December 2020

concert, crowd, audience

T. S. Eliot og lágmálsbrot íslenskrar dægurtónlistar

„Skáldskapur er lifandi heild alls þess skáldskapar sem ortur hefur verið“ sagði T. S. Eliot í kenningum sínum um hefðarhugtakið. Hann sagði enn fremur að til þess að tryggja sér sess í þessu heildarsafni ritaðra texta verði verk að vera tímalaust. Hvað þýðir það? Jú, skáldinu ber að miðla í verkum sínum tímalausum sannindum, umbreyta sammannlegum gildum og átökum yfir í myndir og orð og slíta þar með sína eigin persónu, líf og umhverfi frá verkinu. Skáldið skal iðka sífellda sjálfstjórn og útþurrkun á eigin persónuleika. Þannig og aðeins þannig hljóti verk sess sinn í þessu heildarsafni skáldskapar og lifir af allar mannlegar og samfélagslegar hræringar. Forsenda þessarar ópersónulegu tjáningar skáldsins er svo sú að skáldskapur sé ekki tilfinningaleg útrás höfundar heldur beri skáldinu að miðla raunum sínum og upplifunum á tilvistinni á vitrænan hátt og höfða þar með til skilnings lesandans, alls ekki tilfinninga.

T. S. Eliot og lágmálsbrot íslenskrar dægurtónlistar Read More »

5 hlutir sem krabbameinið kenndi mér

Ég greindist með krabbamein í byrjun árs, 2016, þegar 33 ára. Þrátt fyrir að hafa verið lengi veik og legið inn á spítala þar á undan kom þessi greining eins og þruma úr heiðskíru lofti. Eins og margir aðrir taldi ég mig nánast ódauðlega. Áður en ég veiktist var ég óstöðvandi og fannst ég alltaf þurfa að standa mig fullkomlega í öllu sem ég tók mér fyrir hendur. Ég var metnaðarfull og lifði hratt en taldi mig lifa heilbrigðu lífi. Hreyfði mig mikið og borðaði fjölbreytta fæðu. En ég held að það hafi verið þessar óraunhæfu kröfur sem ég gerði hafi orðið mér að falli að ég hafi brunnið út áður en ég veiktist af lífshættulegum sjúkdómi. Að auki var ég með undirliggjandi áfallastreituröskun sem ég reyndi að horfa fram hjá með því að hafa alltaf nóg fyrir stafni. Ég var greind með krabbamein á lokastigi og ætti tæknilega séð ekki að vera á lífi miðað við þær lífslíkur sem mér voru gefnar. En hvað kenndi þessi reynsla mér og hvaða bækur reyndust vel?

5 hlutir sem krabbameinið kenndi mér Read More »

Brynja úr blómum: Um Hayley Williams og hljómplötuna Petals for Armor

Hayley Nichole Williams fæddist þann 27. desember árið 1988 í Mississippifylki í Bandaríkjunum en flutti með móður sinni til Tennesse árið 2002 og býr þar enn í dag. Williams er best þekkt fyrir að vera söngkona og textahöfundur hljómsveitarinnar Paramore, sem hún stofnaði aðeins 15 ára að aldri. Hún hefur þó einnig ljáð öðrum listamönnum rödd sína á ferlinum. Til að mynda söng hún inn á smellinn Airplaines (2010) með rapparanum B.o.B., Stay the Night (2013) með Zedd og Bury It (2016) með hljómsveitinni Chvrches. Það var þó ekki fyrr en í byrjun þessa árs sem Williams gaf út sína fyrstu sólóplötu, Petals for Armor. Platan samanstendur af 15 lögum sem hún gaf út í þremur hlutum, 5 lögum í senn. Titilinn segir Williams vera vísun í það að besta leiðin fyrir hana til þess að vernda sig er að vera viðkvæm og er hann einnig í samræmi við eitt af helstu þemum plötunnar sem er kvenleiki en Williams tengir hann mikið við blóm.

Brynja úr blómum: Um Hayley Williams og hljómplötuna Petals for Armor Read More »

aurora borealis, dark, night

Ljóð

Lítil sál fýkur framhjá
Þú reynir að grípa hana
en guð vill eiga hana
fyrir sjálfan sig

Andartak
við skulum semja

hjarta fyrir hjarta
auga fyrir auga
nef fyrir nef
munn fyrir munn

Ljóð Read More »

Hálfhrunið blámálað timburhús; Um Lendar elskhugans eftir Vigdísi Grímsdóttur

Þegar það kemur að ljóðverkum þá á ég mér eina uppáhalds bók, en það er ljóðabálkurinn Lendar elskhugans eftir Vigdísi Grímsdóttur sem kom fyrst út árið 1991. Verkið var hennar seinni ljóðabók en Vigdís hafði áður sent frá sér tvær skáldsögur og tvö smásagnasöfn. Ljóðabók þessi var fyrsta verkið sem ég las eftir Vigdísi í heild sinni og komst skáldið fljótt ofarlega á lista minn yfir uppáhaldshöfunda. Ástæða þess er sú að á bak við yfirborðsmyndina sem Vigdís málar má greina eins konar örvæntingu og djúpa náttúrudýrkun, sem heillar mig ávallt hvað mest við bókmenntir.

Hálfhrunið blámálað timburhús; Um Lendar elskhugans eftir Vigdísi Grímsdóttur Read More »

Hvað á að lesa um jólin?

Jólin eru tími kærleiks og friðar en einnig tíminn þegar nýjustu bækurnar flæða inn. Sumir nýta sér það og koma sér vel fyrir með góðri bók í vetrarmyrkrinu. Hér á eftir eru tillögur að tíu bókum til að lesa sem komu með jólabókaflóðinu í ár. Flestar, ef ekki allar, þessar bækur hafa ratað á metsölulista og hafa þó nokkrar þeirra verið tilnefndar til íslensku bókmenntaverðlaunanna.

Hvað á að lesa um jólin? Read More »

„Óskað er eftir kvenkyns starfsfólki á bóndabæ“

Klukkan var að ganga fimm þann 8. júní 1949 þegar strandferðaskipið Esjan sigldi í blíðskaparveðri inn ytri höfnina í Reykjavík. Þó nokkuð af fólki hafði safnast saman á hafnarbakkanum þar sem koma skipsins vakti athygli. Meðal farþega voru 130 ungar þýskar konur og 50 ungir menn. Ungmennin hafa eflaust verið bæði spennt og kvíðin í bland við dálitla ævintýraþrá. Það sem blasti við þeim var nýtt og framandi land og húsakynni í misgóðu ásigkomulagi. Þau vissu lítið um lífið á bóndabæ, en vissu fyrir víst að tungumálið gæti vafist fyrir.

„Óskað er eftir kvenkyns starfsfólki á bóndabæ“ Read More »

Lúpína; yfirgnæfandi náttúra

Hugmyndin um lúpínuna sem nýlenduherra vaknaði fyrst þegar ég sat námskeiðið Náttúrulandfræði haustið 2018. Þar sat ég alla önnina og hlýddi á ýmsa fyrirlestra um íslenskan jarðveg þar sem lúpínan barst ávallt til tals, alveg sama um hvað ræddi. Við ræddum hvernig innflutta jurtin er í eðli sínu ágeng en engum hefði dottið það í hug að hún myndi sölsa undir sig allan annan gróður og hernema landið. Vegna þess að í Alaska, þar sem lúpínan er upprunnin, bindur hún jarðveginn og víkur svo fyrir öðrum gróðri svo áhrif hennar á vistkerfið eru í raun mjög gagnleg. Og í ljósi þess að íslenski jarðvegurinn var (og er enn) í krísu þótti það tilvalið að flytja plöntuna inn og sá henni út um allt land til landgræðslu. En þar sem Alaskalúpínan nær sér á strik myndar hún þéttar breiður og gjörbreytir eiginleikum jarðvegsins og gróðurfari. Tegundir sem þar áður voru hörfa fyrir henni og þekja þeirra minnkar (Náttúrufræðistofnun Íslands).

Lúpína; yfirgnæfandi náttúra Read More »