Admin

Hvað á að lesa um jólin?

Jólin eru tími kærleiks og friðar en einnig tíminn þegar nýjustu bækurnar flæða inn. Sumir nýta sér það og koma sér vel fyrir með góðri bók í vetrarmyrkrinu. Hér á eftir eru tillögur að tíu bókum til að lesa sem komu með jólabókaflóðinu í ár. Flestar, ef ekki allar, þessar bækur hafa ratað á metsölulista og hafa þó nokkrar þeirra verið tilnefndar til íslensku bókmenntaverðlaunanna.

Hvað á að lesa um jólin? Read More »

„Óskað er eftir kvenkyns starfsfólki á bóndabæ“

Klukkan var að ganga fimm þann 8. júní 1949 þegar strandferðaskipið Esjan sigldi í blíðskaparveðri inn ytri höfnina í Reykjavík. Þó nokkuð af fólki hafði safnast saman á hafnarbakkanum þar sem koma skipsins vakti athygli. Meðal farþega voru 130 ungar þýskar konur og 50 ungir menn. Ungmennin hafa eflaust verið bæði spennt og kvíðin í bland við dálitla ævintýraþrá. Það sem blasti við þeim var nýtt og framandi land og húsakynni í misgóðu ásigkomulagi. Þau vissu lítið um lífið á bóndabæ, en vissu fyrir víst að tungumálið gæti vafist fyrir.

„Óskað er eftir kvenkyns starfsfólki á bóndabæ“ Read More »

Lúpína; yfirgnæfandi náttúra

Hugmyndin um lúpínuna sem nýlenduherra vaknaði fyrst þegar ég sat námskeiðið Náttúrulandfræði haustið 2018. Þar sat ég alla önnina og hlýddi á ýmsa fyrirlestra um íslenskan jarðveg þar sem lúpínan barst ávallt til tals, alveg sama um hvað ræddi. Við ræddum hvernig innflutta jurtin er í eðli sínu ágeng en engum hefði dottið það í hug að hún myndi sölsa undir sig allan annan gróður og hernema landið. Vegna þess að í Alaska, þar sem lúpínan er upprunnin, bindur hún jarðveginn og víkur svo fyrir öðrum gróðri svo áhrif hennar á vistkerfið eru í raun mjög gagnleg. Og í ljósi þess að íslenski jarðvegurinn var (og er enn) í krísu þótti það tilvalið að flytja plöntuna inn og sá henni út um allt land til landgræðslu. En þar sem Alaskalúpínan nær sér á strik myndar hún þéttar breiður og gjörbreytir eiginleikum jarðvegsins og gróðurfari. Tegundir sem þar áður voru hörfa fyrir henni og þekja þeirra minnkar (Náttúrufræðistofnun Íslands).

Lúpína; yfirgnæfandi náttúra Read More »

„Jafnrétti á grundvelli mismunar“. Hitt kynið eftir Simone de Beauvoir.

Simone de Beauvoir skoðaði stöðu kvenna frá ýmsum sjónarhornum og leitaði svara við því hvert hlutverk þeirra hefur verið, bæði í sögulegu og líffræðilegu samhengi. Hún velti fyrir sér ástæðu þess að konur hafi oftar en ekki sætt sig við að vera settar í óæðra sæti í samfélaginu og leyft þeirri kúgun að viðgangast sem konur hafa svo lengi lifað við. Beauvoir leitaðist jafnframt við að svara spurningunni um kvenleikann, hvaðan sú skilgreining komi og hvort aukið frelsi kvenna hafi orðið til þess að draga úr kvenleika eða jafnvel að hann hafi aldrei verið til.

„Jafnrétti á grundvelli mismunar“. Hitt kynið eftir Simone de Beauvoir. Read More »

Gilgames – Hví ráfar þú um öræfin og sækist eftir vindi?

Gilgameskviða er eitt elsta og best þekkta súmerska hetjukvæði sem vitað er um en það er saga hetjukonungs sem á að hafa verið upp í borginni Úrúk í Mesópótamíu um 2700 fyrir Krist. Mögulegt þykir að Gilgames hafi verið til, þó engar sönnur séu til um það en sagan um hann er einna frægust af þeim textum sem varðveist hafa frá þessum tíma. Sagan um Gilgames hefur allt sem hægt er að ætlast til af góðri hetjusögu, kviða konungsins sem þráði að verða ódauðlegur.

Gilgames – Hví ráfar þú um öræfin og sækist eftir vindi? Read More »

„Ég vinn hvar sem er, nema í algjörri kyrrð“ Viðtal við Kristínu Eiríksdóttur, rithöfund

Kristín Eiríksdóttir er fædd árið 1981 í Reykjavík. Hún ólst upp í Austurbænum og síðar í Hólahverfinu í Breiðholtinu. Hún stundaði nám í Listháskóla Íslands þar sem hún lauk BA-gráðu í myndlist árið 2005 og síðar fór hún í mastersnám til Montréal í Kanada. Fyrsta ljóðabók Kristínar, Kjötbærinn, kom út árið 2004 en síðan þá hefur Kristín skrifað ljóðabækur, skáldsögur og leikhúsverk. Elena Kristín Pétursdóttir spurði þennan áhugaverða listamann, rithöfund og skáld um ritstörfin og hvað sé framundan á ritvellinum.

„Ég vinn hvar sem er, nema í algjörri kyrrð“ Viðtal við Kristínu Eiríksdóttur, rithöfund Read More »

Eitt lítið jólalag

Í geisladiskadrifinu í bílnum mínum lifir Michael Bublé allt árið. Þar bíður hann þolinmóður í 10 mánuði til þess að láta ljós sitt skína yfir myrkustu vetrarmánuðina. Fyrr í kvöld var ég að keyra heim frá systur minni þegar ég mundi eftir honum Búbba mínum. Ég setti því diskinn af stað og við tók dýrlegur bjölluhljómur sem fyllti litlu súkkuna mína með anda jólanna.

Í stað þess að keyra beinustu leið heim ákvað ég að taka lengri leiðina. Svo ég beygði upp á Snorrabraut og niður Laugaveginn.

Eitt lítið jólalag Read More »

fantasy, spirit, nightmare

Hvernig hryllingsmyndir sefa kvíða

Að horfa á góða mynd er góð skemmtun. Að horfa á góða hryllingsmynd getur verið átakanlegt. Hver hefur ekki legið andvaka eftir að hafa horft á hryllingsmynd með öll ljós kveikt, bölvandi eigin fífldirfsku og eða sofið óværum svefni ásóttur af martröðum. Margir velta örugglega fyrir sér af hverju í ósköpunum nokkur maður vill gera sjálfum sér slíkan grikk. Þegar við horfum á hryllingsmyndir upplifum við raunverulegan ótta. Það er að segja þegar við sjáum eitthvað ógnvekjandi á skjánum slá hjörtu okkar hraðar, andardrátturinn eykst og magn stresshormóna í líkamanum eykst. Líkamar okkar verja sig þannig fyrir hættu.

Hvernig hryllingsmyndir sefa kvíða Read More »

Útigangsmaðurinn

[…] Það var eins og honum fyndist það vera sitt hlutverk í lífinu að gæta hinna, sem voru á svipuðu róli og hann sjálfur, að þeim liði þokkalega. Einhvers konar ábyrgðartilfinning, sem hafði tekið sér bólfestu í huganum, og hann virtist ekkert átta sig á af hverju. Hugsanlega átti tilfinningin eitthvað skylt við fyrra starf, þegar hann bar ábyrgð á lífi fjölda manns í hverjum mánuði. Starfið olli honum stöðugt meira kvíða. Hann fór að nota ótæpilega mikið áfengi og stóð í þeirri meiningu að þannig myndi hann slaka á og kvíðinn minnka. […]

Útigangsmaðurinn Read More »