Adalheidur

concert, crowd, audience

T. S. Eliot og lágmálsbrot íslenskrar dægurtónlistar

„Skáldskapur er lifandi heild alls þess skáldskapar sem ortur hefur verið“ sagði T. S. Eliot í kenningum sínum um hefðarhugtakið. Hann sagði enn fremur að til þess að tryggja sér sess í þessu heildarsafni ritaðra texta verði verk að vera tímalaust. Hvað þýðir það? Jú, skáldinu ber að miðla í verkum sínum tímalausum sannindum, umbreyta sammannlegum gildum og átökum yfir í myndir og orð og slíta þar með sína eigin persónu, líf og umhverfi frá verkinu. Skáldið skal iðka sífellda sjálfstjórn og útþurrkun á eigin persónuleika. Þannig og aðeins þannig hljóti verk sess sinn í þessu heildarsafni skáldskapar og lifir af allar mannlegar og samfélagslegar hræringar. Forsenda þessarar ópersónulegu tjáningar skáldsins er svo sú að skáldskapur sé ekki tilfinningaleg útrás höfundar heldur beri skáldinu að miðla raunum sínum og upplifunum á tilvistinni á vitrænan hátt og höfða þar með til skilnings lesandans, alls ekki tilfinninga.

winding road, road, travel

4 ljóð

I.
Manstu eftir deginum sem sólin skein?
-Vorum við saman þá?
Nei við þekktumst ekki þá
voru bara saman
á sitthvorum staðnum
undir sólinni bæði

mask, couple, kiss

Kófið

Nú þrengir að samfélagi svo varla sést í næstu stiku á veginum í átt að því sem verður. Nú þrengir að sviðslistastofnunum, þessum musterum listanna svo heilu leikhúsin sitja nú út í vegkanti og bíða eftir því að rofi til. Tjöldin eru dregin fyrir. Ljósin eru slökkt. Í fyrsta þokumistri kófsins var fólginn mikill kraftur. Þjóðin var slegin niður, listastofnunum skellt í lás. Hinn alræmdi sameiningarandi smáþjóðar sætti sig við tekjumissi, verkefnaniðurföll og frestanir. Kláraði þetta í einni átakslotu og rauk svo út í sumarið sem kálfur að vori. Með haustinu var þjóðin slegin niður aftur og þegar það gerist getur verið þrautinni þyngri að taka því, bera sig vel og að koma sér aftur á lappir. Sameiningarandinn fer nú huldu höfði og í hans stað ber á vonleysi og þreytu. Þetta er nefnilega ekkert grettistak heldur langtímaverkefni.

Verkfærakistur listgreinanna

Ef yfir mig kæmi dramatískur andi myndi ég segja að ég hefði „gefið dansinum líf mitt“ enda dvalið langdvölum við ballettstöngina. Ég hef fært mig inn og út úr fyrstu „position“ sem og öðrum tengdum og ótengdum stöðum í tugþúsundir klukkustunda frá því ég var barn og langt fram á miðjan aldur.

Mikilvægt að tengjast visku líkamans

Flest það er tilheyrir lífsskeiði manneskjunnar hefur verið sett í upphafið samhengi. Það má sjá tilgang í öllu. Fegurðina í sorginni, viskuna í ellinni, lausnina í dauðanum. Eitthvað lítið hefur þó farið fyrir slíkri upphafningu þegar kemur að breytingaskeiði kvenna, þessu þó táknræna ferli í lífi hverar konu.

Drekkið mér tvisvar!

Tæpum þrjú hundruð árum eftir dauða sinn fær Sunnefa Jónsdóttir (fædd 1723) loks að segja sögu sína með aðstoð leikskáldsins Árna Friðrikssonar. Þetta er saga konu sem tvívegis var dæmd til drekkingar fyrir það eitt að ala börn í heiminn. „Ég er þakklát fyrir að fá að ljá henni rödd mína“ segir Tinna Sverrisdóttir leikkona.