Kona í hvarfpunkti
Ef það er einhver bók sem ég mæli með fyrir alla þá er það Kona í hvarfpunkti eftir geðlækninn og baráttukonuna Nawal El Saadawi. Bókin var fyrst gefin út árið 1975 og hlaut góðar viðtökur þrátt fyrir að hafa verið bönnuð í heimalandi El Saadawi, Egyptalandi, sökum umfjöllunarefnisins hennar. Nýlega var bókin gefin út í íslenskri þýðingu Elísu Bjargar Þorsteinsdóttur af Angústúru sem hluti af seríunni ,,bækur í áskrift“. Kona í hvarfpunkti greinir frá veruleika kvenna í Egyptalandi á síðustu öld, og líklega enn þann dag í dag á sumum stöðum. Sagt er frá ungri og efnilegri stúlku, Firdaus, sem neyðist til þess að gerast vændiskona og endar í fangelsi fyrir morð. Sagan veitir innsýn í þann harða heim þar sem konum er kerfisbundið haldið niðri og þar að auki beittar andlegu og líkamlegu ofbeldi.
Kona í hvarfpunkti Read More »