Unnursteina

Brynja úr blómum: Um Hayley Williams og hljómplötuna Petals for Armor

Hayley Nichole Williams fæddist þann 27. desember árið 1988 í Mississippifylki í Bandaríkjunum en flutti með móður sinni til Tennesse árið 2002 og býr þar enn í dag. Williams er best þekkt fyrir að vera söngkona og textahöfundur hljómsveitarinnar Paramore, sem hún stofnaði aðeins 15 ára að aldri. Hún hefur þó einnig ljáð öðrum listamönnum rödd sína á ferlinum. Til að mynda söng hún inn á smellinn Airplaines (2010) með rapparanum B.o.B., Stay the Night (2013) með Zedd og Bury It (2016) með hljómsveitinni Chvrches. Það var þó ekki fyrr en í byrjun þessa árs sem Williams gaf út sína fyrstu sólóplötu, Petals for Armor. Platan samanstendur af 15 lögum sem hún gaf út í þremur hlutum, 5 lögum í senn. Titilinn segir Williams vera vísun í það að besta leiðin fyrir hana til þess að vernda sig er að vera viðkvæm og er hann einnig í samræmi við eitt af helstu þemum plötunnar sem er kvenleiki en Williams tengir hann mikið við blóm.

Brynja úr blómum: Um Hayley Williams og hljómplötuna Petals for Armor Read More »

Þrjár hækur

Hæka (japanska: haiku) er japanskur bragarháttur sem má rekja aftur til 16. aldar. Hæka hefur þrjár ljóðlínur og samtals 17 atkvæði sem skiptast þannig að fyrsta og þriðja lína innihalda fimm atkvæði hvor en miðlínan hefur sjö atkvæði. Hækur hafa almennt hvorki rím né stuðla og eru iðulega án titils. Hefðbundnar hækur eru náttúruljóð sem innihalda vísun í eina af fjórum árstíðum en mjög mismunandi er hversu náið nútímahækur fylgja því.

Þrjár hækur Read More »

„Þetta er vitnisburður minn“. Um heimildarmynd David Attenborough: A Life on Our Planet

Sir David Attenborough fæddist þann 8. maí, 1926 í bænum Isleworth í Middlesex á Englandi. Hann var ungur að aldri þegar hann fékk áhuga á náttúrunni og varði miklum tíma í að kanna umhverfið í kringum sig og safna steingervingum og öðrum sýnum af náttúrufræðilegum toga. Hann stundaði náttúruvísindanám með áherslu á jarð- og dýrafræði við Háskólann í Cambridge og útskrifaðist þaðan árið 1947. Á lífsleiðinni hefur Attenborough hlotið samtals 32 heiðursgráður frá ýmsum háskólum í Bretlandi fyrir framlag sitt til náttúruvísinda. Þekktastur er hann fyrir sjónvarpsferil sinn þar sem hann hefur verið þáttastjórnandi fjölda náttúru- og dýralífsþátta allt frá árinu 1951. Þar má nefna þættina Life on Earth (1979), State of the Planet (2000), The Blue Planet (2001) og Blue Planet II (2017), Planet Earth (2006) og Planet Earth II (2016), Life (2009) og Our Planet (2019).

„Þetta er vitnisburður minn“. Um heimildarmynd David Attenborough: A Life on Our Planet Read More »

„Undir þessari grímu, önnur gríma“. Ævi og störf Claude Cahun

Claude Cahun (fædd Lucy Schwob) fæddist 25. október, 1894 í Nantes, Frakklandi. Hún var alin upp af ömmu sinni, Mathilde Cahun, þar sem móðir hennar átti við andleg veikindi að stríða. Faðir Cahun var af gyðingaættum og varð Cahun fyrir aðkasti í skóla vegna þess. Ákveðið var því að senda hana í skóla í Surrey í Englandi. Þegar Cahun kom aftur til Nantes árið 1909 kynntist hún Marcel Moore (fædd Suzanne Malherbe) og urðu þær ævilangar samstarfs- og ástkonur. Jafnframt urðu þær stjúpsystur árið 1917 þegar fráskilinn faðir Cahun giftist móður Moore, sem var þá ekkja.

„Undir þessari grímu, önnur gríma“. Ævi og störf Claude Cahun Read More »

Sláturhús fimm, eða krossför barnanna. Um myndasögu sem byggir á samnefndri skáldsögu Kurt Vonnegut

Myndasagan Slaughterhouse-five, or the Children‘s Crusade kom út á dögunum við góðar undirtektir lesenda og gagnrýnenda. Hún er skrifuð af Ryan North, sem er m.a. þekktur fyrir að vera höfundur myndasagnanna Adventure Time og The Unbeatable Squirrel Girl, og myndskreytt af spænska listamanninum Albert Monteys. Myndasagan er byggð á samnefndri skáldsögu Kurt Vonnegut frá árinu 1969. Skáldsaga Vonnegut er að hluta til sjálfsævisöguleg, þar sem hún byggir á upplifun hans í seinni heimsstyrjöldinni, en hún flokkast einnig sem vísindaskáldsaga þar sem hún fjallar um geimverur og tímaflakk.

Sláturhús fimm, eða krossför barnanna. Um myndasögu sem byggir á samnefndri skáldsögu Kurt Vonnegut Read More »

Syndaflóðið: Uppáhaldssaga mannkynsins

Við þekkjum flest söguna af syndaflóðinu, þegar Guð lét stórflóð ganga yfir jörðina í refsingarskyni og gjöreyddi lífi á jörðinni vegna synda mannkyns og nýtt, betra mannkyn spratt síðan upp. Þjóðsagnafræðingurinn Alan Dundes sagði í bók sinni The Flood Myth (1988) að af öllum goðsögum í heiminum hafi engin önnur fengið jafn mikla athygli í gegnum aldirnar og sagan af syndaflóðinu. Goðsögnin er ein sú útbreiddasta sem þekkist í heiminum en hana má finna í öllum heimshlutum, jafnvel þar sem ólíklegt eða ómögulegt er að flóð eigi sér stað. Enn þann dag í dag höldum við áfram að segja þessa sögu, en hvers vegna?

Syndaflóðið: Uppáhaldssaga mannkynsins Read More »

Frá Lord Byron til Fimmtíu grárra skugga: Hvernig ein bústaðarferð varð að BDSM-bókaseríu 200 árum síðar

Í byrjun 19. aldar dvöldu fimm vinir saman í sumarbústað í Sviss. Þessi bústaðarferð varð til þess að Dr. John William Polidori skrifaði og gaf út The Vampyre árið 1819, en hún er af mörgum talin hafa lagt grunninn að vampírubókmenntagreininni eins og við þekkjum hana í dag.

Frá Lord Byron til Fimmtíu grárra skugga: Hvernig ein bústaðarferð varð að BDSM-bókaseríu 200 árum síðar Read More »

Bókatitillinn kom á ísrúnti

Kristinn Rúnar Kristinsson er fæddur og uppalinn í Kópavogi og býr þar enn 31 árs að aldri. Kristinn greindist með geðhvörf árið 2009 þegar hann var tvítugur en fjallaði fyrst opinskátt um veikindin sín árið 2014. Síðan þá hefur hann barist fyrir réttindum fólks með geðsjúkdóma og opnað umræðuna með það að leiðarljósi að fræða almenning og uppræta fordóma.

Bókatitillinn kom á ísrúnti Read More »

Skógareldar: dystópísk nútíð sem enginn vill upplifa

Síðastliðið ár hafa skógareldar verið tíðir í heiminum. Amason regnskógurinn var í ljósum logum frá janúar og fram í október árið 2019 og sama ár hófst eitt versta skógarelda tímabil í Ástralíu sem varði frá júní 2019 til maí 2020. Regnskógar í Brasilíu brenna þegar þetta er skrifað og það sem af er liðið ári hafa 209.000 km2 af landi brunnið í Síberíu í Rússlandi, sem samsvarar meira en tvöfaldri stærð Íslands. Skógareldar geisa í Bandaríkjunum, sem er ekki fátítt, en stærð eldanna er óvenjulega mikil.

Skógareldar: dystópísk nútíð sem enginn vill upplifa Read More »