Uppskriftir geta verið jafn misjafnar eins og þær eru margar. Þá ekki einungis vegna mismunandi hráefnis, sem gefur jú augaleið, heldur geta leiðbeiningarnar verið misnákvæmar og einfaldlega misgóðar. Það segir sig sjálft að ónákvæmar leiðbeiningar geta spillt bakstrinum og því þarf að vanda til verka þegar gera á góða uppskriftabók.
Um jólin 2019 kom út uppskriftabókin Gulur, rauður, grænn og salt: Vinsælustu réttirnir frá upphafi eftir Berglindi Guðmundsdóttur. Kristín Arna prófaði tvær uppskriftir úr bókinni og um leið hversu auðvelt væri að fara eftir leiðbeiningunum.
Gulur, rauður, grænn & salt: Vinsælustu réttirnir frá upphafi
Höfundur: Berglind Guðmundsdóttir
Brauð
Fyrst var ráðist í brauðbakstur. Uppskriftin er einföld, innihaldsefnin eru einungis fjögur; hveiti, þurrger, salt og vatn.
Hins vegar þarf að undirbúa þetta brauð með góðum fyrirvara þar sem deigið á að standa í 12-20 klukkustundir áður en brauðið er bakað.
Í bókinni segir að brauðið hafi sömu einkenni og súrdeigsbrauð, skorpan sé stökk en brauðið mjúkt og loftmikið.
Þá var komið að sælgætisuppskrift:
Gerðir voru svokallaðir Rocky Road nammibitar.
Innihaldsefni: Salthnetur, pekanhnetur, Dumle-karamellur, Lindubuff og suðusúkkulaði.
Dómur: Einstaklega ljúffengir molar sem heppnuðust vel.
Það yrði auðvelt að leika sér með uppskriftina með því að skipta út innihaldsefnunum, skipta til dæmis karamellunum út fyrir þurrkuð ber svo dæmi sé tekið.
Uppskriftirnar sem hér voru prófaður gáfu góða raun og mín tilfinning að hér sé á ferðinni vönduð og góð uppskriftabók.