Bókarýni

Sláturhús fimm, eða krossför barnanna. Um myndasögu sem byggir á samnefndri skáldsögu Kurt Vonnegut

Myndasagan Slaughterhouse-five, or the Children‘s Crusade kom út á dögunum við góðar undirtektir lesenda og gagnrýnenda. Hún er skrifuð af Ryan North, sem er m.a. þekktur fyrir að vera höfundur myndasagnanna Adventure Time og The Unbeatable Squirrel Girl, og myndskreytt af spænska listamanninum Albert Monteys. Myndasagan er byggð á samnefndri skáldsögu Kurt Vonnegut frá árinu 1969. Skáldsaga Vonnegut er að hluta til sjálfsævisöguleg, þar sem hún byggir á upplifun hans í seinni heimsstyrjöldinni, en hún flokkast einnig sem vísindaskáldsaga þar sem hún fjallar um geimverur og tímaflakk.

Sláturhús fimm, eða krossför barnanna. Um myndasögu sem byggir á samnefndri skáldsögu Kurt Vonnegut Read More »

Homo Sapína. Grænlenskur sprengikraftur

Homo Sapína sem er fyrsta skáldsaga grænlenska rithöfundarins Niviaq Korneliussen er í senn afar óþægileg og falleg. Skáldkonan hefur einstakt lag á því að skapa áhrifamikil hughrif, meira að segja kápa bókarinnar öskrar á mann. Það er því ekki að undra að bókin hafi vakið mikla athygli þegar hún kom út en hún seldist eins og heitar lummur á Grænlandi og var fljótlega gefin út í Danmörku. Skáldsagan kom út hér á landi árið 2018 í íslenskri þýðingu Heiðrúnar Ólafsdóttur og vakti talsverða athygli. Bókin hefur einnig verið þýdd á að minnsta kosti átta önnur tungumál. Allmikið hefur verið fjallað um Homo Sapína en í viðtali við The New Yorker, segir sjónvarpskonan Nina Paninnguaq Skydsbjerg Jacobsen, að fyrir útkomu bókarinnar hafi grænlenskar bókmenntir gert allt út á hefðina.

Homo Sapína. Grænlenskur sprengikraftur Read More »