SteinunnRosa

Christine de Pizan: „Mesta óhamingja að hafa verið sett á jörðina í líkama konu“

Christine situr á bókasafninu sínu. Hún grípur bók að lesa sér til yndisauka, en yndi hennar og gleði minnka heldur við lesturinn. Henni þykir leiðinlegt hversu konur fá slæma útreið í bókinni og hún leiðir hugann að því hvers vegna flestir rithöfundar og karlmenn yfirhöfuð, skrifa niðrandi um konur. Ekki bara einn eða tveir, heldur virðist ekki skipta máli hvort það eru heimspekingar, skáld eða ræðumenn. Orðræðan er öll af svipuðum meiði og þeir komast að þeirri niðurstöðu að konan sé lastafull vera. Hún fellur í þunga þanka og veltir fyrir sér hvort þetta geti verið rétt, að allar konurnar sem hún þekki fyrir gott eitt, séu í rauninni svona meingallaðar? Svo hljóti að vera fyrst svona margir gáfaðir, menntaðir og frægir menn tali með slíkum hætti um konur. Varla fara þeir með rangt mál?

Christine de Pizan: „Mesta óhamingja að hafa verið sett á jörðina í líkama konu“ Read More »

Gilgames – Hví ráfar þú um öræfin og sækist eftir vindi?

Gilgameskviða er eitt elsta og best þekkta súmerska hetjukvæði sem vitað er um en það er saga hetjukonungs sem á að hafa verið upp í borginni Úrúk í Mesópótamíu um 2700 fyrir Krist. Mögulegt þykir að Gilgames hafi verið til, þó engar sönnur séu til um það en sagan um hann er einna frægust af þeim textum sem varðveist hafa frá þessum tíma. Sagan um Gilgames hefur allt sem hægt er að ætlast til af góðri hetjusögu, kviða konungsins sem þráði að verða ódauðlegur.

Gilgames – Hví ráfar þú um öræfin og sækist eftir vindi? Read More »

Fáðu mér hníf! Endurfæðing Charlyar í The Long Kiss Goodnight (1996)

Kvikmyndin The Long Kiss Goodnight eftir leikstjórann Renny Harlin kom út árið 1996. Í aðalhlutverkum eru þau Geena Davis í hlutverki Samönthu/Charly og Samuel L. Jackson í hlutverki einkaspæjarans Mitch Henessey. Í fljótu bragði er myndin aðeins góð spennumynd en ef betur er að gáð er hún yfirfull af myndrænu táknmáli sem athyglisvert er að rýna í.

Fáðu mér hníf! Endurfæðing Charlyar í The Long Kiss Goodnight (1996) Read More »

Menningarhugtakið: Þrætueplið þolgóða

Á árunum 1784 – 1791 skrifaði þýski heimspekingurinn Johann Gottfried Herder sitt frægasta verk Ideen zur Philosophie der Geschichte der Menschheit (Hugleiðingar um heimspeki mannkynssögunnar). Þar hélt hann því meðal annars fram að ekki væri aðeins til ein tegund menningar, hin eina rétta. Hann sagði að smekkur manna væri breytilegur eftir því hvar þeir byggju og þannig væri aðeins hægt að skilgreina mismunandi og breytilega menningu. Um leið hafnaði hann skilgreiningu upplýsingarinnar á því að upplifun manna væri alltaf sú sama og sagði að ekki væri hægt að greina alla menningu og dæma eftir samtímanum hverju sinni. Það er ekki öruggt að þótt einum finnist eitthvað fallegt, finnist öðrum það líka.

Menningarhugtakið: Þrætueplið þolgóða Read More »

Homo Sapína. Grænlenskur sprengikraftur

Homo Sapína sem er fyrsta skáldsaga grænlenska rithöfundarins Niviaq Korneliussen er í senn afar óþægileg og falleg. Skáldkonan hefur einstakt lag á því að skapa áhrifamikil hughrif, meira að segja kápa bókarinnar öskrar á mann. Það er því ekki að undra að bókin hafi vakið mikla athygli þegar hún kom út en hún seldist eins og heitar lummur á Grænlandi og var fljótlega gefin út í Danmörku. Skáldsagan kom út hér á landi árið 2018 í íslenskri þýðingu Heiðrúnar Ólafsdóttur og vakti talsverða athygli. Bókin hefur einnig verið þýdd á að minnsta kosti átta önnur tungumál. Allmikið hefur verið fjallað um Homo Sapína en í viðtali við The New Yorker, segir sjónvarpskonan Nina Paninnguaq Skydsbjerg Jacobsen, að fyrir útkomu bókarinnar hafi grænlenskar bókmenntir gert allt út á hefðina.

Homo Sapína. Grænlenskur sprengikraftur Read More »

moss, rock, iceland

Náttúran og mannöldin

Með hugtakinu mannöld, er verið að vísa í tímabil í jarðsögunni þar sem áhrif athafna mannsins eru greinileg og er þá nærtækast að tala um hlýnun jarðar. Fólk greinir á um hvenær mannöldin byrjar. Í bókmenntum er hugtakið mannöld notað mest í sambandi við vistrýni þar sem mannkynið og náttúran er sem ein heild og íróníuna, ljótleikann og fegurðina sem getur falist í því.

Náttúran og mannöldin Read More »

Pottaplöntur og Lao Tse

Þegar faraldurinn skall á okkur síðasta vetur, neyddust mörg okkar til þess að breyta lífsstílnum. Við fórum að vinna meira heima, elda meira heima og dvelja meira heima. Það má segja að veröldin sjálf hafi hægt á sér. Allt varð rólegra, fáir voru á ferðinni og nánast engir á ferðalögum. Bakstur varð vinsæll og pottaplöntuæði greip landann. Margir þustu í blómabúðir og hinar og þessar pottaplöntum seldust í bílförmum því nú átti að skreyta nærumhverfið.

Pottaplöntur og Lao Tse Read More »

Af pönkurum og prúðu fólki. Á R6013 er jaðarinn breiður

Þú ert kominn á tónleikastað Ægis Sindra Bjarnasonar, tónlistarmanns og útgefanda. Hér á jaðartónlistarsena Reykjavíkur sér samastað, algjör suðupottur ólíkra tónlistarstefna. Húsið er í eigu fjölskyldunnar og ævintýrið hófst á því að Ægi vantaði æfingapláss og því kom hann sér fyrir í bílskúrinn sem smám saman breyttist í þennan fína tónleikakjallara.

Af pönkurum og prúðu fólki. Á R6013 er jaðarinn breiður Read More »