Christine de Pizan: „Mesta óhamingja að hafa verið sett á jörðina í líkama konu“
Christine situr á bókasafninu sínu. Hún grípur bók að lesa sér til yndisauka, en yndi hennar og gleði minnka heldur við lesturinn. Henni þykir leiðinlegt hversu konur fá slæma útreið í bókinni og hún leiðir hugann að því hvers vegna flestir rithöfundar og karlmenn yfirhöfuð, skrifa niðrandi um konur. Ekki bara einn eða tveir, heldur virðist ekki skipta máli hvort það eru heimspekingar, skáld eða ræðumenn. Orðræðan er öll af svipuðum meiði og þeir komast að þeirri niðurstöðu að konan sé lastafull vera. Hún fellur í þunga þanka og veltir fyrir sér hvort þetta geti verið rétt, að allar konurnar sem hún þekki fyrir gott eitt, séu í rauninni svona meingallaðar? Svo hljóti að vera fyrst svona margir gáfaðir, menntaðir og frægir menn tali með slíkum hætti um konur. Varla fara þeir með rangt mál?
Christine de Pizan: „Mesta óhamingja að hafa verið sett á jörðina í líkama konu“ Read More »