðveg þar sem lúpínan barst ávallt til tals, alveg sama um hvað ræddi. Við ræddum hvernig innflutta jurtin er í eðli sínu ágeng en engum hefði dottið það í hug að hún myndi sölsa undir sig allan annan gróður og hernema landið. Vegna þess að í Alaska, þar sem lúpínan er upprunnin, bindur hún jarðveginn og víkur svo fyrir öðrum gróðri svo áhrif hennar á vistkerfið eru í raun mjög gagnleg. Og í ljósi þess að íslenski jarðvegurinn var (og er enn) í krísu þótti það tilvalið að flytja plöntuna inn og sá henni út um allt land til landgræðslu. En þar sem Alaskalúpínan nær sér á strik myndar hún þéttar breiður og gjörbreytir eiginleikum jarðvegsins og gróðurfari. Tegundir sem þar áður voru hörfa fyrir henni og þekja þeirra minnkar (Náttúrufræðistofnun Íslands).

Lúpína; yfirgnæfandi náttúra Read More »

Eitt lítið jólalag

Í geisladiskadrifinu í bílnum mínum lifir Michael Bublé allt árið. Þar bíður hann þolinmóður í 10 mánuði til þess að láta ljós sitt skína yfir myrkustu vetrarmánuðina. Fyrr í kvöld var ég að keyra heim frá systur minni þegar ég mundi eftir honum Búbba mínum. Ég setti því diskinn af stað og við tók dýrlegur bjölluhljómur sem fyllti litlu súkkuna mína með anda jólanna.

Í stað þess að keyra beinustu leið heim ákvað ég að taka lengri leiðina. Svo ég beygði upp á Snorrabraut og niður Laugaveginn.

Eitt lítið jólalag Read More »

fox, cubs, cute

Rebbar að leik

Það er eitthvað öðruvísi við daginn í dag, einhver ný lykt í loftinu. Litlu rebbarnir klöngrast upp úr niðurgrafinni holunni og skjótast út í morguninn. Grasið er enn þá rakt eftir nóttina og litlu rauðu loppurnar verða samstundis moldugar. Það er svo margt að skoða, því núna er kominn maí og blómin hafa sprungið út. Tófan skríður tignarlega út á eftir yrðlingunum þremur og fylgist með þeim álengdar. Hún truflar ekki leik þeirra. Hún veit að þeir fara sér ekki að voða, svo lengi sem hún hefur auga með þeim.

Rebbar að leik Read More »

Kona í hvarfpunkti

Ef það er einhver bók sem ég mæli með fyrir alla þá er það Kona í hvarfpunkti eftir geðlækninn og baráttukonuna Nawal El Saadawi. Bókin var fyrst gefin út árið 1975 og hlaut góðar viðtökur þrátt fyrir að hafa verið bönnuð í heimalandi El Saadawi, Egyptalandi, sökum umfjöllunarefnisins hennar. Nýlega var bókin gefin út í íslenskri þýðingu Elísu Bjargar Þorsteinsdóttur af Angústúru sem hluti af seríunni ,,bækur í áskrift“. Kona í hvarfpunkti greinir frá veruleika kvenna í Egyptalandi á síðustu öld, og líklega enn þann dag í dag á sumum stöðum. Sagt er frá ungri og efnilegri stúlku, Firdaus, sem neyðist til þess að gerast vændiskona og endar í fangelsi fyrir morð. Sagan veitir innsýn í þann harða heim þar sem konum er kerfisbundið haldið niðri og þar að auki beittar andlegu og líkamlegu ofbeldi.

Kona í hvarfpunkti Read More »

Hið ósýnilega sköpunarferli dagskrárgerðar

Hið ósýnilega sköpunarferli sem fer fram áður en verk fær að líta dagsins ljós hefur ávallt heillað mig. Því vakna ávallt endalausar spurningar upp hjá mér á borð við: Á hvaða kafla byrjaði rithöfundurinn? Hvort kom á undan, bakgrunnurinn eða smáatriðin? Hversu langan tíma tók verkið og hverju var sleppt. Þetta hulda ferli býr í öllum hlutum og þá ekki síst í menningarlegum verkum á borð við sjónvarps- og útvarpsþætti.

Hið ósýnilega sköpunarferli dagskrárgerðar Read More »

Dauðastjarnan: Um Clarice Lispector og Stund stjörnunnar

Rétt áður en hin goðsagnarkennda Clarice Lispector kvaddi þessa jörð gaf hún út sína tíundu skáldsögu, Stund stjörnunnar (1977). Í þessari skáldsögu Lispector mætast hæfileikar hennar og sérviska á þann hátt sem er lýsandi fyrir ritferil hennar, kvíðinn sem fylgir því að skrifa en á sama tíma þörfin sem knýr hana áfram.

Dauðastjarnan: Um Clarice Lispector og Stund stjörnunnar Read More »

landscape, change, climate

Hrakspár og loftslagsklám

Hrakspár og yfirvofandi heimsendir hafa lengi þótt spennandi umfjöllunarefni innan bókmennta- og kvikmyndaheimsins. En á síðustu þrjátíu árum hefur bókmenntagreinin ,,climate fiction“ eða ,,cli-fi“ orðið sívinsælli í ljósi aukinnar umræðu um loftslagsbreytingar. En hafa slík verk jákvæð áhrif á baráttuna við hamfarahlýnun?

Hrakspár og loftslagsklám Read More »