Tvö ljóð eftir barnið í mér
hún elskar mig / hún elskar mig ekki
blómið okkar:
biðukolla í snjóstormi
Tvö ljóð eftir barnið í mér Read More »
hún elskar mig / hún elskar mig ekki
blómið okkar:
biðukolla í snjóstormi
Tvö ljóð eftir barnið í mér Read More »
Lítil sál fýkur framhjá
Þú reynir að grípa hana
en guð vill eiga hana
fyrir sjálfan sig
Andartak
við skulum semja
hjarta fyrir hjarta
auga fyrir auga
nef fyrir nef
munn fyrir munn
I.
Manstu eftir deginum sem sólin skein?
-Vorum við saman þá?
Nei við þekktumst ekki þá
voru bara saman
á sitthvorum staðnum
undir sólinni bæði
Hæka (japanska: haiku) er japanskur bragarháttur sem má rekja aftur til 16. aldar. Hæka hefur þrjár ljóðlínur og samtals 17 atkvæði sem skiptast þannig að fyrsta og þriðja lína innihalda fimm atkvæði hvor en miðlínan hefur sjö atkvæði. Hækur hafa almennt hvorki rím né stuðla og eru iðulega án titils. Hefðbundnar hækur eru náttúruljóð sem innihalda vísun í eina af fjórum árstíðum en mjög mismunandi er hversu náið nútímahækur fylgja því.
[…]og nú er eflaust einhver fuglanna
sem þekkir ekki muninn á
brauðsneið og ástarjátningu
með magapínu yfir
óheppilegu orðalagi mínu[…]