November 2020

Menningarhugtakið: Þrætueplið þolgóða

Á árunum 1784 – 1791 skrifaði þýski heimspekingurinn Johann Gottfried Herder sitt frægasta verk Ideen zur Philosophie der Geschichte der Menschheit (Hugleiðingar um heimspeki mannkynssögunnar). Þar hélt hann því meðal annars fram að ekki væri aðeins til ein tegund menningar, hin eina rétta. Hann sagði að smekkur manna væri breytilegur eftir því hvar þeir byggju og þannig væri aðeins hægt að skilgreina mismunandi og breytilega menningu. Um leið hafnaði hann skilgreiningu upplýsingarinnar á því að upplifun manna væri alltaf sú sama og sagði að ekki væri hægt að greina alla menningu og dæma eftir samtímanum hverju sinni. Það er ekki öruggt að þótt einum finnist eitthvað fallegt, finnist öðrum það líka.

Menningarhugtakið: Þrætueplið þolgóða Read More »

„Undir þessari grímu, önnur gríma“. Ævi og störf Claude Cahun

Claude Cahun (fædd Lucy Schwob) fæddist 25. október, 1894 í Nantes, Frakklandi. Hún var alin upp af ömmu sinni, Mathilde Cahun, þar sem móðir hennar átti við andleg veikindi að stríða. Faðir Cahun var af gyðingaættum og varð Cahun fyrir aðkasti í skóla vegna þess. Ákveðið var því að senda hana í skóla í Surrey í Englandi. Þegar Cahun kom aftur til Nantes árið 1909 kynntist hún Marcel Moore (fædd Suzanne Malherbe) og urðu þær ævilangar samstarfs- og ástkonur. Jafnframt urðu þær stjúpsystur árið 1917 þegar fráskilinn faðir Cahun giftist móður Moore, sem var þá ekkja.

„Undir þessari grímu, önnur gríma“. Ævi og störf Claude Cahun Read More »

Fórnarlamb sjálfsævisögu sinnar: Rocketman.

Flest okkar hafa heyrt að minnsta kosti eitt lag með poppstjörnunni Elton John. Enda er hann einn af frægustu tónlistarmönnum okkar tíma. En við höfum ekki öll heyrt ævisöguna og hvað liggur að baki vinsælustu dægurlögum hans. Segja má því að kvikmyndin Rocketman sé eins konar ævisaga. Það má varla hugsa sér betri leið til að kynna okkur sögu hans en með söngvamynd, þar sem hvert lag segir sína sögu um hans líf.

Fórnarlamb sjálfsævisögu sinnar: Rocketman. Read More »

Geta góðir strákar nauðgað? Umfjöllun um bókina Things we didn‘t talk about when I was a girl eftir Jeannie Vanasco.

Geta vel innrættir einstaklingar gert hræðilega hluti og hvað fær þá til þess? Jeannie Vanasco veltir þessari spurningu fyrir sér í bók sinni Things we didn‘t talk about when I was a girl – Það sem við töluðum ekki um þegar ég var stelpa sem út kom á síðasta árið 2019.

Geta góðir strákar nauðgað? Umfjöllun um bókina Things we didn‘t talk about when I was a girl eftir Jeannie Vanasco. Read More »

sedge warbler, old world warbler, acrocephalus

Söngfuglinn Skáld

Sóttkví, það er nú það. Leiðinlegasta tímabil ævi hennar svo hún muni til. Það er varla neitt hægt að gera, dagarnir líða áfram á hraða snigilsins, í sömu dauflegu rútínunni; vakna, vinna í tölvunni, borða, horfa á þætti, sofa. Af og til pantar hún mat á netinu eða hringir í vini, fer í bíltúr eða les bók. Ekkert djamm, engin mæting á vinnustað, ekkert sund. Hún getur ekki beðið eftir því að losna úr fjötrum sóttkvíarinnar, komast út í frelsið…

Söngfuglinn Skáld Read More »

fox, cubs, cute

Rebbar að leik

Það er eitthvað öðruvísi við daginn í dag, einhver ný lykt í loftinu. Litlu rebbarnir klöngrast upp úr niðurgrafinni holunni og skjótast út í morguninn. Grasið er enn þá rakt eftir nóttina og litlu rauðu loppurnar verða samstundis moldugar. Það er svo margt að skoða, því núna er kominn maí og blómin hafa sprungið út. Tófan skríður tignarlega út á eftir yrðlingunum þremur og fylgist með þeim álengdar. Hún truflar ekki leik þeirra. Hún veit að þeir fara sér ekki að voða, svo lengi sem hún hefur auga með þeim.

Rebbar að leik Read More »

„Notuðu hálfétin burrito til að fela hjúskaparbrot sín“. Játningar alræmdra rokkhunda

Í rokkbókinni The Dirt: Confessions of the World’s Most Notorious Rock Band (2001) má finna æviminningar þeirra Tommy Lee, Mick Mars, Nikki Sixx og Vince Neil. Saman skipa þeir félagar hljómsveitina Mötley Crue sem réði ríkjum í rokkheimum á níunda áratug síðustu aldar, en hljómsveitin hefur til að mynda selt yfir 41 milljón platna frá árinu 1981. Ævisagan er rituð í slagtogi við blaðamanninn og rithöfundinn Neil Strauss, sem áður hafði gefið út The Long Hard Road Out of Hell (1998) í samstarfi við tónlistarmanninn Marylin Manson. The Dirt vakti gríðarlega athygli þegar hún kom út fyrst árið 2001 og sat til dæmis á toppi New York Times Bestsellers listanum fjórar vikur í röð. Árið 2019 kom síðan út kvikmynd sem byggð er á bókinni á streymisveitunni Netflix.

„Notuðu hálfétin burrito til að fela hjúskaparbrot sín“. Játningar alræmdra rokkhunda Read More »

Nútímaleg skáldsaga sem gerist á sögulegum tíma

Ungan dreng rekur að landi undan ströndum Hjörleifshöfða árið 1839. Landlæknir finnur barnið og lífgar það við, og upp frá því hefst ferðalag um landið þar sem þeir tveir ásamt aðstoðarmanni landlæknis, Mister Undertaker, leita að uppruna barnsins. Á leiðinni þurfa þeir að saga handlegg af konu, kafa ofan í hvalshræ eftir ambri og lenda í hremmingum úti í grimmri náttúrunni. Frásögnin fléttast saman við minningar frá yngri árum landlæknis, þegar hann var ungur maður í námi í Danmörku. Selta, apókrýfa úr ævi landlæknis, eftir Sölva Björn Sigurðarson kom út árið 2019 og hlaut góðar undirtektir gagnrýnenda. Sagan er skrifuð sem skýrsla landlæknis til félagsráðs, en þó kallast textinn á við samtímann.

Nútímaleg skáldsaga sem gerist á sögulegum tíma Read More »