Pistill

„Undir þessari grímu, önnur gríma“. Ævi og störf Claude Cahun

Claude Cahun (fædd Lucy Schwob) fæddist 25. október, 1894 í Nantes, Frakklandi. Hún var alin upp af ömmu sinni, Mathilde Cahun, þar sem móðir hennar átti við andleg veikindi að stríða. Faðir Cahun var af gyðingaættum og varð Cahun fyrir aðkasti í skóla vegna þess. Ákveðið var því að senda hana í skóla í Surrey í Englandi. Þegar Cahun kom aftur til Nantes árið 1909 kynntist hún Marcel Moore (fædd Suzanne Malherbe) og urðu þær ævilangar samstarfs- og ástkonur. Jafnframt urðu þær stjúpsystur árið 1917 þegar fráskilinn faðir Cahun giftist móður Moore, sem var þá ekkja.

„Undir þessari grímu, önnur gríma“. Ævi og störf Claude Cahun Read More »

Martin Puchner. Bókmenntir í fjögur þúsund ár. Hugleiðingar bókmenntafræðinema

„Stundum reyni ég að ímynda mér veröldina án bókmennta. Ég myndi sakna bóka þegar ég ferðast með flugvél. Bókabúðir og bókasöfn myndu hafa nóg af lausu hilluplássi og bókahillurnar mínar væru ekki lengur yfirfullar af bókum. Útgefendur væru ekki til eða Amazon og það væri ekkert á náttborðinu mínu þegar ég get ekki sofið á nóttunni“
-Martin Puchner.

Ég skráði mig á námskeið sem heitir „Ancient Masterpieces of World Litarature“ eða forn meistaraverk heimsbókmenntanna. Þetta var mjög áhugavert og skemmtilegt námskeið og ég lærði bæði um bókmenntir sem ég hafði ekki heyrt um áður ásamt fleiri þekktum verkum.

Martin Puchner. Bókmenntir í fjögur þúsund ár. Hugleiðingar bókmenntafræðinema Read More »

Skáldið í Vonarstræti

Ég horfði á Edduna í sjónvarpinu þriðjudagskvöldið 6. október. Kvikmyndirnar sem fengu flestar tilnefningar voru Hvítur hvítur dagur og Agnes Joy. Af einhverjum ástæðum fór ég að hugsa um kvikmyndina Vonarstræti frá árinu 2013 sem mér fannst eftirminnilegri en hinar tvær áðurnefndu sem voru samt alveg ágætar. Vonarstræti er áhrifamikil kvikmynd en eins og góð bók situr hún eftir í minninu. Hvernig er hægt að skrifa handrit og leikstýra kvikmynd sem gleymist seint? Hvað þarf til? Þarf leikstjórinn að hafa upplifað eitthvað sambærilegt í nærumhverfinu eða jafnvel á eigin skinni?

Skáldið í Vonarstræti Read More »

Bilaður magnari breytti tónlistarsögunni

Þann 12. júlí 1960 fóru fram hljóðversupptökur sem áttu eftir að breyta tónlistarsögunni til frambúðar. Kántrípopparinn Marty Robbins og hljómsveitarmeðlimir hans voru samankomnir, ásamt upptökustjóranum Don Law, til þess að taka upp nýjustu smáskífu Robbins, lagið „Don‘t Worry“. Grunaði þá ekki að bilaður magnari í hljóðverinu ætti eftir að breyta tónlistarsögunni til frambúðar.

Bilaður magnari breytti tónlistarsögunni Read More »

Strákarnir í bandinu

Hin svokölluðu Stonewall mótmæli voru einn mikilvægasti hlekkur í mannréttindabaráttu samkynhneigðra en atburðurinn markaði þáttaskil í réttindabaráttu þeirra. Þegar leikritið The Boys in the Band (1968) var frumsýnt á fjölum Broadway ári fyrir Stonewall mótmælin var það í fyrsta sinn sem daglegt líf samkynhneigðra var sýnt opinberlega. Meðbyr var með leikritinu sem varð vinsælt þótt það hafi sært blygðunarkennd margra. Verkið segir frá hópi samkynhneigðra vina sem ákveða að halda afmælisveislu fyrir félaga sinn. Afmælið er haldið í íbúð við Upper East Side á Manhattan í New York. Gamall skólafélagi frá háskólaárunum kemur óvænt í afmælið sem veldur ákveðinni togstreitu á milli vinanna.

Strákarnir í bandinu Read More »

Syndaflóðið: Uppáhaldssaga mannkynsins

Við þekkjum flest söguna af syndaflóðinu, þegar Guð lét stórflóð ganga yfir jörðina í refsingarskyni og gjöreyddi lífi á jörðinni vegna synda mannkyns og nýtt, betra mannkyn spratt síðan upp. Þjóðsagnafræðingurinn Alan Dundes sagði í bók sinni The Flood Myth (1988) að af öllum goðsögum í heiminum hafi engin önnur fengið jafn mikla athygli í gegnum aldirnar og sagan af syndaflóðinu. Goðsögnin er ein sú útbreiddasta sem þekkist í heiminum en hana má finna í öllum heimshlutum, jafnvel þar sem ólíklegt eða ómögulegt er að flóð eigi sér stað. Enn þann dag í dag höldum við áfram að segja þessa sögu, en hvers vegna?

Syndaflóðið: Uppáhaldssaga mannkynsins Read More »

Dagbækur í tónlistarformi: Veröld Frankie Cosmos

Þrátt fyrir ungan aldur á hin 26 ára bandaríska indí-popp tónlistarkonan Greta Kline, betur þekkt undir sviðsnafninu Frankie Cosmos, að baki sér á fimmta tug netstuttskífa sem flestar eru að finna á tónlistarveitunni Bandcamp. Í seinni tíð hefur hún einnig gefið út fjögur stúdíó albúm og tvær smáskífur sem finna má á Spotify og hafa notið töluverðra vinsælda.

Dagbækur í tónlistarformi: Veröld Frankie Cosmos Read More »

Áhrif Covid á menninguna

Menning Íslendinga er mikilvægur partur af samfélaginu. Flestir sem „gefa okkur“ þessa menningu eru verktakar. Helsta tónlistarfólkið, kvikmyndagerðarfólk, rithöfundar og listafólk eru hvergi á föstum launum. Leikhús, tónleikar og listasýningar hafa stöðvast alveg vegna þess heimsfaraldurs sem nú geisar. Hins vegar er kvikmyndagerðin enn að störfum með ýmsum breytingum.

Áhrif Covid á menninguna Read More »

Rithöfundafordómar

Heima hjá mér eru til að minnsta kosti hundrað bækur eftir Stephen King. Maðurinn minn hefur lesið þær allar, sumar oftar en einu sinni. Allt þetta bókaflóð eftir sama höfundinn fór í taugarnar á mér því bækur eru plássfrekar. Þetta átti eftir að versna, því stundum hurfu á dularfullan hátt bækur úr bókahillunni og í staðinn læddist ein og ein skrudda eftir Stephen King í auða plássið.

Rithöfundafordómar Read More »