Hallvardur

„Maður lærir ekkert nema með því að gera hlutina”

Fannar Örn Karlsson hefur um árabil verið áberandi í íslensku paunk-senunni. Um þessar mundir spilar hann á trommur í Dauðyflunum, Börn og D7Y. Áður var hann í hljómsveitunum The Death Metal Supersquad, The Best Hardcore Band in the World og Spy Kids 3D og þá er listinn samt langt frá því að vera tæmdur. Auk tónlistar hefur Fannar mikið fengist við að teikna og hefur teiknað mörg plötuumslög og auglýsingaplaköt fyrir tónleika og Roller Derby keppnir. Á síðustu árum hefur hann beint athygli sinni að því að gera teiknimyndir og hefur hann birt þær á YouTube-rásinni sinni og á Instagram. Ég átti gott spjall við Fannar þar sem við ræddum beyglaðar teiknimyndir og DIY (Do It Yourself) viðhorf til listsköpunar.

„Maður lærir ekkert nema með því að gera hlutina” Read More »

Umbreytanleg vélmenni og tímarammi nostalgíu

Fyrir sirka tíu árum voru ég og mínir jafnaldrar byrjaðir að minnast aldamótanna með söknuði. Við áttum káta endurfundi með hljómsveitum eins og Limp Bizkit og KoRn þegar við horfðum á fleiri klukkutíma af tónleikaupptökum frá hamfaratónlistarhátíðinni Woodstock ’99 sem Marilyn Manson lýsti einu sinni sem Altamont tíunda áratugarins. Enn í dag virðist nostalgían fyrir níunda áratugnum vera allsráðandi í kvikmyndum, sjónvarpi og popptónlist. Það ber að hafa í huga að nostalgía okkar fyrir liðnum tíma litast meira af minningum okkar en því hvernig þessir tímar voru í raun og veru.

Umbreytanleg vélmenni og tímarammi nostalgíu Read More »