Admin

Strákarnir í bandinu

Hin svokölluðu Stonewall mótmæli voru einn mikilvægasti hlekkur í mannréttindabaráttu samkynhneigðra en atburðurinn markaði þáttaskil í réttindabaráttu þeirra. Þegar leikritið The Boys in the Band (1968) var frumsýnt á fjölum Broadway ári fyrir Stonewall mótmælin var það í fyrsta sinn sem daglegt líf samkynhneigðra var sýnt opinberlega. Meðbyr var með leikritinu sem varð vinsælt þótt það hafi sært blygðunarkennd margra. Verkið segir frá hópi samkynhneigðra vina sem ákveða að halda afmælisveislu fyrir félaga sinn. Afmælið er haldið í íbúð við Upper East Side á Manhattan í New York. Gamall skólafélagi frá háskólaárunum kemur óvænt í afmælið sem veldur ákveðinni togstreitu á milli vinanna.

Strákarnir í bandinu Read More »

Syndaflóðið: Uppáhaldssaga mannkynsins

Við þekkjum flest söguna af syndaflóðinu, þegar Guð lét stórflóð ganga yfir jörðina í refsingarskyni og gjöreyddi lífi á jörðinni vegna synda mannkyns og nýtt, betra mannkyn spratt síðan upp. Þjóðsagnafræðingurinn Alan Dundes sagði í bók sinni The Flood Myth (1988) að af öllum goðsögum í heiminum hafi engin önnur fengið jafn mikla athygli í gegnum aldirnar og sagan af syndaflóðinu. Goðsögnin er ein sú útbreiddasta sem þekkist í heiminum en hana má finna í öllum heimshlutum, jafnvel þar sem ólíklegt eða ómögulegt er að flóð eigi sér stað. Enn þann dag í dag höldum við áfram að segja þessa sögu, en hvers vegna?

Syndaflóðið: Uppáhaldssaga mannkynsins Read More »

Dagbækur í tónlistarformi: Veröld Frankie Cosmos

Þrátt fyrir ungan aldur á hin 26 ára bandaríska indí-popp tónlistarkonan Greta Kline, betur þekkt undir sviðsnafninu Frankie Cosmos, að baki sér á fimmta tug netstuttskífa sem flestar eru að finna á tónlistarveitunni Bandcamp. Í seinni tíð hefur hún einnig gefið út fjögur stúdíó albúm og tvær smáskífur sem finna má á Spotify og hafa notið töluverðra vinsælda.

Dagbækur í tónlistarformi: Veröld Frankie Cosmos Read More »

Áhrif Covid á menninguna

Menning Íslendinga er mikilvægur partur af samfélaginu. Flestir sem „gefa okkur“ þessa menningu eru verktakar. Helsta tónlistarfólkið, kvikmyndagerðarfólk, rithöfundar og listafólk eru hvergi á föstum launum. Leikhús, tónleikar og listasýningar hafa stöðvast alveg vegna þess heimsfaraldurs sem nú geisar. Hins vegar er kvikmyndagerðin enn að störfum með ýmsum breytingum.

Áhrif Covid á menninguna Read More »

Hið ósýnilega sköpunarferli dagskrárgerðar

Hið ósýnilega sköpunarferli sem fer fram áður en verk fær að líta dagsins ljós hefur ávallt heillað mig. Því vakna ávallt endalausar spurningar upp hjá mér á borð við: Á hvaða kafla byrjaði rithöfundurinn? Hvort kom á undan, bakgrunnurinn eða smáatriðin? Hversu langan tíma tók verkið og hverju var sleppt. Þetta hulda ferli býr í öllum hlutum og þá ekki síst í menningarlegum verkum á borð við sjónvarps- og útvarpsþætti.

Hið ósýnilega sköpunarferli dagskrárgerðar Read More »

Þriðji póllinn

Opnunarmyndin á RIFF 2020 var heimildarmyndin Þriðji póllinn, sem sýnd er í þremur kvikmyndahúsum. Myndin er að mestu tekin í fjarlægu landi þar sem fílarnir ganga í takt en þetta land er Nepal í Suður Asíu. Tveir sögumenn fjalla um lífshlaup sitt, það eru þau Anna Tara Edwards og Högni Egilsson, sem eiga það sameiginlegt að vera greind með geðhvarfasýki.

Þriðji póllinn Read More »