Hvað á að lesa um jólin?

Jólin eru tími kærleiks og friðar en einnig tíminn þegar nýjustu bækurnar flæða inn. Sumir nýta sér það og koma sér vel fyrir með góðri bók í vetrarmyrkrinu. Hér á eftir eru tillögur að tíu bókum til að lesa sem komu með jólabókaflóðinu í ár. Flestar, ef ekki allar, þessar bækur hafa ratað á metsölulista og hafa þó nokkrar þeirra verið tilnefndar til íslensku bókmenntaverðlaunanna.

 

Aprílsólarkuldi

Elísabet Jökulsdóttir

Sorgin, ástin og einsemdin. Elísabet Jökulsdóttir færir þér hér hrífandi skáldsögu sem byggir á atburðum úr hennar eigin lífi. Sagan gerist á áttunda áratug síðustu aldar í Reykjavík. Fullkomin bók til að njóta í kósíheitunum um jólin.

Bóksala stúdenta

Forlagið

RÚV

 

Blóðberg

Þóra Karítas Árnadóttir

Ertu til í smá tímaflakk? Kannski aftur til 1608, þegar kona verður ólétt eftir mág sinn utan hjónabands? Á tímum þar sem slíkt var dauðasök, hvernig hljómar það? Let‘s go, tímavélin bíður!

Bóksala stúdenta

Forlagið

 

Bráðin

Yrsa Sigurðardóttir

Það er fátt sem toppar jólin eins og spennandi glæpasaga í jólapakkann. Bráðin er nýjasta spennusaga Yrsu Sigurðardóttur. Blóðblettir í snjó, truflanir á ratsjá og löngu týndir barnaskór. Já og dularfullt hvarf hóps ferðafólks úti í óbyggðum. Hljómar það ekki eins og almennileg spennusaga?

Bóksala stúdenta

Forlagið

 

Dauðabókin

Stefán Máni

Hörður Grímsson er mættur aftur í áttunda sinn. Nú er hann að rannsaka dularfull morð á unglingum, og á sama tíma er eitthvað furðulegt í gangi á samfélagsmiðlum. Haltu þér fast!

 

Bóksala stúdenta

Forlagið

 

Dýralíf

Auður Ava Ólafsdóttir

Hér er á ferð mögnuð skáldsaga eftir verðlaunahöfundinn Auði Övu Ólafsdóttur. Hún fjallar um konu sem finnur gömul handrit ofan í kassa rétt fyrir jól. Þetta er saga um hættulegustu dýrategundina; manninn.

 

Bóksala stúdenta

Forlagið

 

Fjarvera þín er myrkur

Jón Kalman Stefánsson

Ástarsaga handa turtildúfunum! Sögumaður vaknar í random sveitakirkju og fer að þvælast um sveitina. Hann hittir allskonar fólk sem á allt sínar ástarsögur. Mismunandi tímar og staðir fléttast saman í rómantískri en svolítið langdreginni frásögn að hætti Jóns Kalmans.

Bóksala stúdenta

RÚV


Gata mæðranna

Kristín Marja Baldursdóttir

Skáldsaga um unga konu í leit að leiguhúsnæði á sjöunda áratug síðustu aldar. Við leitina fer hún hús úr húsi og hittir konur sem hafa allar sögur og drauma. Kynjahlutverkin eru skýr og konurnar ráða ríkjum í húsunum. Ef þig langar að lesa bók um konur, þá er þessi klárlega málið!

Bóksala stúdenta

Forlagið


Innræti

Arndís Þórarinsdóttir

Vildirðu frekar ljóðabók um konur? Hér er ein sem fékk tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2020. Ljóðabók um hin ýmsu hlutverk konunnar.

Bókmenntaborgin

Bóksala stúdenta


Snerting

Ólafur Jóhann Ólafsson

Ef þú ert að leita að áhrifamikilli skáldsögu, þá er þetta kannski bókin þín. Skáldsaga þar sem nútíð og þátíð fléttast saman og lesandinn fylgir sögupersónunni þvers og kurs um heiminn í leit að svari við þeirri spurningu hvers  vegna hann skildi við sönnu ástina í lífi sínu.

Bóksala stúdenta

Forlagið

 

Þagnarmúr

Arnaldur Indriðason

Heyrðu, varstu annars búin/n að heyra um nýjustu bókina hans Arnaldar Indriða? Hún er um vin okkar, fyrrverandi lögreglumanninn Konráð sem við höfum áður lesið um. Hann er víst að rannsaka eitthvað leyndarmál sem er grafið ofan í kjallara. Já, og heldurðu ekki að löggan sé að rannsaka kallinn? Það eru víst engin jól án Arnaldar Indriða!

Bóksala stúdenta

Forlagið