Skógareldar: dystópísk nútíð sem enginn vill upplifa
Síðastliðið ár hafa skógareldar verið tíðir í heiminum. Amason regnskógurinn var í ljósum logum frá janúar og fram í október árið 2019 og sama ár hófst eitt versta skógarelda tímabil í Ástralíu sem varði frá júní 2019 til maí 2020. Regnskógar í Brasilíu brenna þegar þetta er skrifað og það sem af er liðið ári hafa 209.000 km2 af landi brunnið í Síberíu í Rússlandi, sem samsvarar meira en tvöfaldri stærð Íslands. Skógareldar geisa í Bandaríkjunum, sem er ekki fátítt, en stærð eldanna er óvenjulega mikil.
Skógareldar: dystópísk nútíð sem enginn vill upplifa Read More »