Syndaflóðið: Uppáhaldssaga mannkynsins
Við þekkjum flest söguna af syndaflóðinu, þegar Guð lét stórflóð ganga yfir jörðina í refsingarskyni og gjöreyddi lífi á jörðinni vegna synda mannkyns og nýtt, betra mannkyn spratt síðan upp. Þjóðsagnafræðingurinn Alan Dundes sagði í bók sinni The Flood Myth (1988) að af öllum goðsögum í heiminum hafi engin önnur fengið jafn mikla athygli í gegnum aldirnar og sagan af syndaflóðinu. Goðsögnin er ein sú útbreiddasta sem þekkist í heiminum en hana má finna í öllum heimshlutum, jafnvel þar sem ólíklegt eða ómögulegt er að flóð eigi sér stað. Enn þann dag í dag höldum við áfram að segja þessa sögu, en hvers vegna?
Syndaflóðið: Uppáhaldssaga mannkynsins Read More »