Oktavia

Æska Kamölu Harris og áhrifavaldurinn Shyamala Gopalan

Móðir Kamölu Harris, Shyamala Gopalan sagði einhverju sinni við dóttur sína: „Vertu fyrst til að gera góða hluti, þú hefur allt sem til þarf“. Orð móður hennar höfðu sterk áhrif á Kamölu, sem nú verður fyrst kvenna til að gegna embætti varaforseta Bandaríkjanna þegar hún verður sett í embætti þann 20. janúar 2021. Árið 2019 gaf Kamala Harris út bókina „The Truths We Hold – An American Journey” en þar helgar hún móður sinni drjúgan hluta frásagnarinnar. Mikið hefur verið ritað um Kamölu sjálfa en athyglisvert er að skoða hvar rætur hennar liggja. Shyamala Gopalan-Harris, móðir Kamölu, var merkileg kona fyrir margra hluta sakir og dóttirin lítur á hana sem sína stærstu fyrirmynd.

Æska Kamölu Harris og áhrifavaldurinn Shyamala Gopalan Read More »

„Óskað er eftir kvenkyns starfsfólki á bóndabæ“

Klukkan var að ganga fimm þann 8. júní 1949 þegar strandferðaskipið Esjan sigldi í blíðskaparveðri inn ytri höfnina í Reykjavík. Þó nokkuð af fólki hafði safnast saman á hafnarbakkanum þar sem koma skipsins vakti athygli. Meðal farþega voru 130 ungar þýskar konur og 50 ungir menn. Ungmennin hafa eflaust verið bæði spennt og kvíðin í bland við dálitla ævintýraþrá. Það sem blasti við þeim var nýtt og framandi land og húsakynni í misgóðu ásigkomulagi. Þau vissu lítið um lífið á bóndabæ, en vissu fyrir víst að tungumálið gæti vafist fyrir.

„Óskað er eftir kvenkyns starfsfólki á bóndabæ“ Read More »

Útigangsmaðurinn

[…] Það var eins og honum fyndist það vera sitt hlutverk í lífinu að gæta hinna, sem voru á svipuðu róli og hann sjálfur, að þeim liði þokkalega. Einhvers konar ábyrgðartilfinning, sem hafði tekið sér bólfestu í huganum, og hann virtist ekkert átta sig á af hverju. Hugsanlega átti tilfinningin eitthvað skylt við fyrra starf, þegar hann bar ábyrgð á lífi fjölda manns í hverjum mánuði. Starfið olli honum stöðugt meira kvíða. Hann fór að nota ótæpilega mikið áfengi og stóð í þeirri meiningu að þannig myndi hann slaka á og kvíðinn minnka. […]

Útigangsmaðurinn Read More »

Lestarferðin

Ég vil fá að vera í friði, því hugurinn leitar stöðugt til Prebens, kennara míns og fyrrum elskhuga. Þegar ég hitti hann í fyrsta sinn, þá gerðist eitthvað sem varla er hægt að útskýra. Það var svo ótrúlega sterk upplifun. Preben var nýskipaður prófessor við Konunglega konservatoríið í Kaupmannahöfn, þar sem ég var í framhaldsnámi. Ég get þakkað ömmu minni sálugu það. Hún hvatti mig ótrauð áfram og gaf mér einnig heilræði sem ég hef alltaf varðveitt. „Mundu að láta hjartað ráða för“ voru hennar síðustu orð til mín.

Lestarferðin Read More »

Skáldið í Vonarstræti

Ég horfði á Edduna í sjónvarpinu þriðjudagskvöldið 6. október. Kvikmyndirnar sem fengu flestar tilnefningar voru Hvítur hvítur dagur og Agnes Joy. Af einhverjum ástæðum fór ég að hugsa um kvikmyndina Vonarstræti frá árinu 2013 sem mér fannst eftirminnilegri en hinar tvær áðurnefndu sem voru samt alveg ágætar. Vonarstræti er áhrifamikil kvikmynd en eins og góð bók situr hún eftir í minninu. Hvernig er hægt að skrifa handrit og leikstýra kvikmynd sem gleymist seint? Hvað þarf til? Þarf leikstjórinn að hafa upplifað eitthvað sambærilegt í nærumhverfinu eða jafnvel á eigin skinni?

Skáldið í Vonarstræti Read More »

Þriðji póllinn

Opnunarmyndin á RIFF 2020 var heimildarmyndin Þriðji póllinn, sem sýnd er í þremur kvikmyndahúsum. Myndin er að mestu tekin í fjarlægu landi þar sem fílarnir ganga í takt en þetta land er Nepal í Suður Asíu. Tveir sögumenn fjalla um lífshlaup sitt, það eru þau Anna Tara Edwards og Högni Egilsson, sem eiga það sameiginlegt að vera greind með geðhvarfasýki.

Þriðji póllinn Read More »

Rithöfundafordómar

Heima hjá mér eru til að minnsta kosti hundrað bækur eftir Stephen King. Maðurinn minn hefur lesið þær allar, sumar oftar en einu sinni. Allt þetta bókaflóð eftir sama höfundinn fór í taugarnar á mér því bækur eru plássfrekar. Þetta átti eftir að versna, því stundum hurfu á dularfullan hátt bækur úr bókahillunni og í staðinn læddist ein og ein skrudda eftir Stephen King í auða plássið.

Rithöfundafordómar Read More »