Viðtal

Viðtal við Gerði Kristnýju: Fellur aldrei verk úr hendi

Árið 1994 kom út ljóðabókin Ísfrétt eftir Gerði Kristnýju. Henni var stillt út í glugga Máls- og menningar á Laugavegi 18, lítilli ljóðabók eftir unga konu sem síðar átti eftir að verða eitt fremsta nútímaskáld íslensku þjóðarinnar. Það vissi það enginn þá en þessi bók með sínum tuttugu ljóðum kom Gerði Kristnýju af stað í heimi bókmenntanna.

Viðtal við Gerði Kristnýju: Fellur aldrei verk úr hendi Read More »

Pottaplöntur og Lao Tse

Þegar faraldurinn skall á okkur síðasta vetur, neyddust mörg okkar til þess að breyta lífsstílnum. Við fórum að vinna meira heima, elda meira heima og dvelja meira heima. Það má segja að veröldin sjálf hafi hægt á sér. Allt varð rólegra, fáir voru á ferðinni og nánast engir á ferðalögum. Bakstur varð vinsæll og pottaplöntuæði greip landann. Margir þustu í blómabúðir og hinar og þessar pottaplöntum seldust í bílförmum því nú átti að skreyta nærumhverfið.

Pottaplöntur og Lao Tse Read More »

Bókatitillinn kom á ísrúnti

Kristinn Rúnar Kristinsson er fæddur og uppalinn í Kópavogi og býr þar enn 31 árs að aldri. Kristinn greindist með geðhvörf árið 2009 þegar hann var tvítugur en fjallaði fyrst opinskátt um veikindin sín árið 2014. Síðan þá hefur hann barist fyrir réttindum fólks með geðsjúkdóma og opnað umræðuna með það að leiðarljósi að fræða almenning og uppræta fordóma.

Bókatitillinn kom á ísrúnti Read More »

jesus, god, holy spirit

Er Biblían kannski glæpasaga?

Guðmundur Karl, sóknarprestur í Lindakirkju í Kópavogi bendir á að bókmenntir Biblíunnar birti sjálfan trúararfinn og fullkomlega eðlilegt sé að lesa þær út frá öllum þeim mannlegu mælikvörðum sem til eru, til dæmis sagnfræði, fornleifarannsóknum, trúarlegri ritskýringu og með aðferðum bókmenntafræðinnar. Það má skipta ritunum upp í hina ýmsu flokka eftir inntaki; t.d. bókmenntaformi, sögulegum uppruna, ljóðrænum ritum, ættfræði og svo má lengi telja. En er hægt að flokka Biblíuna sem glæpasögu að einhverju leyti?

Er Biblían kannski glæpasaga? Read More »

Lýðfræði

Fræðimenn hafa skapað ótal fræði í gegnum tíðina. Flest eru þessi fræði til þess að skilja manneskjuna betur og um leið fræðast um okkur sjálf. Lýðfræði eru einmitt þau fræði sem hafa tekið manneskjuna til skoðunar, eða réttara sagt tengsl hennar og mannfjöldans. Dr. Ari Klængur Jónsson hefur mikinn áhuga á lýðfræðum en hann hefur lokið doktorsnámi sínu við Stockholm University og útskýrir fyrir okkur aðeins nánar hvað liggur að baki lýðfræðarinnar.

Lýðfræði Read More »

Af pönkurum og prúðu fólki. Á R6013 er jaðarinn breiður

Þú ert kominn á tónleikastað Ægis Sindra Bjarnasonar, tónlistarmanns og útgefanda. Hér á jaðartónlistarsena Reykjavíkur sér samastað, algjör suðupottur ólíkra tónlistarstefna. Húsið er í eigu fjölskyldunnar og ævintýrið hófst á því að Ægi vantaði æfingapláss og því kom hann sér fyrir í bílskúrinn sem smám saman breyttist í þennan fína tónleikakjallara.

Af pönkurum og prúðu fólki. Á R6013 er jaðarinn breiður Read More »

“Sjúklega” gaman að skrifa lokaritgerðir

Kristín Arna Jónsdóttir Elísa Jóhannsdóttir er menntaður bókmenntafræðingur frá Háskóla Íslands. Frá því að hún útskrifaðist hefur hún fengist við ýmislegt, meðal annars skrifað unglingabók, sem hún hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin fyrir, þýtt verk, setið í ritstjórnum og fleira. Elísa er fædd árið 1978 og uppalin í Kópavogi og Álaborg í Danmörku. Nú er hún búsett

“Sjúklega” gaman að skrifa lokaritgerðir Read More »

Prentsmiðjan Guðjón Ó.

Kristín Arna Jónsdóttir Prentsmiðja Guðjóns Ó. er vistvæn prentsmiðja sem hlaut umhverfisvottun Svansins fyrir 20 árum síðan. Á þessum tíma voru ekki margir í prentgeiranum að huga að þessum málum hér á landi og má því segja að prentsmiðja Guðjóns Ó. hafi rutt veginn fyrir hina sem á eftir komu. Að gerast umhverfisvæn prentsmiðja krafðist

Prentsmiðjan Guðjón Ó. Read More »

Arnar Gunnarsson kynningarstjóri Forlagsins

Kynningarstjóri Forlagsins

Sunneva Kristín Sigurðardóttir Sunneva Kristín hitti Arnar Gunnarsson á Brikk: brauð og kaffi í hádeginu 30. október síðastliðinn. Gæddu þau sér á brauði og súpu og ræddu um jólabókaflóðið í ár. Arnar er kynningarstjóri Forlagsins og eru þetta fyrstu bókajólin hans hjá fyrirtækinu. Mikið er að gera hjá Arnari, enda margar bækur að koma út á

Kynningarstjóri Forlagsins Read More »