Bækur

Hvað á að lesa um jólin?

Jólin eru tími kærleiks og friðar en einnig tíminn þegar nýjustu bækurnar flæða inn. Sumir nýta sér það og koma sér vel fyrir með góðri bók í vetrarmyrkrinu. Hér á eftir eru tillögur að tíu bókum til að lesa sem komu með jólabókaflóðinu í ár. Flestar, ef ekki allar, þessar bækur hafa ratað á metsölulista og hafa þó nokkrar þeirra verið tilnefndar til íslensku bókmenntaverðlaunanna.

Hvað á að lesa um jólin? Read More »

„Þegar þér finnst veröldin þrengja að þér skaltu sprengja hana utan af þér“

Geðveiki, handanlíf, neysla, ofbeldi, áföll, ást, frelsi, list, þess- og hinseginleiki. Þetta eru allt dæmi um þemu og átakapunkta í bókinni Drottningin á Júpíter – absúrdleikhús Lilla Löve eftir Júlíu Margréti Einarsdóttur. Um er að ræða fyrstu skáldsögu höfundar sem kom út árið 2018 en áður hefur Júlía gefið út ljóðabókina Jarðaberjatungl og smásöguna Grandagallerí. Drottningin á Júpíter minnir mig einna helst á Yosoy Guðrúnar Evu Mínervudóttur. Báðar sögurnar innihalda martraðakennda fjöllistahópa sem draga fram ýmsa þætti í mannlegu eðli.

„Þegar þér finnst veröldin þrengja að þér skaltu sprengja hana utan af þér“ Read More »

Geta góðir strákar nauðgað? Umfjöllun um bókina Things we didn‘t talk about when I was a girl eftir Jeannie Vanasco.

Geta vel innrættir einstaklingar gert hræðilega hluti og hvað fær þá til þess? Jeannie Vanasco veltir þessari spurningu fyrir sér í bók sinni Things we didn‘t talk about when I was a girl – Það sem við töluðum ekki um þegar ég var stelpa sem út kom á síðasta árið 2019.

Geta góðir strákar nauðgað? Umfjöllun um bókina Things we didn‘t talk about when I was a girl eftir Jeannie Vanasco. Read More »

Nútímaleg skáldsaga sem gerist á sögulegum tíma

Ungan dreng rekur að landi undan ströndum Hjörleifshöfða árið 1839. Landlæknir finnur barnið og lífgar það við, og upp frá því hefst ferðalag um landið þar sem þeir tveir ásamt aðstoðarmanni landlæknis, Mister Undertaker, leita að uppruna barnsins. Á leiðinni þurfa þeir að saga handlegg af konu, kafa ofan í hvalshræ eftir ambri og lenda í hremmingum úti í grimmri náttúrunni. Frásögnin fléttast saman við minningar frá yngri árum landlæknis, þegar hann var ungur maður í námi í Danmörku. Selta, apókrýfa úr ævi landlæknis, eftir Sölva Björn Sigurðarson kom út árið 2019 og hlaut góðar undirtektir gagnrýnenda. Sagan er skrifuð sem skýrsla landlæknis til félagsráðs, en þó kallast textinn á við samtímann.

Nútímaleg skáldsaga sem gerist á sögulegum tíma Read More »

Kona í hvarfpunkti

Ef það er einhver bók sem ég mæli með fyrir alla þá er það Kona í hvarfpunkti eftir geðlækninn og baráttukonuna Nawal El Saadawi. Bókin var fyrst gefin út árið 1975 og hlaut góðar viðtökur þrátt fyrir að hafa verið bönnuð í heimalandi El Saadawi, Egyptalandi, sökum umfjöllunarefnisins hennar. Nýlega var bókin gefin út í íslenskri þýðingu Elísu Bjargar Þorsteinsdóttur af Angústúru sem hluti af seríunni ,,bækur í áskrift“. Kona í hvarfpunkti greinir frá veruleika kvenna í Egyptalandi á síðustu öld, og líklega enn þann dag í dag á sumum stöðum. Sagt er frá ungri og efnilegri stúlku, Firdaus, sem neyðist til þess að gerast vændiskona og endar í fangelsi fyrir morð. Sagan veitir innsýn í þann harða heim þar sem konum er kerfisbundið haldið niðri og þar að auki beittar andlegu og líkamlegu ofbeldi.

Kona í hvarfpunkti Read More »