Menningarhugtakið: Þrætueplið þolgóða
Á árunum 1784 – 1791 skrifaði þýski heimspekingurinn Johann Gottfried Herder sitt frægasta verk Ideen zur Philosophie der Geschichte der Menschheit (Hugleiðingar um heimspeki mannkynssögunnar). Þar hélt hann því meðal annars fram að ekki væri aðeins til ein tegund menningar, hin eina rétta. Hann sagði að smekkur manna væri breytilegur eftir því hvar þeir byggju og þannig væri aðeins hægt að skilgreina mismunandi og breytilega menningu. Um leið hafnaði hann skilgreiningu upplýsingarinnar á því að upplifun manna væri alltaf sú sama og sagði að ekki væri hægt að greina alla menningu og dæma eftir samtímanum hverju sinni. Það er ekki öruggt að þótt einum finnist eitthvað fallegt, finnist öðrum það líka.
Menningarhugtakið: Þrætueplið þolgóða Read More »