HalldoraLena

Fórnarlamb sjálfsævisögu sinnar: Rocketman.

Flest okkar hafa heyrt að minnsta kosti eitt lag með poppstjörnunni Elton John. Enda er hann einn af frægustu tónlistarmönnum okkar tíma. En við höfum ekki öll heyrt ævisöguna og hvað liggur að baki vinsælustu dægurlögum hans. Segja má því að kvikmyndin Rocketman sé eins konar ævisaga. Það má varla hugsa sér betri leið til að kynna okkur sögu hans en með söngvamynd, þar sem hvert lag segir sína sögu um hans líf.

Fórnarlamb sjálfsævisögu sinnar: Rocketman. Read More »

„Stúdía í tíðaranda, smá svört kómedía en fyrst og fremst heiðarlegur farsi“

Vegna heimsfaraldursins sem nú geisar er frekar erfitt að hitta fólk og spjalla. Viðtalsvinnan er því aðeins möguleg í gegnum netið; Facebook, Zoom eða Skype. Ég settist fyrir framan tölvuna og sá að rithöfundurinn Auður Jónsdóttir var að gefa út nýtt verk, bók sem hún skrifaði ásamt Birnu Önnu Björnsdóttur sem ber heitið 107 Reykjavík. Skáldsagan er að þeirra sögn skemmtisaga fyrir lengra komna. Mér þótti forvitnilegt að spyrja Auði, eða Auju eins og hún er kölluð, hvernig bókin varð til? Við töluðum einnig um fyrri verk Auju, samstarf við ritstjóra og annað forvitnilegt.

„Stúdía í tíðaranda, smá svört kómedía en fyrst og fremst heiðarlegur farsi“ Read More »

Áhrif Covid á menninguna

Menning Íslendinga er mikilvægur partur af samfélaginu. Flestir sem „gefa okkur“ þessa menningu eru verktakar. Helsta tónlistarfólkið, kvikmyndagerðarfólk, rithöfundar og listafólk eru hvergi á föstum launum. Leikhús, tónleikar og listasýningar hafa stöðvast alveg vegna þess heimsfaraldurs sem nú geisar. Hins vegar er kvikmyndagerðin enn að störfum með ýmsum breytingum.

Áhrif Covid á menninguna Read More »

Lýðfræði

Fræðimenn hafa skapað ótal fræði í gegnum tíðina. Flest eru þessi fræði til þess að skilja manneskjuna betur og um leið fræðast um okkur sjálf. Lýðfræði eru einmitt þau fræði sem hafa tekið manneskjuna til skoðunar, eða réttara sagt tengsl hennar og mannfjöldans. Dr. Ari Klængur Jónsson hefur mikinn áhuga á lýðfræðum en hann hefur lokið doktorsnámi sínu við Stockholm University og útskýrir fyrir okkur aðeins nánar hvað liggur að baki lýðfræðarinnar.

Lýðfræði Read More »