Áslaug Ýr Hjartardóttir

„Eins og  verksmiðja ku hann vera Háskólinn  okkar eins og verksmiðja í Árósum kannski er hann líka  í raun og veru bara verksmiðja sem spýr út framleiðslunni...“
~ Vilborg Dagbjartsdóttir, Háskólinn okkar, 1986 ~

Ég er 24 ára viðskiptafræðingur í bókmenntafræði. Þegar ég hóf nám í háskólanum vissi ég ekki hvar ég átti að byrja, mig langaði að læra allt. En einhvers staðar þarf maður að byrja og ég ákvað því að ég hefði engu að tapa, svo ég fór bara í tvöfalt grunnnám.

Mörgum finnst bókmenntafræði og  viðskiptafræði ekki eiga neina samleið, sem er rangt. Ég er til dæmis í áfanga núna í bókamenntafræði sem heitir Aðferðir og hugtök. Þar er rætt um greiningu á auglýsingatexta, vörumerkið Rithöfundur og markaðssetningu verka. Það er kannski ekki minnst beint á markaðssetningu, P4 eða nákvæm vörumerkjafræði, en grunnurinn er keimlíkur markaðsfræði. Enda er rithöfundurinn framleiðandi vöru sem er sjálft verkið. Verkið getur verið bók, leikrit, kvikmyndahandrit og jafnvel auglýsing, en til að framleiðslan takist þarf auðlindir eða resources og markaðsáætlun. Það getur því verið ágætt að kunna smá viðskiptafræði í bókmenntafræði, sérstaklega fyrir manneskju eins og mig sem gæti vel hugsað sér að verða rithöfundur, vinna á auglýsingastofu eða hjá bókaforlagi.

 

En smá um mig. Ég hef áhuga á bókum, kvikmyndum, ferðalögum, dýrum og íþróttum svo fátt eitt sé nefnt. Ég les mjög mikið, og get lesið nánast hvaða bók sem er án þess að leiðast. Vísindaskáldskapur og glæpasögur eru þó í sérstöku uppáhaldi hjá mér, auk þess sem ég nýt þess að lesa óhefðbundin ljóðverk og brjóta heilann um innihald textans. Ljóð eftir konur eru þar efst á lista, en ef þig vantar hugmyndir ljóðskáldum til að kynnast mæli ég með Gerði Kristnýju og Vilborgu Dagbjartsdóttur. Hér er eitt ljóðbrot eftir Vilborgu sem mér finnst  viðeigandi að deila hér: