Sagan á bakvið Myers Briggs persónuleikaprófið
Öll erum við í stöðugri leit að okkur sjálfum. Sem er í raun kannski hugsunarskekkja að því leytinu til að hún gerir ráð fyrir að til sé eitthvað eitt óbreytanlegt Sjálf sem hægt sé að finna. Í það minnsta viljum við flest öll að minnsta kosti læra að þekkja okkur sjálf og til eru ýmis (misgóð) hjálpartæki og tól til að aðstoða okkur í þeirri þekkingarleit. Eitt þeirra eru persónuleikapróf en þau eru vinsæl meðal bæði fyrirtækja, háskóla og einstaklinga til að leggja mat á persónuleika fólks og sem sjálfshjálpartól. Eitt frægasta persónuleikapróf í heiminum er Myers-Briggs prófið sem byggir á kenningum sálfræðingsins Carl Jung. Prófið leggur upp með að hægt sé að skipta mannkyninu í sextán persónuleikatýpur sem hver hefur sína fjögurra bókstafa skammstöfum. Sjálf hef ég tekið Myers-Briggs prófið, eða eina af ókeypis netútgáfunum sem byggja á því, nokkrum sinnum en hef fengið tvær mismunandi niðurstöður á víxl.
Sagan á bakvið Myers Briggs persónuleikaprófið Read More »