Brynja úr blómum: Um Hayley Williams og hljómplötuna Petals for Armor
Hayley Nichole Williams fæddist þann 27. desember árið 1988 í Mississippifylki í Bandaríkjunum en flutti með móður sinni til Tennesse árið 2002 og býr þar enn í dag. Williams er best þekkt fyrir að vera söngkona og textahöfundur hljómsveitarinnar Paramore, sem hún stofnaði aðeins 15 ára að aldri. Hún hefur þó einnig ljáð öðrum listamönnum rödd sína á ferlinum. Til að mynda söng hún inn á smellinn Airplaines (2010) með rapparanum B.o.B., Stay the Night (2013) með Zedd og Bury It (2016) með hljómsveitinni Chvrches. Það var þó ekki fyrr en í byrjun þessa árs sem Williams gaf út sína fyrstu sólóplötu, Petals for Armor. Platan samanstendur af 15 lögum sem hún gaf út í þremur hlutum, 5 lögum í senn. Titilinn segir Williams vera vísun í það að besta leiðin fyrir hana til þess að vernda sig er að vera viðkvæm og er hann einnig í samræmi við eitt af helstu þemum plötunnar sem er kvenleiki en Williams tengir hann mikið við blóm.
Brynja úr blómum: Um Hayley Williams og hljómplötuna Petals for Armor Read More »