Ragnheidur

Játning bókaorms

Ég hef alltaf verið mikill lestrarhestur, alveg síðan ég man eftir mér. Bókasafnið var minn griðastaður sem barn. Ég vildi heldur eyða tíma mínum þar og gleyma mér í ævintýraheimum bókanna heldur en til dæmis að reyna að kynnast öðrum krökkum á leikvellinum. Ég var aldrei neitt sérstaklega góð í mannlegum samskiptum hvort eð er og persónurnar í bókunum sem ég las kröfðust þess jafnframt ekki af mér. Þegar ég var 11 ára gömul var ég búin að lesa allar barna- og unglingabækurnar á bókasafninu og snéri mér þá að fullorðins bókmenntum og urðu erótískar ástarsögur Barböru Cartland fyrstar fyrir valinu og opnuðu þær bækur mér innsýn inn í nýjan heim, heim hinna fullorðnu. Í kjölfarið las ég svo allar bækur Isabel Allende og þá var ekki aftur snúið. Ég fór að lesa allar týpur bókmennta sem ég kom höndum yfir og heimur bókanna stækkaði ört fyrir mér, enda er ég og verð alltaf alæta á bókmenntir. Ég elska einfaldlega að lesa.

Játning bókaorms Read More »

5 hlutir sem krabbameinið kenndi mér

Ég greindist með krabbamein í byrjun árs, 2016, þegar 33 ára. Þrátt fyrir að hafa verið lengi veik og legið inn á spítala þar á undan kom þessi greining eins og þruma úr heiðskíru lofti. Eins og margir aðrir taldi ég mig nánast ódauðlega. Áður en ég veiktist var ég óstöðvandi og fannst ég alltaf þurfa að standa mig fullkomlega í öllu sem ég tók mér fyrir hendur. Ég var metnaðarfull og lifði hratt en taldi mig lifa heilbrigðu lífi. Hreyfði mig mikið og borðaði fjölbreytta fæðu. En ég held að það hafi verið þessar óraunhæfu kröfur sem ég gerði hafi orðið mér að falli að ég hafi brunnið út áður en ég veiktist af lífshættulegum sjúkdómi. Að auki var ég með undirliggjandi áfallastreituröskun sem ég reyndi að horfa fram hjá með því að hafa alltaf nóg fyrir stafni. Ég var greind með krabbamein á lokastigi og ætti tæknilega séð ekki að vera á lífi miðað við þær lífslíkur sem mér voru gefnar. En hvað kenndi þessi reynsla mér og hvaða bækur reyndust vel?

5 hlutir sem krabbameinið kenndi mér Read More »

„Jafnrétti á grundvelli mismunar“. Hitt kynið eftir Simone de Beauvoir.

Simone de Beauvoir skoðaði stöðu kvenna frá ýmsum sjónarhornum og leitaði svara við því hvert hlutverk þeirra hefur verið, bæði í sögulegu og líffræðilegu samhengi. Hún velti fyrir sér ástæðu þess að konur hafi oftar en ekki sætt sig við að vera settar í óæðra sæti í samfélaginu og leyft þeirri kúgun að viðgangast sem konur hafa svo lengi lifað við. Beauvoir leitaðist jafnframt við að svara spurningunni um kvenleikann, hvaðan sú skilgreining komi og hvort aukið frelsi kvenna hafi orðið til þess að draga úr kvenleika eða jafnvel að hann hafi aldrei verið til.

„Jafnrétti á grundvelli mismunar“. Hitt kynið eftir Simone de Beauvoir. Read More »

Geta góðir strákar nauðgað? Umfjöllun um bókina Things we didn‘t talk about when I was a girl eftir Jeannie Vanasco.

Geta vel innrættir einstaklingar gert hræðilega hluti og hvað fær þá til þess? Jeannie Vanasco veltir þessari spurningu fyrir sér í bók sinni Things we didn‘t talk about when I was a girl – Það sem við töluðum ekki um þegar ég var stelpa sem út kom á síðasta árið 2019.

Geta góðir strákar nauðgað? Umfjöllun um bókina Things we didn‘t talk about when I was a girl eftir Jeannie Vanasco. Read More »

Gugga Lísa

Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir með listamanns nafnið Gugga Lísa, er tónlistarmaður sem fangar hlustandann með undurfagurri rödd sinni og tónlist sem snertir sálina. Ég kynntist Guðbjörgu á nýnemadegi stjórnmálafræðideildar HÍ, haustið 2017. Það var strax augljóst að þar væri á ferðinni stór persónuleiki með mikla útgeislun og sterka nærveru.

Gugga Lísa Read More »

Enola Holmes

Kvikmyndin byggir á fyrstu bók hennar af sex í seríu um hina 16 ára gömlu Enolu Holmes (Millie Bobby Brown), yngri systur hins fræga einkaspæjara Sherlock Holmes (Henry Cavill). Í upprunalegu bókum rithöfundarins Sir Arthur Conan Doyle um Sherlock Holmes er þó ekki minnst á neina systur, aðeins eldri bróður hans Mycroft en Enola Holmes er þó að engu að síður skemmtileg viðbót við Holmes fjölskylduna.

Enola Holmes Read More »

Antebellum

Kvikmyndin Antebellum (2020) kemur út á samfélagslegum umbótartímum, þegar Black Lives Matter hreyfingin er í hávegum höfð og augu heimsins beinast að kerfisbundnum rasisma. Líkt og kvikmyndirnar Get Out (2017) og Us (2019) í leikstjórn Jordan‘s Peel, er kvikmyndin Antebellum í leikstjórn Gerard Bush og Christopher Renz, einnig ádeila á innbyggðan samfélagslegan rasisma í Bandaríkjunum.

Antebellum Read More »