Lestarferðin
Ég vil fá að vera í friði, því hugurinn leitar stöðugt til Prebens, kennara míns og fyrrum elskhuga. Þegar ég hitti hann í fyrsta sinn, þá gerðist eitthvað sem varla er hægt að útskýra. Það var svo ótrúlega sterk upplifun. Preben var nýskipaður prófessor við Konunglega konservatoríið í Kaupmannahöfn, þar sem ég var í framhaldsnámi. Ég get þakkað ömmu minni sálugu það. Hún hvatti mig ótrauð áfram og gaf mér einnig heilræði sem ég hef alltaf varðveitt. „Mundu að láta hjartað ráða för“ voru hennar síðustu orð til mín.