Andres

Arftaki hefðbundinna bókmennta?

Vefbókmenntir (e. web fiction) er bókmenntagrein þar sem verkin eru oftast eða alltaf aðgengileg á veraldarvefnum. Algeng tegund vefbókmennta eru framhalds sögur (e. web serial). Ólíkt klassískum bókmenntum eru framhaldssögur á vefnum sjaldan birtar í heild sinni. Heldur eru hlutar af verkinu birtir í senn, en það svipar til sagnasería sem komu oft út í nokkrum hlutum í dagblöðum. Vefbókmenntir komu fljótlega til sögunar eftir að Internetið ruddi sér til rúms. Spot serían, sem kom út á árunum 1995 og 1997, átti eftir að ryðja brautina fyrir fleiri vefbókmenntaverk. Í Spot var sagan sögð með dagbókarfærslum sögupersóna og gagnvirkni við lesendur. Síðan árið 2008 hafa vinsældir vefbókmennta aukist til muna. Aðdáendur skrifa oft sínar eigin sögur sem ýta en þá meira undir vinsældir greinarinnar. Sumar vefseríur notfæra sér frumlegar og gagnvirkar leiðir, eins og myndbönd eða tögg, til þess að miðla sögunum. Eitthvað sem hefðbundið bókarform býður ekki upp á (nema kannski sögur eins og „Þín eigin goðsaga“ eða „Make Your Own Story“ bókaflokkar).

Arftaki hefðbundinna bókmennta? Read More »

Gula veggfóðrið er víða

Smásagan Gula veggfóðrið (The Yellow Wallpaper) eftir Charlotte Perkins Gilman kom út árið 1892 og olli vissu fjaðrafoki þegar hún kom út. Sagan er fyrstu persónu frásögn af konu sem virðist vera að upplifa taugaáfall eftir barnsburð. Hún er öllum stundum lokuð inni í herbergi með byrgðum gluggum, annað hvort á hæli eða í heimahúsi. Það skiptir þó ekki öllu máli, enda er raunverulegt sögusviðið í huga aðalsöguhetjunnar. Hún gerir sér grein fyrir því að hún skynjar raunveruleikann öðruvísi en til dæmis eiginmaður hennar, sem jafnframt er læknir hennar. Samkvæmt honum þjáist hún af tímabundinni móðursýki. Í dag myndi það ástand sem hún upplifir í sögunni líklega kallast fæðingarþunglyndi – eða geðrof.

Gula veggfóðrið er víða Read More »

fantasy, spirit, nightmare

Hvernig hryllingsmyndir sefa kvíða

Að horfa á góða mynd er góð skemmtun. Að horfa á góða hryllingsmynd getur verið átakanlegt. Hver hefur ekki legið andvaka eftir að hafa horft á hryllingsmynd með öll ljós kveikt, bölvandi eigin fífldirfsku og eða sofið óværum svefni ásóttur af martröðum. Margir velta örugglega fyrir sér af hverju í ósköpunum nokkur maður vill gera sjálfum sér slíkan grikk. Þegar við horfum á hryllingsmyndir upplifum við raunverulegan ótta. Það er að segja þegar við sjáum eitthvað ógnvekjandi á skjánum slá hjörtu okkar hraðar, andardrátturinn eykst og magn stresshormóna í líkamanum eykst. Líkamar okkar verja sig þannig fyrir hættu.

Hvernig hryllingsmyndir sefa kvíða Read More »

Kjánaleg fantasía fyrir gagnkynhneigða unglingspilta orðin að feminískri költ mynd. Jennifer’s Body (2009)

Þegar kvikmyndin Jennifer’s Body var frumsýnd í kvikmyndahúsum árið 2009 var hún ákveðið flopp. Hún fékk slæma útreið gagnrýnenda og skilaði litlu í kassann. En nú rúmlega tíu árum seinna hefur hún öðlast nýtt líf. Internetið geymir fullt af góðum dómum, margir lofa hana sem gleymda klassík. Er Jennifer’s Body allt í einu orðin góð? Eða var hún kannski bara góð allan tímann?

Kjánaleg fantasía fyrir gagnkynhneigða unglingspilta orðin að feminískri költ mynd. Jennifer’s Body (2009) Read More »

„Notuðu hálfétin burrito til að fela hjúskaparbrot sín“. Játningar alræmdra rokkhunda

Í rokkbókinni The Dirt: Confessions of the World’s Most Notorious Rock Band (2001) má finna æviminningar þeirra Tommy Lee, Mick Mars, Nikki Sixx og Vince Neil. Saman skipa þeir félagar hljómsveitina Mötley Crue sem réði ríkjum í rokkheimum á níunda áratug síðustu aldar, en hljómsveitin hefur til að mynda selt yfir 41 milljón platna frá árinu 1981. Ævisagan er rituð í slagtogi við blaðamanninn og rithöfundinn Neil Strauss, sem áður hafði gefið út The Long Hard Road Out of Hell (1998) í samstarfi við tónlistarmanninn Marylin Manson. The Dirt vakti gríðarlega athygli þegar hún kom út fyrst árið 2001 og sat til dæmis á toppi New York Times Bestsellers listanum fjórar vikur í röð. Árið 2019 kom síðan út kvikmynd sem byggð er á bókinni á streymisveitunni Netflix.

„Notuðu hálfétin burrito til að fela hjúskaparbrot sín“. Játningar alræmdra rokkhunda Read More »

Bilaður magnari breytti tónlistarsögunni

Þann 12. júlí 1960 fóru fram hljóðversupptökur sem áttu eftir að breyta tónlistarsögunni til frambúðar. Kántrípopparinn Marty Robbins og hljómsveitarmeðlimir hans voru samankomnir, ásamt upptökustjóranum Don Law, til þess að taka upp nýjustu smáskífu Robbins, lagið „Don‘t Worry“. Grunaði þá ekki að bilaður magnari í hljóðverinu ætti eftir að breyta tónlistarsögunni til frambúðar.

Bilaður magnari breytti tónlistarsögunni Read More »