Aslaug

Hvað á að lesa um jólin?

Jólin eru tími kærleiks og friðar en einnig tíminn þegar nýjustu bækurnar flæða inn. Sumir nýta sér það og koma sér vel fyrir með góðri bók í vetrarmyrkrinu. Hér á eftir eru tillögur að tíu bókum til að lesa sem komu með jólabókaflóðinu í ár. Flestar, ef ekki allar, þessar bækur hafa ratað á metsölulista og hafa þó nokkrar þeirra verið tilnefndar til íslensku bókmenntaverðlaunanna.

Hvað á að lesa um jólin? Read More »

sedge warbler, old world warbler, acrocephalus

Söngfuglinn Skáld

Sóttkví, það er nú það. Leiðinlegasta tímabil ævi hennar svo hún muni til. Það er varla neitt hægt að gera, dagarnir líða áfram á hraða snigilsins, í sömu dauflegu rútínunni; vakna, vinna í tölvunni, borða, horfa á þætti, sofa. Af og til pantar hún mat á netinu eða hringir í vini, fer í bíltúr eða les bók. Ekkert djamm, engin mæting á vinnustað, ekkert sund. Hún getur ekki beðið eftir því að losna úr fjötrum sóttkvíarinnar, komast út í frelsið…

Söngfuglinn Skáld Read More »

Nútímaleg skáldsaga sem gerist á sögulegum tíma

Ungan dreng rekur að landi undan ströndum Hjörleifshöfða árið 1839. Landlæknir finnur barnið og lífgar það við, og upp frá því hefst ferðalag um landið þar sem þeir tveir ásamt aðstoðarmanni landlæknis, Mister Undertaker, leita að uppruna barnsins. Á leiðinni þurfa þeir að saga handlegg af konu, kafa ofan í hvalshræ eftir ambri og lenda í hremmingum úti í grimmri náttúrunni. Frásögnin fléttast saman við minningar frá yngri árum landlæknis, þegar hann var ungur maður í námi í Danmörku. Selta, apókrýfa úr ævi landlæknis, eftir Sölva Björn Sigurðarson kom út árið 2019 og hlaut góðar undirtektir gagnrýnenda. Sagan er skrifuð sem skýrsla landlæknis til félagsráðs, en þó kallast textinn á við samtímann.

Nútímaleg skáldsaga sem gerist á sögulegum tíma Read More »

Viðtal við Gerði Kristnýju: Fellur aldrei verk úr hendi

Árið 1994 kom út ljóðabókin Ísfrétt eftir Gerði Kristnýju. Henni var stillt út í glugga Máls- og menningar á Laugavegi 18, lítilli ljóðabók eftir unga konu sem síðar átti eftir að verða eitt fremsta nútímaskáld íslensku þjóðarinnar. Það vissi það enginn þá en þessi bók með sínum tuttugu ljóðum kom Gerði Kristnýju af stað í heimi bókmenntanna.

Viðtal við Gerði Kristnýju: Fellur aldrei verk úr hendi Read More »

acropolis, marble, parthenon

Var gríska gyðjan Aþena hinsegin?

Gríska gyðjan Aþena var gyðja vefnaðar, herkænsku og visku. Hún kemur fram í ýmsum bókmenntum Forn-Grikkja svo sem Ódysseifskviðu og Illionskviðu. Hún er afar áhugaverð að því leyti að persóna hennar virðist einkennast af andstæðum, svo ekki sé minnst á heldur einkennilega sögu um fæðingu hennar. Margar spurningar vakna við greiningu á persónu hennar og ein þeirra er hvort Aþena hafi verið hinsegin.

Var gríska gyðjan Aþena hinsegin? Read More »