Pistill

acropolis, marble, parthenon

Var gríska gyðjan Aþena hinsegin?

Gríska gyðjan Aþena var gyðja vefnaðar, herkænsku og visku. Hún kemur fram í ýmsum bókmenntum Forn-Grikkja svo sem Ódysseifskviðu og Illionskviðu. Hún er afar áhugaverð að því leyti að persóna hennar virðist einkennast af andstæðum, svo ekki sé minnst á heldur einkennilega sögu um fæðingu hennar. Margar spurningar vakna við greiningu á persónu hennar og ein þeirra er hvort Aþena hafi verið hinsegin.

Var gríska gyðjan Aþena hinsegin? Read More »

jesus, god, holy spirit

Er Biblían kannski glæpasaga?

Guðmundur Karl, sóknarprestur í Lindakirkju í Kópavogi bendir á að bókmenntir Biblíunnar birti sjálfan trúararfinn og fullkomlega eðlilegt sé að lesa þær út frá öllum þeim mannlegu mælikvörðum sem til eru, til dæmis sagnfræði, fornleifarannsóknum, trúarlegri ritskýringu og með aðferðum bókmenntafræðinnar. Það má skipta ritunum upp í hina ýmsu flokka eftir inntaki; t.d. bókmenntaformi, sögulegum uppruna, ljóðrænum ritum, ættfræði og svo má lengi telja. En er hægt að flokka Biblíuna sem glæpasögu að einhverju leyti?

Er Biblían kannski glæpasaga? Read More »

Lýðfræði

Fræðimenn hafa skapað ótal fræði í gegnum tíðina. Flest eru þessi fræði til þess að skilja manneskjuna betur og um leið fræðast um okkur sjálf. Lýðfræði eru einmitt þau fræði sem hafa tekið manneskjuna til skoðunar, eða réttara sagt tengsl hennar og mannfjöldans. Dr. Ari Klængur Jónsson hefur mikinn áhuga á lýðfræðum en hann hefur lokið doktorsnámi sínu við Stockholm University og útskýrir fyrir okkur aðeins nánar hvað liggur að baki lýðfræðarinnar.

Lýðfræði Read More »

Umbreytanleg vélmenni og tímarammi nostalgíu

Fyrir sirka tíu árum voru ég og mínir jafnaldrar byrjaðir að minnast aldamótanna með söknuði. Við áttum káta endurfundi með hljómsveitum eins og Limp Bizkit og KoRn þegar við horfðum á fleiri klukkutíma af tónleikaupptökum frá hamfaratónlistarhátíðinni Woodstock ’99 sem Marilyn Manson lýsti einu sinni sem Altamont tíunda áratugarins. Enn í dag virðist nostalgían fyrir níunda áratugnum vera allsráðandi í kvikmyndum, sjónvarpi og popptónlist. Það ber að hafa í huga að nostalgía okkar fyrir liðnum tíma litast meira af minningum okkar en því hvernig þessir tímar voru í raun og veru.

Umbreytanleg vélmenni og tímarammi nostalgíu Read More »

Antebellum

Kvikmyndin Antebellum (2020) kemur út á samfélagslegum umbótartímum, þegar Black Lives Matter hreyfingin er í hávegum höfð og augu heimsins beinast að kerfisbundnum rasisma. Líkt og kvikmyndirnar Get Out (2017) og Us (2019) í leikstjórn Jordan‘s Peel, er kvikmyndin Antebellum í leikstjórn Gerard Bush og Christopher Renz, einnig ádeila á innbyggðan samfélagslegan rasisma í Bandaríkjunum.

Antebellum Read More »

Af pönkurum og prúðu fólki. Á R6013 er jaðarinn breiður

Þú ert kominn á tónleikastað Ægis Sindra Bjarnasonar, tónlistarmanns og útgefanda. Hér á jaðartónlistarsena Reykjavíkur sér samastað, algjör suðupottur ólíkra tónlistarstefna. Húsið er í eigu fjölskyldunnar og ævintýrið hófst á því að Ægi vantaði æfingapláss og því kom hann sér fyrir í bílskúrinn sem smám saman breyttist í þennan fína tónleikakjallara.

Af pönkurum og prúðu fólki. Á R6013 er jaðarinn breiður Read More »