Ljóð
Lítil sál fýkur framhjá
Þú reynir að grípa hana
en guð vill eiga hana
fyrir sjálfan sig
Andartak
við skulum semja
hjarta fyrir hjarta
auga fyrir auga
nef fyrir nef
munn fyrir munn
Lítil sál fýkur framhjá
Þú reynir að grípa hana
en guð vill eiga hana
fyrir sjálfan sig
Andartak
við skulum semja
hjarta fyrir hjarta
auga fyrir auga
nef fyrir nef
munn fyrir munn
Kristín Eiríksdóttir er fædd árið 1981 í Reykjavík. Hún ólst upp í Austurbænum og síðar í Hólahverfinu í Breiðholtinu. Hún stundaði nám í Listháskóla Íslands þar sem hún lauk BA-gráðu í myndlist árið 2005 og síðar fór hún í mastersnám til Montréal í Kanada. Fyrsta ljóðabók Kristínar, Kjötbærinn, kom út árið 2004 en síðan þá hefur Kristín skrifað ljóðabækur, skáldsögur og leikhúsverk. Elena Kristín Pétursdóttir spurði þennan áhugaverða listamann, rithöfund og skáld um ritstörfin og hvað sé framundan á ritvellinum.
„Ég vinn hvar sem er, nema í algjörri kyrrð“ Viðtal við Kristínu Eiríksdóttur, rithöfund Read More »
Bankið á þakskegginu hélt fyrir henni vöku alla nóttina, aðra nóttina í röð. Miskunnarlaus hávaðinn í þakinu var yfirþyrmandi, þegar veðuröflin börðust um í styrjöld þar sem engum var þyrmt. Austur hittir vestur og járntjaldinu var komið fyrir á þakinu á fallega bláa húsinu hennar. Kalda stríðið geisaði úti og hún gat ekkert gert nema legið í volgu rúminu dauðþreytt. Hún var svo veðurhrædd. Það var eitthvað djúpt innra með henni, hræðslan byrjaði í krepptum fingrunum og tánum og breiddist út um allan líkamann eins og pest. „Hvað ef eitthvað kemur fljúgandi eins og trampólín eða þakplata beint inn um gluggann, lendir á henni og drepur hana óvart, sker hana á háls eða í tvennt svo að hvítu rúmfötin verða blóðrauð og öll búslóðin fýkur út í svartholið? Það er enginn sem stjórnar umferðinni á hlutum sem fjúka í óveðrinu.
„Stundum reyni ég að ímynda mér veröldina án bókmennta. Ég myndi sakna bóka þegar ég ferðast með flugvél. Bókabúðir og bókasöfn myndu hafa nóg af lausu hilluplássi og bókahillurnar mínar væru ekki lengur yfirfullar af bókum. Útgefendur væru ekki til eða Amazon og það væri ekkert á náttborðinu mínu þegar ég get ekki sofið á nóttunni“
-Martin Puchner.
Ég skráði mig á námskeið sem heitir „Ancient Masterpieces of World Litarature“ eða forn meistaraverk heimsbókmenntanna. Þetta var mjög áhugavert og skemmtilegt námskeið og ég lærði bæði um bókmenntir sem ég hafði ekki heyrt um áður ásamt fleiri þekktum verkum.
Martin Puchner. Bókmenntir í fjögur þúsund ár. Hugleiðingar bókmenntafræðinema Read More »
„Draumarnir entust yfirleitt ekki lengi fyrr en ég áttaði mig á því að á milli þess sem ég lét mig dreyma um að verða fatahönnuður, arkitekt, söngkona eða dansari var ég alltaf skrifandi.“ María Ramos er tuttugu og tveggja ára og stundar BA-nám í íslensku við Háskóla Íslands. María er fædd og uppalin í Vesturbænum í Reykjavík en á ættir sínar að rekja til Kúbu. Föðurafi hennar var Kúbani en amma hennar íslensk. Hún heimsótti Kúbu árið 2016 og hefur alla tíð síðan langað til að snúa aftur og eyða lengri tíma þar til að kynnast menningararfi sínum betur. María var að gefa út sína fyrstu ljóðabók í fullri lengd, bókin ber nafnið Havana en titillinn á þessu viðtali vísar einmitt í eitt ljóða hennar í bókinni.
Sál mín varð eftir í Havana Read More »
Hin svokölluðu Stonewall mótmæli voru einn mikilvægasti hlekkur í mannréttindabaráttu samkynhneigðra en atburðurinn markaði þáttaskil í réttindabaráttu þeirra. Þegar leikritið The Boys in the Band (1968) var frumsýnt á fjölum Broadway ári fyrir Stonewall mótmælin var það í fyrsta sinn sem daglegt líf samkynhneigðra var sýnt opinberlega. Meðbyr var með leikritinu sem varð vinsælt þótt það hafi sært blygðunarkennd margra. Verkið segir frá hópi samkynhneigðra vina sem ákveða að halda afmælisveislu fyrir félaga sinn. Afmælið er haldið í íbúð við Upper East Side á Manhattan í New York. Gamall skólafélagi frá háskólaárunum kemur óvænt í afmælið sem veldur ákveðinni togstreitu á milli vinanna.
Strákarnir í bandinu Read More »
Nýtt fræðirit um Duchenne sjúkdóminn. Bókin Duchenne og ég var gefin út á dögunum í þýðingu Huldu Bjarkar Svansdóttur. Útgáfuhóf var 7. september sl. í tilefni af alþjóðlega Duchenne deginum sem haldinn var hátíðlegur í fyrsta sinn á Íslandi.
Guðmundur Karl, sóknarprestur í Lindakirkju í Kópavogi bendir á að bókmenntir Biblíunnar birti sjálfan trúararfinn og fullkomlega eðlilegt sé að lesa þær út frá öllum þeim mannlegu mælikvörðum sem til eru, til dæmis sagnfræði, fornleifarannsóknum, trúarlegri ritskýringu og með aðferðum bókmenntafræðinnar. Það má skipta ritunum upp í hina ýmsu flokka eftir inntaki; t.d. bókmenntaformi, sögulegum uppruna, ljóðrænum ritum, ættfræði og svo má lengi telja. En er hægt að flokka Biblíuna sem glæpasögu að einhverju leyti?
Er Biblían kannski glæpasaga? Read More »