AnnaRos

Sagan á bakvið Myers Briggs persónuleikaprófið

Öll erum við í stöðugri leit að okkur sjálfum. Sem er í raun kannski hugsunarskekkja að því leytinu til að hún gerir ráð fyrir að til sé eitthvað eitt óbreytanlegt Sjálf sem hægt sé að finna. Í það minnsta viljum við flest öll að minnsta kosti læra að þekkja okkur sjálf og til eru ýmis (misgóð) hjálpartæki og tól til að aðstoða okkur í þeirri þekkingarleit. Eitt þeirra eru persónuleikapróf en þau eru vinsæl meðal bæði fyrirtækja, háskóla og einstaklinga til að leggja mat á persónuleika fólks og sem sjálfshjálpartól. Eitt frægasta persónuleikapróf í heiminum er Myers-Briggs prófið sem byggir á kenningum sálfræðingsins Carl Jung. Prófið leggur upp með að hægt sé að skipta mannkyninu í sextán persónuleikatýpur sem hver hefur sína fjögurra bókstafa skammstöfum. Sjálf hef ég tekið Myers-Briggs prófið, eða eina af ókeypis netútgáfunum sem byggja á því, nokkrum sinnum en hef fengið tvær mismunandi niðurstöður á víxl.

Sagan á bakvið Myers Briggs persónuleikaprófið Read More »

„Þegar þér finnst veröldin þrengja að þér skaltu sprengja hana utan af þér“

Geðveiki, handanlíf, neysla, ofbeldi, áföll, ást, frelsi, list, þess- og hinseginleiki. Þetta eru allt dæmi um þemu og átakapunkta í bókinni Drottningin á Júpíter – absúrdleikhús Lilla Löve eftir Júlíu Margréti Einarsdóttur. Um er að ræða fyrstu skáldsögu höfundar sem kom út árið 2018 en áður hefur Júlía gefið út ljóðabókina Jarðaberjatungl og smásöguna Grandagallerí. Drottningin á Júpíter minnir mig einna helst á Yosoy Guðrúnar Evu Mínervudóttur. Báðar sögurnar innihalda martraðakennda fjöllistahópa sem draga fram ýmsa þætti í mannlegu eðli.

„Þegar þér finnst veröldin þrengja að þér skaltu sprengja hana utan af þér“ Read More »

Fréttabréf formanns – Af nemendafélagsstörfum Torfhildar í heimsfaraldri

Nóvember 2020. Skammdegið er að leggjast á með fullum þunga, Zoom þokan liggur yfir öllu og Uglu tilkynningarnar eru farnar að renna saman. Það er áhugavert að reka nemendafélag á tímum sem þessum. Að sumu leyti auðveldara en að mörgu leyti miklu erfiðara. Ég á að minnsta kosti nóg efni í sjálfshjálparbókina 100 leiðir til að aflýsa viðburðum (og bið útgefendur hér með um að mynda einfalda röð). Við í stjórn Torfhildar, nemendafélags bókmenntafræðinema, náðum að halda einn viðburð og einn nefndarfund í persónu áður en smitum fór að fjölga í samfélaginu og líf okkar allra færðist yfir í samanþjappaða mynd á Internetið.

Fréttabréf formanns – Af nemendafélagsstörfum Torfhildar í heimsfaraldri Read More »

Dagbækur í tónlistarformi: Veröld Frankie Cosmos

Þrátt fyrir ungan aldur á hin 26 ára bandaríska indí-popp tónlistarkonan Greta Kline, betur þekkt undir sviðsnafninu Frankie Cosmos, að baki sér á fimmta tug netstuttskífa sem flestar eru að finna á tónlistarveitunni Bandcamp. Í seinni tíð hefur hún einnig gefið út fjögur stúdíó albúm og tvær smáskífur sem finna má á Spotify og hafa notið töluverðra vinsælda.

Dagbækur í tónlistarformi: Veröld Frankie Cosmos Read More »