Úr ljóðasafninu

Eftirfarandi ljóð eru úr ljóðasafni mínu sem mun koma út á næsta ári, 2021. Ég birti stundum ljóð eftir sjálfa mig á Instagram síðu minni: @raggagudmund

sifjar


það er skrítið, eflaust pínu sjúkt

hvernig ég leyfi þér að særa mig

hvernig ég leyfi þér að leggja mig í rúst

en hika þó ekki að sækja til þín skjól

nú þegar veröld mín skekur allt í kring –

því rödd þín sefar mitt villta hjarta

og faðmur þinn græðir mína tættu sál

bergmál

 

í bergmáli fortíðar minnar

finn ég fyrir þér

 

breytir engu –

þó ég reyni að flýja

 

kafi dýpstu höf

klífi hæðstu tinda

 

þú ert alltaf þar

með mér

 

samtvinnaður

sálu minni

 

innsiglaður

í hjarta mitt

to my love

 

you are the sturdy rock

in my stormy sea

 

you are the anchor

when I drift aimlessly

 

you are the light

in my darkness

 

you are the sweetness

to my bitterness

 

you heal me

with each tender kiss

with each soft touch

with each kind word

with your undying

unfaltering

unconditional love

 

you are the reason

I am not lost

in the wilderness

and alone

in this world

 

you are my love

my life

my everything