Hugvekja

mask, couple, kiss

Kófið

Nú þrengir að samfélagi svo varla sést í næstu stiku á veginum í átt að því sem verður. Nú þrengir að sviðslistastofnunum, þessum musterum listanna svo heilu leikhúsin sitja nú út í vegkanti og bíða eftir því að rofi til. Tjöldin eru dregin fyrir. Ljósin eru slökkt. Í fyrsta þokumistri kófsins var fólginn mikill kraftur. Þjóðin var slegin niður, listastofnunum skellt í lás. Hinn alræmdi sameiningarandi smáþjóðar sætti sig við tekjumissi, verkefnaniðurföll og frestanir. Kláraði þetta í einni átakslotu og rauk svo út í sumarið sem kálfur að vori. Með haustinu var þjóðin slegin niður aftur og þegar það gerist getur verið þrautinni þyngri að taka því, bera sig vel og að koma sér aftur á lappir. Sameiningarandinn fer nú huldu höfði og í hans stað ber á vonleysi og þreytu. Þetta er nefnilega ekkert grettistak heldur langtímaverkefni.

Kófið Read More »