Andrés Hjörvar Sigurðsson

Fer hratt, sér fátt. Fer hægt og margt sér

Ég er á öðru ári í Þjóðfræði (BA) og líkar það mjög vel. Ég stefni á að fara einn daginn í framhaldsnám. En hvenær og hvar það verður mun tíminn leiða í ljós.

Árið 2017 var ég að læra heimspeki hér í háskólanum og tók þá valáfangann  Furðusögur. Það fannst mér vera gríðarlega áhugavert námskeið þar sem við lásum til dæmis H.P. Lovecraft, Algernon Blackwood og fleiri höfunda sem skrifuðu um yfirnáttúrulegan hrylling og ruddu brautina fyrir furðusögur í bókmenntum.

Aðal áhugamál mín eru tónlist, yndislestur, fótbolti og bíóferðir. Ég horfi líka mikið á kvikmyndir og sjónvarpsþætti heima hjá mér. Uppáhalds kvikmyndin mín er Rokk í Reykjavík og uppáhalds bókin mín er The Dirt (ævisaga Mötley Crue eftir þá sjálfa og Neil Strauss). Svo hlusta ég líka mikið á hlaðvörp en Í ljósi sögunnar er í sérstöku uppáhaldi þar, enda er Vera Illugadóttir einstaklega góður sögumaður.

Mér dettur ekkert eitt sérstakt í hug sem að mig langar til þess að leggja áherslu á í náminu. Ég hef mikinn áhuga á tónlistarsögu og menningaráhrifum tónlistar, sérstaklega frá miðri 20.öld, og gæti vel hugsað mér að skrifa um eitthvað tengt því.