Arftaki hefðbundinna bókmennta?
Vefbókmenntir (e. web fiction) er bókmenntagrein þar sem verkin eru oftast eða alltaf aðgengileg á veraldarvefnum. Algeng tegund vefbókmennta eru framhalds sögur (e. web serial). Ólíkt klassískum bókmenntum eru framhaldssögur á vefnum sjaldan birtar í heild sinni. Heldur eru hlutar af verkinu birtir í senn, en það svipar til sagnasería sem komu oft út í nokkrum hlutum í dagblöðum. Vefbókmenntir komu fljótlega til sögunar eftir að Internetið ruddi sér til rúms. Spot serían, sem kom út á árunum 1995 og 1997, átti eftir að ryðja brautina fyrir fleiri vefbókmenntaverk. Í Spot var sagan sögð með dagbókarfærslum sögupersóna og gagnvirkni við lesendur. Síðan árið 2008 hafa vinsældir vefbókmennta aukist til muna. Aðdáendur skrifa oft sínar eigin sögur sem ýta en þá meira undir vinsældir greinarinnar. Sumar vefseríur notfæra sér frumlegar og gagnvirkar leiðir, eins og myndbönd eða tögg, til þess að miðla sögunum. Eitthvað sem hefðbundið bókarform býður ekki upp á (nema kannski sögur eins og „Þín eigin goðsaga“ eða „Make Your Own Story“ bókaflokkar).
Arftaki hefðbundinna bókmennta? Read More »